Aron Einar: Menn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2017 19:00 Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson ætla ekki að vanmeta lið Kósóvó sem er enn án sigurs í undankeppni HM 2018. Ísland mætir Kósóvó hér í Shkoder í Albaníu annað kvöld. Þangað kom landsiðshópurinn í gær eftir að hafa dvalið þrjá daga í Parma við æfingar. Heimir nýtti tímann vel til að slípa saman leikmenn sem var ekki síst mikilvægt í ljósi þess að nokkrir lykilmenn eru frá vegna meiðsla. „Auðvitað er alltaf slæmt að missa leikmenn sem hafa verið lengi í byrjunarliðinu,“ sagði Heimir í samtali við íþróttadeild í dag. „En við erum með leikmenn sem þekkjast mjög vel og hafa litið mjög vel út á æfingum. Þetta eru ferskir, ungir leikmenn sem eru tilbúnir að sýna sig og sanna.“ „Þetta eru leikmenn sem hafa verið fyrir utan hópinn og verið tilbúnir í langan tíma. Nú er það þeirra að taka þetta tækifæri sem býðst.“ Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn hagnist af því að hafa verið lengi saman og þeir sem koma nýir inn nú hafi sömuleiðis fengið notið góðs af þáttöku í æfingaleikjum. „Þegar menn hafa verið saman jafn lengi vita allir hvað þeir eiga að gera. Leikskipulagið er alltaf eins og menn vita það. Janúarleikir hafa líka hjálpað til,“ segir Aron og bætir við að skilaboð til leikmanna eru alltaf þau sömu. „Menn vita því nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim þegar þeir koma inn á. Þá gildir gamla góða tuggan - maður kemur í manns stað.“ Landsliðsfyrirliðinn segir að andstæðingurinn á morgun sé sterkur, þrátt fyrir að það hafi verið öðruvísi að búa sig undir leik gegn Kósóvó en flestum öðrum landsliðum. Hann segir ljóst að það verði engin værukærð meðal leikmanna íslenska liðsins. „Ég sé það á æfingum að menn eru 100 prósent einbeittir á þetta. Þetta er verkefni sem við gerum allir saman. Þetta er það góður hópur að ef einhver er ekki með hausinn við þetta þá er næsti maður til í að segja honum það.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson ætla ekki að vanmeta lið Kósóvó sem er enn án sigurs í undankeppni HM 2018. Ísland mætir Kósóvó hér í Shkoder í Albaníu annað kvöld. Þangað kom landsiðshópurinn í gær eftir að hafa dvalið þrjá daga í Parma við æfingar. Heimir nýtti tímann vel til að slípa saman leikmenn sem var ekki síst mikilvægt í ljósi þess að nokkrir lykilmenn eru frá vegna meiðsla. „Auðvitað er alltaf slæmt að missa leikmenn sem hafa verið lengi í byrjunarliðinu,“ sagði Heimir í samtali við íþróttadeild í dag. „En við erum með leikmenn sem þekkjast mjög vel og hafa litið mjög vel út á æfingum. Þetta eru ferskir, ungir leikmenn sem eru tilbúnir að sýna sig og sanna.“ „Þetta eru leikmenn sem hafa verið fyrir utan hópinn og verið tilbúnir í langan tíma. Nú er það þeirra að taka þetta tækifæri sem býðst.“ Aron Einar Gunnarsson segir að leikmenn hagnist af því að hafa verið lengi saman og þeir sem koma nýir inn nú hafi sömuleiðis fengið notið góðs af þáttöku í æfingaleikjum. „Þegar menn hafa verið saman jafn lengi vita allir hvað þeir eiga að gera. Leikskipulagið er alltaf eins og menn vita það. Janúarleikir hafa líka hjálpað til,“ segir Aron og bætir við að skilaboð til leikmanna eru alltaf þau sömu. „Menn vita því nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim þegar þeir koma inn á. Þá gildir gamla góða tuggan - maður kemur í manns stað.“ Landsliðsfyrirliðinn segir að andstæðingurinn á morgun sé sterkur, þrátt fyrir að það hafi verið öðruvísi að búa sig undir leik gegn Kósóvó en flestum öðrum landsliðum. Hann segir ljóst að það verði engin værukærð meðal leikmanna íslenska liðsins. „Ég sé það á æfingum að menn eru 100 prósent einbeittir á þetta. Þetta er verkefni sem við gerum allir saman. Þetta er það góður hópur að ef einhver er ekki með hausinn við þetta þá er næsti maður til í að segja honum það.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira