Sara ekki bara „besta dóttirin“ heldur vann hún allar á The Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2017 17:11 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Fésbókarsíða Crossfit Íslenska Crossfitkonan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir vann fyrsta stigið á Crossfit heimsleikunum en þetta varð ljóst eftir að allar höfðu skilað inn fimmtu og síðustu æfingaröðinni sinni. Ragnheiður Sara var því best af þeim 150 þúsund keppendum út um allan heim sem reyndu sig við sömu fimm þrautir en hver þraut var gefin út á fimmtudegi og stelpurnar höfðu fram yfir helgi til að skila inn æfingunum, annaðhvort með að taka þær upp á myndband eða fá þær vottaðar af fullgildum fulltrúa frá Crossfit samtökunum. Sara var efst á heimsvísu eftir einvígið við Katrínu Tönju Davíðsdóttur eins og Vísir sagði frá í síðustu viku en þá átti stærsti hluti keppendanna eftir að skila inn sínum æfingum. Ragnheiður Sara gerði smá mistök í einvíginu og skilaði því aftur inn æfingunum og var þá mun fljótari. Hún kláraði fimmtu og síðustu æfingaröðina á 6:32 mínútum en hafði klárað á 6:56 mínútum í einvíginu. 6:32 mínútur skiluðu Ragnheiði Söru sjötta besta tímann af öllum og það dugði til þess að tryggja henni efsta sætið á The Open. Næsta stig er síðan álfukeppnin en þar keppir Ragnheiður Sara í Ameríkuriðlinum í fyrsta sinn en hún hefur hingað til keppt í Evrópuhlutanum. Ragnheiður Sara mun reyna í Ameríkuriðlinum að tryggja sér sæti á heimsleikunum sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum í ágúst næstkomandi. Ragnheiður Sara varð í 9. sæti í fyrstu þrautinni, í 14. sæti í annarri þrautinni, í 3. sæti í þriðju þrautinni, í 2. sæti í fjórðu þrautinni og svo í 6. sæti í fimmtu og síðustu þrautinni. Hún fékk alls 34 stig en markmiðið er að vera með sem fæst stig. Í öðru sæti var Kari Peatce með 38 stig. Katrín Tanja Davíðsdóttir kláraði á 6:53 mínútum þegar hún vann einvígið sem varð á endanum 24. besti tíminn. Katrín Tanja endaði í tíunda sæti á heimsvísu en þrátt fyrir að vera inn á topp tíu þá endaði hún aðeins í fjórða sætinu af íslensku stelpunum. Annie Mist Þórisdóttir varð í sjöunda sæti og Þuríður Erla Helgadóttir varð í áttunda sæti. Íslensku dæturnar eru því áfram áberandi meðal bestu crossfit kvenna heimsins. Það má sjá öll úrslitin hér.Mat Fraser & Sara Sigmundsdottir Win 2017 CrossFit Open#intheopen #crossfitopen #crossfitgames https://t.co/7xRMdR6Bpi— The Barbell Spin (@TheBarbellSpin) March 28, 2017 CrossFit Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Sjá meira
Íslenska Crossfitkonan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir vann fyrsta stigið á Crossfit heimsleikunum en þetta varð ljóst eftir að allar höfðu skilað inn fimmtu og síðustu æfingaröðinni sinni. Ragnheiður Sara var því best af þeim 150 þúsund keppendum út um allan heim sem reyndu sig við sömu fimm þrautir en hver þraut var gefin út á fimmtudegi og stelpurnar höfðu fram yfir helgi til að skila inn æfingunum, annaðhvort með að taka þær upp á myndband eða fá þær vottaðar af fullgildum fulltrúa frá Crossfit samtökunum. Sara var efst á heimsvísu eftir einvígið við Katrínu Tönju Davíðsdóttur eins og Vísir sagði frá í síðustu viku en þá átti stærsti hluti keppendanna eftir að skila inn sínum æfingum. Ragnheiður Sara gerði smá mistök í einvíginu og skilaði því aftur inn æfingunum og var þá mun fljótari. Hún kláraði fimmtu og síðustu æfingaröðina á 6:32 mínútum en hafði klárað á 6:56 mínútum í einvíginu. 6:32 mínútur skiluðu Ragnheiði Söru sjötta besta tímann af öllum og það dugði til þess að tryggja henni efsta sætið á The Open. Næsta stig er síðan álfukeppnin en þar keppir Ragnheiður Sara í Ameríkuriðlinum í fyrsta sinn en hún hefur hingað til keppt í Evrópuhlutanum. Ragnheiður Sara mun reyna í Ameríkuriðlinum að tryggja sér sæti á heimsleikunum sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum í ágúst næstkomandi. Ragnheiður Sara varð í 9. sæti í fyrstu þrautinni, í 14. sæti í annarri þrautinni, í 3. sæti í þriðju þrautinni, í 2. sæti í fjórðu þrautinni og svo í 6. sæti í fimmtu og síðustu þrautinni. Hún fékk alls 34 stig en markmiðið er að vera með sem fæst stig. Í öðru sæti var Kari Peatce með 38 stig. Katrín Tanja Davíðsdóttir kláraði á 6:53 mínútum þegar hún vann einvígið sem varð á endanum 24. besti tíminn. Katrín Tanja endaði í tíunda sæti á heimsvísu en þrátt fyrir að vera inn á topp tíu þá endaði hún aðeins í fjórða sætinu af íslensku stelpunum. Annie Mist Þórisdóttir varð í sjöunda sæti og Þuríður Erla Helgadóttir varð í áttunda sæti. Íslensku dæturnar eru því áfram áberandi meðal bestu crossfit kvenna heimsins. Það má sjá öll úrslitin hér.Mat Fraser & Sara Sigmundsdottir Win 2017 CrossFit Open#intheopen #crossfitopen #crossfitgames https://t.co/7xRMdR6Bpi— The Barbell Spin (@TheBarbellSpin) March 28, 2017
CrossFit Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn