Haukakonur unnu Skallagrím í Borgarnesi | Úrslitin í kvennakörfunni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2017 21:08 Dýrfinna Arnardóttir. Vísir/Eyþór Snæfell steig eitt skref nær deildarmeistaratitlinum og Skallagrímur missti endanlega af möguleikanum á öðru sætinu í Domino´s deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar 26. umferðin fór fram. Stjörnukonur voru nálægt því að stela sigri í Stykkishólmi í lokin en úrslit í öðrum leikjum í kvöld sáu til þess að Stjörnuliðið er öruggt í úrslitakeppnina. Grindavík er jafnframt endanlega fallið úr deildinni. Óvæntustu úrslit kvöldsins voru í Borgarnesi þar sem Haukar unnu 63-62 sigur á heimastúlkum í Skallagrímu í miklum spennuleik. Haukaliðið var 17-7 undir eftir fyrsta leikhlutann en vann sig aftur inn í leikinn og tryggði sér eins stigs sigur með því að vinna þrjá síðustu leikhlutana. Dýrfinna Arnardóttir tryggði Haukum sigur með þriggja stiga körfu rétt fyrir leikslok en hún skoraði 16 stig fyrir Hauka í kvöld. Nashika Wiliams var með 20 stig og 11 fráköst og þá var Þóra Kristín Jónsdóttir með 13 stig og 9 stoðsendingar.. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir átti stórleik í liði Skallagríms með 24 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar en það dugði ekki til. Snæfell vann þriggja stiga sigur á Stjörnunni, 79-76, en það er mjög líklegt að þessi lið mætist í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Stjörnukonur eru öruggar í úrslitakeppnina eftir úrslit kvöldsins en Snæfellskonur þurfa einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Snæfellsliðið var með öruggt forskot stærsta hluta leiksins en Stjörnukonur voru nánast búnar að stela sigrinum á lokamínútunum. Keflavík sótti tvö stig til Njarðvíkur en Njarðvíkurliðið lék án Carmen Tyson-Thomas sem var rekinn í síðustu viku þrátt fyrir að vera að skora 37 stig að meðaltali í leik fyrir liðið. Án Tyson-Thomas var Njarðvík engin mótstaða fyrir bikarmeistara Keflavíkur. Úrslitin réðust líka á hinum enda vallarins. Valskonur keyrðu yfir Grindavík í seinni hálfleiknum en eftir tapið í kvöld er ljóst að Grindavíkurliðið er fallið í 1. deild.Úrslit og stigaskorarar í kvöld:Valur-Grindavík 83-68 (18-24, 21-22, 23-14, 21-8)Valur: Mia Loyd 34/15 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 14/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 12, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 9/10 fráköst, Elfa Falsdottir 8, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Nína Jenný Kristjánsdóttir 2.Grindavík: Angela Marie Rodriguez 18/6 fráköst, Íris Sverrisdóttir 17/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 10, María Ben Erlingsdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 6/4 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 3, Angela Björg Steingrímsdóttir 2, Hrund Skúladóttir 2/4 fráköst. Njarðvík-Keflavík 49-73 (12-25, 8-12, 12-16, 17-20)Njarðvík: María Jónsdóttir 17/6 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 8, Björk Gunnarsdótir 6/6 fráköst/6 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 6/4 fráköst, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 5, Hulda Bergsteinsdóttir 2, Soffía Rún Skúladóttir 2, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 2/6 fráköst, Svala Sigurðadóttir 1.Keflavík: Ariana Moorer 13/9 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 11/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9/5 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 8/8 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 8/4 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6, Erna Hákonardóttir 5, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Tinna Björg Gunnarsdóttir 2, Katla Rún Garðarsdóttir 2.Snæfell-Stjarnan 79-76 (24-13, 26-18, 13-18, 16-27)Snæfell: Aaryn Ellenberg 22/10 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 17, Bryndís Guðmundsdóttir 12/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9/9 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 8, Sara Diljá Sigurðardóttir 5, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2.Stjarnan: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 25/9 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 17/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jenný Harðardóttir 10, Bríet Sif Hinriksdóttir 9, Hafrún Hálfdánardóttir 6/4 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Jónína Þórdís Karlssdóttir 3, Shanna Dacanay 2. Skallagrímur-Haukar 62-63 (17-7, 10-15, 19-21, 16-20)Skallagrímur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 24/15 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14/7 fráköst, Fanney Lind Thomas 9/5 fráköst, Gunnhildur Lind Hansdóttir 7/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4/6 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 4/5 fráköst/5 stoðsendingar.Haukar: Nashika Wiliams 20/11 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 16, Þóra Kristín Jónsdóttir 13/4 fráköst/9 stoðsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 10/7 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 2, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2/6 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Sjá meira
Snæfell steig eitt skref nær deildarmeistaratitlinum og Skallagrímur missti endanlega af möguleikanum á öðru sætinu í Domino´s deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar 26. umferðin fór fram. Stjörnukonur voru nálægt því að stela sigri í Stykkishólmi í lokin en úrslit í öðrum leikjum í kvöld sáu til þess að Stjörnuliðið er öruggt í úrslitakeppnina. Grindavík er jafnframt endanlega fallið úr deildinni. Óvæntustu úrslit kvöldsins voru í Borgarnesi þar sem Haukar unnu 63-62 sigur á heimastúlkum í Skallagrímu í miklum spennuleik. Haukaliðið var 17-7 undir eftir fyrsta leikhlutann en vann sig aftur inn í leikinn og tryggði sér eins stigs sigur með því að vinna þrjá síðustu leikhlutana. Dýrfinna Arnardóttir tryggði Haukum sigur með þriggja stiga körfu rétt fyrir leikslok en hún skoraði 16 stig fyrir Hauka í kvöld. Nashika Wiliams var með 20 stig og 11 fráköst og þá var Þóra Kristín Jónsdóttir með 13 stig og 9 stoðsendingar.. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir átti stórleik í liði Skallagríms með 24 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar en það dugði ekki til. Snæfell vann þriggja stiga sigur á Stjörnunni, 79-76, en það er mjög líklegt að þessi lið mætist í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Stjörnukonur eru öruggar í úrslitakeppnina eftir úrslit kvöldsins en Snæfellskonur þurfa einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Snæfellsliðið var með öruggt forskot stærsta hluta leiksins en Stjörnukonur voru nánast búnar að stela sigrinum á lokamínútunum. Keflavík sótti tvö stig til Njarðvíkur en Njarðvíkurliðið lék án Carmen Tyson-Thomas sem var rekinn í síðustu viku þrátt fyrir að vera að skora 37 stig að meðaltali í leik fyrir liðið. Án Tyson-Thomas var Njarðvík engin mótstaða fyrir bikarmeistara Keflavíkur. Úrslitin réðust líka á hinum enda vallarins. Valskonur keyrðu yfir Grindavík í seinni hálfleiknum en eftir tapið í kvöld er ljóst að Grindavíkurliðið er fallið í 1. deild.Úrslit og stigaskorarar í kvöld:Valur-Grindavík 83-68 (18-24, 21-22, 23-14, 21-8)Valur: Mia Loyd 34/15 fráköst/5 stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 14/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 12, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 9/10 fráköst, Elfa Falsdottir 8, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Nína Jenný Kristjánsdóttir 2.Grindavík: Angela Marie Rodriguez 18/6 fráköst, Íris Sverrisdóttir 17/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 10, María Ben Erlingsdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 6/4 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 3, Angela Björg Steingrímsdóttir 2, Hrund Skúladóttir 2/4 fráköst. Njarðvík-Keflavík 49-73 (12-25, 8-12, 12-16, 17-20)Njarðvík: María Jónsdóttir 17/6 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 8, Björk Gunnarsdótir 6/6 fráköst/6 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 6/4 fráköst, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 5, Hulda Bergsteinsdóttir 2, Soffía Rún Skúladóttir 2, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 2/6 fráköst, Svala Sigurðadóttir 1.Keflavík: Ariana Moorer 13/9 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 11/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 9/5 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 8/8 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 8/4 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6, Erna Hákonardóttir 5, Kamilla Sól Viktorsdóttir 2, Tinna Björg Gunnarsdóttir 2, Katla Rún Garðarsdóttir 2.Snæfell-Stjarnan 79-76 (24-13, 26-18, 13-18, 16-27)Snæfell: Aaryn Ellenberg 22/10 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 17, Bryndís Guðmundsdóttir 12/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9/9 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 8, Sara Diljá Sigurðardóttir 5, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2.Stjarnan: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 25/9 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 17/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jenný Harðardóttir 10, Bríet Sif Hinriksdóttir 9, Hafrún Hálfdánardóttir 6/4 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Jónína Þórdís Karlssdóttir 3, Shanna Dacanay 2. Skallagrímur-Haukar 62-63 (17-7, 10-15, 19-21, 16-20)Skallagrímur: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 24/15 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14/7 fráköst, Fanney Lind Thomas 9/5 fráköst, Gunnhildur Lind Hansdóttir 7/4 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 4/6 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 4/5 fráköst/5 stoðsendingar.Haukar: Nashika Wiliams 20/11 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 16, Þóra Kristín Jónsdóttir 13/4 fráköst/9 stoðsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 10/7 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 2, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2/6 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Sjá meira