Ég er brjáluð Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2017 07:00 Í vikunni tók ég til í herberginu mínu. Ég losaði mig við bílfarma af drasli og endurraðaði húsgögnum. Vistarverurnar hafa sjaldan verið heimilislegri. Ég hef haldið til í þessu sama herbergi í næstum því 9 ár. Og það er ekkert fararsnið á mér. Ég er ung, einhleyp og í námi. Það er eins gott að ég komi mér kirfilega fyrir heima hjá mömmu og pabba. Hér verð ég líklega í 9 ár í viðbót. Mig langar að búa mér framtíð á Íslandi. En þegar ráðamönnum virðist alveg ógeðslega drullusama um þessa framtíð – þegar miðaldra kallar í jakkafötum ryðja brautina fyrir aðeins yngri kalla í jakkafötum, sem stofna fjárfestingarsjóði og sjóðastýringafyrirtæki og leigufélög og sópa til sín öllum íbúðum sem mig langar að búa í – þá fara að renna á mann tvær grímur. Þegar leiguverð hækkar. Námslán lækka á móti. Þegar íbúðaverð rís upp úr öllu valdi. Þegar vilji minn til áframhaldandi búsetu á þessu landi dvínar, verður nánast að engu, þá er stórkostlega illt í efni. Það er ömurlegt að upplifa sig algjörlega máttlausan. Það er ömurlegt að horfa upp á óhugnanlega fáa menn hafa bein og letjandi og eyðileggjandi áhrif á líf manns áður en það byrjar fyrir alvöru. Ég er reið. Meira en það. Ég er eiginlega alveg rasandi brjáluð. Og ég er áhyggjufull. Og mig langar að vita hvort einhver ætli að gera eitthvað í þessu. Því ég get alveg eins farið og skapað mér framtíð einhvers staðar annars staðar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun
Í vikunni tók ég til í herberginu mínu. Ég losaði mig við bílfarma af drasli og endurraðaði húsgögnum. Vistarverurnar hafa sjaldan verið heimilislegri. Ég hef haldið til í þessu sama herbergi í næstum því 9 ár. Og það er ekkert fararsnið á mér. Ég er ung, einhleyp og í námi. Það er eins gott að ég komi mér kirfilega fyrir heima hjá mömmu og pabba. Hér verð ég líklega í 9 ár í viðbót. Mig langar að búa mér framtíð á Íslandi. En þegar ráðamönnum virðist alveg ógeðslega drullusama um þessa framtíð – þegar miðaldra kallar í jakkafötum ryðja brautina fyrir aðeins yngri kalla í jakkafötum, sem stofna fjárfestingarsjóði og sjóðastýringafyrirtæki og leigufélög og sópa til sín öllum íbúðum sem mig langar að búa í – þá fara að renna á mann tvær grímur. Þegar leiguverð hækkar. Námslán lækka á móti. Þegar íbúðaverð rís upp úr öllu valdi. Þegar vilji minn til áframhaldandi búsetu á þessu landi dvínar, verður nánast að engu, þá er stórkostlega illt í efni. Það er ömurlegt að upplifa sig algjörlega máttlausan. Það er ömurlegt að horfa upp á óhugnanlega fáa menn hafa bein og letjandi og eyðileggjandi áhrif á líf manns áður en það byrjar fyrir alvöru. Ég er reið. Meira en það. Ég er eiginlega alveg rasandi brjáluð. Og ég er áhyggjufull. Og mig langar að vita hvort einhver ætli að gera eitthvað í þessu. Því ég get alveg eins farið og skapað mér framtíð einhvers staðar annars staðar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun