Þýskaland áfram með fullt hús stiga | Sjáðu mörkin Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. mars 2017 18:00 Þýskaland er með fullt hús stiga þegar C-riðill undankeppni HM í Rússlandi 2018 er hálfnaður eftir öruggan 4-1 sigur á Azerbaijan í Baku í dag en Azerbaijan varð með því fyrsta liðið til að skora hjá Þýskalandi í undankeppninni. Þýska liðið var mun sterkari aðilinn og var afar ógnandi frá fyrstu mínútu. Var því ekki hægt að segja annað en að forystan væri verðskulduð þegar Andre Schürrle kom Þýskalandi yfir á 19. mínútu en tíu mínútum síðar jöfnuðu heimamennn með marki frá Dimitrij Nazarov sem leikur með Aue í 2. deild í Þýskalandi. Gestirnir frá Þýskalandi létu þetta ekki slá sig út af laginu og fimm mínútum síðar var búið að bæta við marki, Thomas Müller þar á ferðinni eftir undirbúning Schurrle. Mario Gomez bætti við þriðja marki Þjóðverja undir lok fyrri hálfleiks og innsiglaði í raun sigurinn um leið. Schurrle var aftur á ferðinni tíu mínútum fyrir leikslok og gekk endanlega frá leiknum með öðru marki sínu og fjórða marki Þýskalands sem hefur áfram skorað að meðaltali fjögur mörk í leik í undankeppninni. Í sama riðli fóru Tékkar til San Marino og gengu frá heimamönnum strax í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 5-0 fyrir gestina frá Tékklandi. Þeir slökuðu á klónni í seinni hálfleik og bættu ekki við forskotið fyrr en undir lok leiksins. Þá vann Armenía 2-0 sigur á Kasakstan á heimavelli en Henrikh Mkhitaryan kom Armenum á bragðið eftir að Kasakar misstu mann af velli stuttu áður. Stuttu síðar bætti Aras Ozbiliz við öðru marki Armena og gerði út um leikinn. Kasakar eru því áfram í botnsæti riðilsins en Armenar eiga enn veika von á að berjast um sæti á HM í Rússlandi en þeir eru með sex stig eftir fimm umferðir en hafa nú unnið tvo leiki í röð.Úrslit dagsins: Armenía 2-0 Kasakstan Azerbaijan 1-4 Þýskaland England 2-0 Litháen San Marinó 0-6 Tékkland HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Þýskaland er með fullt hús stiga þegar C-riðill undankeppni HM í Rússlandi 2018 er hálfnaður eftir öruggan 4-1 sigur á Azerbaijan í Baku í dag en Azerbaijan varð með því fyrsta liðið til að skora hjá Þýskalandi í undankeppninni. Þýska liðið var mun sterkari aðilinn og var afar ógnandi frá fyrstu mínútu. Var því ekki hægt að segja annað en að forystan væri verðskulduð þegar Andre Schürrle kom Þýskalandi yfir á 19. mínútu en tíu mínútum síðar jöfnuðu heimamennn með marki frá Dimitrij Nazarov sem leikur með Aue í 2. deild í Þýskalandi. Gestirnir frá Þýskalandi létu þetta ekki slá sig út af laginu og fimm mínútum síðar var búið að bæta við marki, Thomas Müller þar á ferðinni eftir undirbúning Schurrle. Mario Gomez bætti við þriðja marki Þjóðverja undir lok fyrri hálfleiks og innsiglaði í raun sigurinn um leið. Schurrle var aftur á ferðinni tíu mínútum fyrir leikslok og gekk endanlega frá leiknum með öðru marki sínu og fjórða marki Þýskalands sem hefur áfram skorað að meðaltali fjögur mörk í leik í undankeppninni. Í sama riðli fóru Tékkar til San Marino og gengu frá heimamönnum strax í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 5-0 fyrir gestina frá Tékklandi. Þeir slökuðu á klónni í seinni hálfleik og bættu ekki við forskotið fyrr en undir lok leiksins. Þá vann Armenía 2-0 sigur á Kasakstan á heimavelli en Henrikh Mkhitaryan kom Armenum á bragðið eftir að Kasakar misstu mann af velli stuttu áður. Stuttu síðar bætti Aras Ozbiliz við öðru marki Armena og gerði út um leikinn. Kasakar eru því áfram í botnsæti riðilsins en Armenar eiga enn veika von á að berjast um sæti á HM í Rússlandi en þeir eru með sex stig eftir fimm umferðir en hafa nú unnið tvo leiki í röð.Úrslit dagsins: Armenía 2-0 Kasakstan Azerbaijan 1-4 Þýskaland England 2-0 Litháen San Marinó 0-6 Tékkland
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira