Ísland án Alfreðs, Birkis og Jóhanns Berg gegn Kósóvó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2017 11:14 Jóhann Berg fagnar sigrinum á Austurríki á EM í Frakklandi síðasta sumar. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson verða allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla en vonir höfðu staðið til að einhverjir þeirra, þá helst Jóhann Berg, gætu mögulega tekið þátt í leiknum. Landsliðshópur Íslands verður kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13 í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi en fréttastofa hefur upplýsingar um fjarveru fyrrnefndra leikmanna sem óttast var að myndu missa af leiknum. Sem er raunin. Fyrrnefndir þrír hafa verið lykilmenn í velgengni strákanna undanfarin ár. Til viðbótar er Kolbeinn Sigþórsson enn meiddur og óhætt að segja að vængmanna- og framherjakrísa sé uppi hjá landsliðinu. Theodór Elmar Bjarnason, sem leyst hefur kantmannsstöðuna og hefði að líkindum gert það í fjarveru Birkis og Jóhanns Berg, tekur út leikbann gegn Kósóvó. Arnór Ingvi Traustason, sem einnig hefur glímt við meiðsli, er hins vegar í hópnum og vonandi að hann verði búinn að hrista af sér meiðsli sín fyrir leikinn. Sömu sögu er að segja um varnarmanninn Kára Árnason sem hefur átt við meiðsli að stríða en er í hópnum.Kjartan Henry í hópnum Fram hefur komið að Aron Sigurðarson er í landsliðshópnum og sömu sögu er að segja um Óttar Magnús Karlsson, framherja Molde. Albert Guðmundsson, sem skorað hefur átta mörk í síðustu fimm leikjum í b-deildinni í Hollandi, er valinn í æfingaleiki með U21 árs landsliðinu en ekki í A-landsliðið. Framherjakrísan snýr líka að því að hinn harðduglegi Jón Daði Böðvarsson hefur ekki átt fast sæti í liði Wolves undanfarnar vikur og sömuleiðis ekki skorað fyrir liðið síðan í ágúst. Viðar Örn Kjartansson er í hópnum en hann hefur verið sjóðandi heitur í ísraelsku úrvalsdeildinni síðustu vikur og mánuði. Björn Bergmann Sigurðarson og Kjartan Henry Finnbogason eru í hópnum en ekkert pláss er fyrir Matthías Vilhjálmsson. Strákarnir okkar sitja í 3. sæti riðils síns í undankeppninni með 7 stig eftir fjórar umferðir. Kósóvaó er á botni riðilsins með 1 stig.Blaðamannafundur KSÍ verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður án lykilmanna í leiknum gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 eftir viku. Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson verða allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla en vonir höfðu staðið til að einhverjir þeirra, þá helst Jóhann Berg, gætu mögulega tekið þátt í leiknum. Landsliðshópur Íslands verður kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13 í dag. Sýnt verður beint frá fundinum á Vísi en fréttastofa hefur upplýsingar um fjarveru fyrrnefndra leikmanna sem óttast var að myndu missa af leiknum. Sem er raunin. Fyrrnefndir þrír hafa verið lykilmenn í velgengni strákanna undanfarin ár. Til viðbótar er Kolbeinn Sigþórsson enn meiddur og óhætt að segja að vængmanna- og framherjakrísa sé uppi hjá landsliðinu. Theodór Elmar Bjarnason, sem leyst hefur kantmannsstöðuna og hefði að líkindum gert það í fjarveru Birkis og Jóhanns Berg, tekur út leikbann gegn Kósóvó. Arnór Ingvi Traustason, sem einnig hefur glímt við meiðsli, er hins vegar í hópnum og vonandi að hann verði búinn að hrista af sér meiðsli sín fyrir leikinn. Sömu sögu er að segja um varnarmanninn Kára Árnason sem hefur átt við meiðsli að stríða en er í hópnum.Kjartan Henry í hópnum Fram hefur komið að Aron Sigurðarson er í landsliðshópnum og sömu sögu er að segja um Óttar Magnús Karlsson, framherja Molde. Albert Guðmundsson, sem skorað hefur átta mörk í síðustu fimm leikjum í b-deildinni í Hollandi, er valinn í æfingaleiki með U21 árs landsliðinu en ekki í A-landsliðið. Framherjakrísan snýr líka að því að hinn harðduglegi Jón Daði Böðvarsson hefur ekki átt fast sæti í liði Wolves undanfarnar vikur og sömuleiðis ekki skorað fyrir liðið síðan í ágúst. Viðar Örn Kjartansson er í hópnum en hann hefur verið sjóðandi heitur í ísraelsku úrvalsdeildinni síðustu vikur og mánuði. Björn Bergmann Sigurðarson og Kjartan Henry Finnbogason eru í hópnum en ekkert pláss er fyrir Matthías Vilhjálmsson. Strákarnir okkar sitja í 3. sæti riðils síns í undankeppninni með 7 stig eftir fjórar umferðir. Kósóvaó er á botni riðilsins með 1 stig.Blaðamannafundur KSÍ verður í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Sjá meira