Milos: Hef ekki góða reynslu af því að fá leikmenn seint Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2017 18:30 Þrír nýir erlendir leikmenn voru kynntir til sögunnar hjá Víkingum í dag. Til stóð að kynna þann fjórða en sá leikmaður, 27 ára hollenskur framherji að nafni Romario, hætti hins vegar við á síðustu stundu - eftir að búið var að boða til blaðamannafundar og sá hollenski kominn til landsins. Eftir standa því fimm erlendir leikmenn í herbúðum Víkinga. Auk Alan Lowing og Vladimir Tufegdzic verða þeir Geoffrey Castillion, hollenskur sóknarmaður, Milos Ozegovic, serbneskur miðjumaður og Muhammed Mert, belgískur sóknartengiliður, á mála hjá Víkingum í sumar. Milos Milojevic, þjálfari Víkings, vonast til að með því hafi hann náð að fylla í þau skörð sem leikmenn sem fóru frá liðinu í haust skildu eftir sig. „Mér finnst hópurinn hjá okkur líta mjög vel út í dag miðað við hvernig þetta leit út fyrir áramót,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Reykjavíkur Víkinga í Pepsi-deild karla næsta sumar, í viðtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, íþróttafréttamann 365. „Þessir nýju leikmenn eru allir, fyrir utan Geoffrey, búnir að vera hérna lengra en í mánuð. Þeir eru allir að finna sig vel innan hópsins og eru að koma vel út líkamlega. Geoffrey er ekki búinn að æfa síðan í desember þannig að það er lengra í hann,“ sagði Milos. „Geoffrey kemur frá sömu akademíu og Óttar Magnús (Karlsson) og eins og hann þá er þetta hávaxinn strákur sem kann að spila fótbolta. Hann er á svipuðum stað og Óttar var á sama tíma í fyrr en þær að læra að vinna á þessu tempói og læra inn á hvernig fótbolti er spilaður hér á Íslandi,“ sagði Milos. „Ég vil alltaf hafa heimamenn og það er missir í þessum leikmönnum sem við misstum. Svona er þetta en við þurfum að sækja leikmenn í staðinn,“ sagði Milos. Hann lokar ekki á það að styrkja Víkingsliðið enn frekar á síðustu vikunum fyrir Íslandsmótið. „Já og nei. Það er alltaf möguleiki, ef eitthvað mjög spennandi poppar upp, að skoða það að taka inn leikmann en helst vildi ég vera kominn með lokahóp fyrir 20. mars. Ég hef ekki góða reynslu af því að fá leikmenn seint,“ sagði Milos en það má heyra allt viðtal Eiríks Stefán Ásgeirssonar í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Þrír nýir erlendir leikmenn voru kynntir til sögunnar hjá Víkingum í dag. Til stóð að kynna þann fjórða en sá leikmaður, 27 ára hollenskur framherji að nafni Romario, hætti hins vegar við á síðustu stundu - eftir að búið var að boða til blaðamannafundar og sá hollenski kominn til landsins. Eftir standa því fimm erlendir leikmenn í herbúðum Víkinga. Auk Alan Lowing og Vladimir Tufegdzic verða þeir Geoffrey Castillion, hollenskur sóknarmaður, Milos Ozegovic, serbneskur miðjumaður og Muhammed Mert, belgískur sóknartengiliður, á mála hjá Víkingum í sumar. Milos Milojevic, þjálfari Víkings, vonast til að með því hafi hann náð að fylla í þau skörð sem leikmenn sem fóru frá liðinu í haust skildu eftir sig. „Mér finnst hópurinn hjá okkur líta mjög vel út í dag miðað við hvernig þetta leit út fyrir áramót,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Reykjavíkur Víkinga í Pepsi-deild karla næsta sumar, í viðtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, íþróttafréttamann 365. „Þessir nýju leikmenn eru allir, fyrir utan Geoffrey, búnir að vera hérna lengra en í mánuð. Þeir eru allir að finna sig vel innan hópsins og eru að koma vel út líkamlega. Geoffrey er ekki búinn að æfa síðan í desember þannig að það er lengra í hann,“ sagði Milos. „Geoffrey kemur frá sömu akademíu og Óttar Magnús (Karlsson) og eins og hann þá er þetta hávaxinn strákur sem kann að spila fótbolta. Hann er á svipuðum stað og Óttar var á sama tíma í fyrr en þær að læra að vinna á þessu tempói og læra inn á hvernig fótbolti er spilaður hér á Íslandi,“ sagði Milos. „Ég vil alltaf hafa heimamenn og það er missir í þessum leikmönnum sem við misstum. Svona er þetta en við þurfum að sækja leikmenn í staðinn,“ sagði Milos. Hann lokar ekki á það að styrkja Víkingsliðið enn frekar á síðustu vikunum fyrir Íslandsmótið. „Já og nei. Það er alltaf möguleiki, ef eitthvað mjög spennandi poppar upp, að skoða það að taka inn leikmann en helst vildi ég vera kominn með lokahóp fyrir 20. mars. Ég hef ekki góða reynslu af því að fá leikmenn seint,“ sagði Milos en það má heyra allt viðtal Eiríks Stefán Ásgeirssonar í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira