Hjarðhegðun Óttar Guðmundsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Uppljóstranir um meðferð sakborninga í svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmáli sýna verulegar brotalamir í réttarkerfi landsins. Þegar búið var að handtaka þetta unga fólk virtust menn sannfærðir um sekt þess. Allir lögðust á eitt til að fá fram játningu, dómarar, lögmenn, lögreglumenn, fangaverðir og aðrir sem komu að málinu. Mannréttindi voru fótum troðin í þessu þverfaglega átaki að ljúka málinu sem fyrst. Almenningur, stjórnmálamenn og fjölmiðlar fylgdust með og hvöttu rannsakendur til dáða. Lýsingar á meðferðinni á Sævari Ciesielski gætu verið teknar úr frásögnum frá Abu Ghraib fangelsinu í Írak eða Guantanamo. Menn lögðu sig fram við að niðurlægja hann á alla lund. Honum var haldið vakandi svo dögum skipti. Ljósin voru aldrei slökkt í klefanum. Hann var leiddur í fót- og handjárnum á salernið. Sömu menn yfirheyrðu sakborningana og dæmdu þá síðan í áframhaldandi varðhald. Sævar sat 615 daga í einangrun. Hann var yfirheyrður ótal sinnum án verjanda síns. Þetta er siðleysi sem tíðkast helst í einræðisríkjum. Hvernig gat þetta gerst á litla Íslandi þar sem allir eru sjálfumglaðir sveitamenn inn við beinið? Hvernig var hægt að beita þessi ungmenni slíku andlegu og líkamlegu ofbeldi? Svarið felst í hjarðhegðun í réttarkerfinu þar sem allir voru sammála um réttmæti gjörða sinna. Tilgangurinn helgar meðalið. Þjóðin var sömuleiðis sannfærð um sekt fanganna. Enginn tók mark á þeirri staðhæfingu að játningarnar byggðu á skipulögðum pyntingum. Þetta voru jú engir „kórdrengir sóttir í fermingarveislu“. Þetta mál sýnir að í okkur flestum býr fól sem blómstrar í samfélagi þar sem allir eru sammála um réttmæti heimsmyndar sinnar hversu skökk og skæld sem hún annars er.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun
Uppljóstranir um meðferð sakborninga í svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmáli sýna verulegar brotalamir í réttarkerfi landsins. Þegar búið var að handtaka þetta unga fólk virtust menn sannfærðir um sekt þess. Allir lögðust á eitt til að fá fram játningu, dómarar, lögmenn, lögreglumenn, fangaverðir og aðrir sem komu að málinu. Mannréttindi voru fótum troðin í þessu þverfaglega átaki að ljúka málinu sem fyrst. Almenningur, stjórnmálamenn og fjölmiðlar fylgdust með og hvöttu rannsakendur til dáða. Lýsingar á meðferðinni á Sævari Ciesielski gætu verið teknar úr frásögnum frá Abu Ghraib fangelsinu í Írak eða Guantanamo. Menn lögðu sig fram við að niðurlægja hann á alla lund. Honum var haldið vakandi svo dögum skipti. Ljósin voru aldrei slökkt í klefanum. Hann var leiddur í fót- og handjárnum á salernið. Sömu menn yfirheyrðu sakborningana og dæmdu þá síðan í áframhaldandi varðhald. Sævar sat 615 daga í einangrun. Hann var yfirheyrður ótal sinnum án verjanda síns. Þetta er siðleysi sem tíðkast helst í einræðisríkjum. Hvernig gat þetta gerst á litla Íslandi þar sem allir eru sjálfumglaðir sveitamenn inn við beinið? Hvernig var hægt að beita þessi ungmenni slíku andlegu og líkamlegu ofbeldi? Svarið felst í hjarðhegðun í réttarkerfinu þar sem allir voru sammála um réttmæti gjörða sinna. Tilgangurinn helgar meðalið. Þjóðin var sömuleiðis sannfærð um sekt fanganna. Enginn tók mark á þeirri staðhæfingu að játningarnar byggðu á skipulögðum pyntingum. Þetta voru jú engir „kórdrengir sóttir í fermingarveislu“. Þetta mál sýnir að í okkur flestum býr fól sem blómstrar í samfélagi þar sem allir eru sammála um réttmæti heimsmyndar sinnar hversu skökk og skæld sem hún annars er.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun