Sessions mun stíga til hliðar „þegar það er við hæfi“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2017 13:41 Jeff Sessions, nýr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist aldrei hafa rætt við sendiherra Rússlands um kosningabaráttuna í Bandaríkjunum á fundum þeirra í fyrra. Demókratar vilja að hann segi af sér og segja hann hafa logið undir eiðstaf. Við yfirheyrslur þingmanna þann 10. janúar sagðist Sessions ekki hafa verið í samskiptum við rússneska embættismenn. Rússar eru sakaðir um að hafa haft áhrif á kosningarnar og þá meðal annars með tölvuárásum og áróðri. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort að ráðgjafar Trump hafi starfað með Rússum. Sem yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna er Sessions í raun yfir þeirri rannsókn. Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hefur þegar sagt af sér vegna funda sinna með rússneskum erindrekum áður en Trump tók við embætti. „Ég hef aldrei fundað með nokkrum Rússa til að ræða eitthvað framboð og þessar fregnir eru ótrúlegar fyrir mér og rangar,“ sagði Sessions við blaðamann NBC. Spurður út í ákall þingmanna demókrata um að hann stígi til hliðar og komi á engan hátt að rannsókn á tengslum aðstoðarmanna Trump og rússneskra stjórnvalda sagðist Sessions að hann myndi gera það „þegar það er við hæfi“. Háttsettir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig sagt að Sessions ætti ekki að koma að rannsókninni á nokkurn hátt. Þar á meðal leiðtogi flokksins í þinginu, Kevin McCarthy.Eini nefndarmaðurinn sem fundaði með sendiherranum Talskona Sessions sagði hann hafa fundað tvisvar sinnum með Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, í fyrra á meðan að á baráttu um forsetakosningar í Bandaríkjunum stóð. Hún segir þó að þeir fundir hafi átt sér stað vegna setu Sessions í hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hún segir Sessions hafa fundað með 25 sendiherrum í fyrra vegna nefndarsetunnar.Washington Post hafði samband við alla 26 meðlimi hermálanefndarinnar í fyrra og spurði hvort þeir hefðu einnig fundað með rússneska sendiherranum. Af þeim tuttugu sem svöruðu hafði enginn þeirra fundað með Kislyak í fyrra. Sessions gerði það, eins og áður hefur komið fram, tvisvar sinnum. Möguleg tengsl Trump við ríkisstjórn Rússlands hefur valdið ríkisstjórn hans miklum vandræðum frá því hann tók við embætti í janúar. Hér að neðan má sjá samantekt Vox um tengslin. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39 Sessions fundaði tvisvar með sendiherra Rússlands Fundirnir fóru fram á meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra og Sessions s 2. mars 2017 07:45 Trump kennir Obama bæði um mótmæli og leka Lekar til fjölmiðla hafa leikið Trump og ríkisstjórn hans grátt síðan hann tók við embætti í janúar. 28. febrúar 2017 11:36 Trump efast um tilvist heimildarmanna Bandaríkjaforseti segir fjölmiðla skálda fréttir sem komi sér illa fyrir hann. Þá gefur hann sér einkunnina C fyrir það hversu vel skilaboð hans komast til skila. Hins vegar fær hann A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. 1. mars 2017 07:00 Bush vill að Trump svari spurningum um tengslin við Rússland George W. Bush segir frjálsa og óháða fjölmiðla vera nauðsynlega lýðræðinu. 27. febrúar 2017 18:35 CNN: Trump íhugar að gefa ólöglegum innflytjendum færi á að vinna og greiða skatt Donald Trump mun ávarpa Bandaríkjaþing í nótt að íslenskum tíma og er ræðunnar beðið með mikill eftirvæntingu. 28. febrúar 2017 21:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Jeff Sessions, nýr dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist aldrei hafa rætt við sendiherra Rússlands um kosningabaráttuna í Bandaríkjunum á fundum þeirra í fyrra. Demókratar vilja að hann segi af sér og segja hann hafa logið undir eiðstaf. Við yfirheyrslur þingmanna þann 10. janúar sagðist Sessions ekki hafa verið í samskiptum við rússneska embættismenn. Rússar eru sakaðir um að hafa haft áhrif á kosningarnar og þá meðal annars með tölvuárásum og áróðri. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort að ráðgjafar Trump hafi starfað með Rússum. Sem yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna er Sessions í raun yfir þeirri rannsókn. Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hefur þegar sagt af sér vegna funda sinna með rússneskum erindrekum áður en Trump tók við embætti. „Ég hef aldrei fundað með nokkrum Rússa til að ræða eitthvað framboð og þessar fregnir eru ótrúlegar fyrir mér og rangar,“ sagði Sessions við blaðamann NBC. Spurður út í ákall þingmanna demókrata um að hann stígi til hliðar og komi á engan hátt að rannsókn á tengslum aðstoðarmanna Trump og rússneskra stjórnvalda sagðist Sessions að hann myndi gera það „þegar það er við hæfi“. Háttsettir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig sagt að Sessions ætti ekki að koma að rannsókninni á nokkurn hátt. Þar á meðal leiðtogi flokksins í þinginu, Kevin McCarthy.Eini nefndarmaðurinn sem fundaði með sendiherranum Talskona Sessions sagði hann hafa fundað tvisvar sinnum með Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, í fyrra á meðan að á baráttu um forsetakosningar í Bandaríkjunum stóð. Hún segir þó að þeir fundir hafi átt sér stað vegna setu Sessions í hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hún segir Sessions hafa fundað með 25 sendiherrum í fyrra vegna nefndarsetunnar.Washington Post hafði samband við alla 26 meðlimi hermálanefndarinnar í fyrra og spurði hvort þeir hefðu einnig fundað með rússneska sendiherranum. Af þeim tuttugu sem svöruðu hafði enginn þeirra fundað með Kislyak í fyrra. Sessions gerði það, eins og áður hefur komið fram, tvisvar sinnum. Möguleg tengsl Trump við ríkisstjórn Rússlands hefur valdið ríkisstjórn hans miklum vandræðum frá því hann tók við embætti í janúar. Hér að neðan má sjá samantekt Vox um tengslin.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39 Sessions fundaði tvisvar með sendiherra Rússlands Fundirnir fóru fram á meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra og Sessions s 2. mars 2017 07:45 Trump kennir Obama bæði um mótmæli og leka Lekar til fjölmiðla hafa leikið Trump og ríkisstjórn hans grátt síðan hann tók við embætti í janúar. 28. febrúar 2017 11:36 Trump efast um tilvist heimildarmanna Bandaríkjaforseti segir fjölmiðla skálda fréttir sem komi sér illa fyrir hann. Þá gefur hann sér einkunnina C fyrir það hversu vel skilaboð hans komast til skila. Hins vegar fær hann A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. 1. mars 2017 07:00 Bush vill að Trump svari spurningum um tengslin við Rússland George W. Bush segir frjálsa og óháða fjölmiðla vera nauðsynlega lýðræðinu. 27. febrúar 2017 18:35 CNN: Trump íhugar að gefa ólöglegum innflytjendum færi á að vinna og greiða skatt Donald Trump mun ávarpa Bandaríkjaþing í nótt að íslenskum tíma og er ræðunnar beðið með mikill eftirvæntingu. 28. febrúar 2017 21:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Trump mun ekki mæta á kvöldverð með blaðamönnum: Í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti mætir ekki Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mun ekki mæta á kvöldverð með Samtökum blaðamanna Hvíta hússins og er það söguleg ákvörðun en forsetar hafa mætt allar götur síðan árið 1981. 26. febrúar 2017 16:39
Sessions fundaði tvisvar með sendiherra Rússlands Fundirnir fóru fram á meðan á kosningabaráttunni stóð í fyrra og Sessions s 2. mars 2017 07:45
Trump kennir Obama bæði um mótmæli og leka Lekar til fjölmiðla hafa leikið Trump og ríkisstjórn hans grátt síðan hann tók við embætti í janúar. 28. febrúar 2017 11:36
Trump efast um tilvist heimildarmanna Bandaríkjaforseti segir fjölmiðla skálda fréttir sem komi sér illa fyrir hann. Þá gefur hann sér einkunnina C fyrir það hversu vel skilaboð hans komast til skila. Hins vegar fær hann A fyrir vinnusemi og A+ fyrir árangur. 1. mars 2017 07:00
Bush vill að Trump svari spurningum um tengslin við Rússland George W. Bush segir frjálsa og óháða fjölmiðla vera nauðsynlega lýðræðinu. 27. febrúar 2017 18:35
CNN: Trump íhugar að gefa ólöglegum innflytjendum færi á að vinna og greiða skatt Donald Trump mun ávarpa Bandaríkjaþing í nótt að íslenskum tíma og er ræðunnar beðið með mikill eftirvæntingu. 28. febrúar 2017 21:00