Danir lausir við erlend lán í fyrsta sinn í 183 ár Sæunn Gísladóttir skrifar 21. mars 2017 09:00 Danska ríkið greiddi niður síðasta lánið í erlendri mynt í gær. Vísir/Getty Danska ríkið er búið að greiða niður síðasta lánið sem var í erlendri mynt. Síðasta greiðslan var í gær.DR greinir frá því að um 1,5 milljarða dollara lán sé að ræða og að nú skuldi danska ríkið ekki lengur í erlendri upphæð. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist í 183 ár eða síðan 1834. Kristian Jensen, fjármálaráðherra Danmörku, segir í tilkynningu að þetta sé sögulegur viðburður að Danmörk sé nú án skulda í erlendri mynt. Það sýni hve mikið traust hafi verið byggt upp erlendis gagnvart danska hagkerfinu og fastgengisstefnunni. Frá 2009 til 2011 jókst gjaldeyrisforðinn verulega úr undir 200 milljörðum í yfir 450 milljarða danskra króna í Danmörku. Með núverandi gjaldeyrisforða hefur ekki verið nauðsynlegt að taka ný lán í erlendri mynt. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danska ríkið er búið að greiða niður síðasta lánið sem var í erlendri mynt. Síðasta greiðslan var í gær.DR greinir frá því að um 1,5 milljarða dollara lán sé að ræða og að nú skuldi danska ríkið ekki lengur í erlendri upphæð. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist í 183 ár eða síðan 1834. Kristian Jensen, fjármálaráðherra Danmörku, segir í tilkynningu að þetta sé sögulegur viðburður að Danmörk sé nú án skulda í erlendri mynt. Það sýni hve mikið traust hafi verið byggt upp erlendis gagnvart danska hagkerfinu og fastgengisstefnunni. Frá 2009 til 2011 jókst gjaldeyrisforðinn verulega úr undir 200 milljörðum í yfir 450 milljarða danskra króna í Danmörku. Með núverandi gjaldeyrisforða hefur ekki verið nauðsynlegt að taka ný lán í erlendri mynt.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira