Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: "Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. mars 2017 12:16 Hildur og Frosti Logason. Vísir/Stefán Tónlistarkonan Hildur hefur krafið Frosta Logason, útvarpsmann á X-inu um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem hann lét falla um lag Hildar og konur í tónlist. Lag Hildar, I'll Walk With You, var valið popplag ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum í vikunni og í þakkarræðu sinni brýndi Hildur íslenskar tónlistarkonur til dáða. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Hildur að hún hafi verið niðurlægð eftir að hafa heyrt Frosta tjá sig um lagið og konur í tónlist í útvarpsþættinum Harmageddon, daginn eftir að Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent.Lagið ágætt en önnur betri„Lyktin af þessu er sú að Hildur hafi unnið þetta af því að hún er kona,“ sagði Frosti og vitnaði meðal annars til þess að lag Aron Can, Enginn mórall, væri með töluvert betri hlustunartölur en lag Hildar. Tók Frosti fram að lag Hildar væri „ágætt lag“ þó að líklega hefði strákur hjálpað Hildi við lagasmíðina. Bendi þá Þorkell Máni Pétursson, annar þáttastjórnenda Harmageddon að það hefði verið dómnefnd sem hefði ráðið úrslitum um hvaða lag hefði verið valið popplag ársins. „Já, og hún er undir þessum áhrifum PC-kórsins að konur séu svo mikil fórnarlömb,“ sagði Frosti um dómnefndina „Ég ber meiri virðingu fyrir konunum í mínu lífi en að gera þær að einhverjum fórnarlömbum alla daga.“Að mati Hildar er viðhorf Frosta lýsandi fyrir hindranir sem stelpur í tónlist þurfi að takast á við daglega. Hildur segir að Frosti gerir lítið úr reynsluheimi kvenna í tónlist „sem hann á einhvern undraverðan hátt virðist vita allt betur um, verandi miðaldra karlmaður.“ „Fyrir mér er þetta ótrúlega einfalt. Frosti ber mjög augljóslega enga virðingu fyrir tónlistarkonum samkvæmt öllu því sem hann segir í þessum þætti. Það er ekkert hægt að rakka niður konur á ótal vegu og segja svo í næstu setningu - „en jú ég ber sko virðingu fyrir konum”,“ skrifar Hildur.Vill afsökunarbeiðni Hildur segir að hún vilji ekki kenna litlum stelpum að elta drauma sína til þess eins að þær þurfi svo að heyra „einhvern gaur rakka þær niður og í raun tala á móti öllu því sem samtök eins og Stelpur Rokka og Kítón (sem hann nota bene þurfti að gera lítið úr og kynna með grínrödd í þættinum) standa fyrir.“ Krefst Hildur þess að Frosti biðjist afsökunar á orðuim sínum. „Svona opinber smánun, karlremba og gamaldags hugsunarháttur meikar algjörlega engann sens árið 2017 og ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut. Við þurfum að útrýma svona hugsunarhætti og fyrsta skrefið í því er að tala opinskátt um þetta,“ skrifar Hildur. „Frosti Logason, mér þætti það eina rétta í stöðunni að þú sendir mér afsökunarbeiðni fyrir þetta niðrandi tal um mig og aðrar tónlistarkonur á opinberum vettvangi, ég vona að þú getir séð hvað þú gerðir rangt og lært vel af þessu.“ Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira
Tónlistarkonan Hildur hefur krafið Frosta Logason, útvarpsmann á X-inu um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem hann lét falla um lag Hildar og konur í tónlist. Lag Hildar, I'll Walk With You, var valið popplag ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum í vikunni og í þakkarræðu sinni brýndi Hildur íslenskar tónlistarkonur til dáða. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Hildur að hún hafi verið niðurlægð eftir að hafa heyrt Frosta tjá sig um lagið og konur í tónlist í útvarpsþættinum Harmageddon, daginn eftir að Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent.Lagið ágætt en önnur betri„Lyktin af þessu er sú að Hildur hafi unnið þetta af því að hún er kona,“ sagði Frosti og vitnaði meðal annars til þess að lag Aron Can, Enginn mórall, væri með töluvert betri hlustunartölur en lag Hildar. Tók Frosti fram að lag Hildar væri „ágætt lag“ þó að líklega hefði strákur hjálpað Hildi við lagasmíðina. Bendi þá Þorkell Máni Pétursson, annar þáttastjórnenda Harmageddon að það hefði verið dómnefnd sem hefði ráðið úrslitum um hvaða lag hefði verið valið popplag ársins. „Já, og hún er undir þessum áhrifum PC-kórsins að konur séu svo mikil fórnarlömb,“ sagði Frosti um dómnefndina „Ég ber meiri virðingu fyrir konunum í mínu lífi en að gera þær að einhverjum fórnarlömbum alla daga.“Að mati Hildar er viðhorf Frosta lýsandi fyrir hindranir sem stelpur í tónlist þurfi að takast á við daglega. Hildur segir að Frosti gerir lítið úr reynsluheimi kvenna í tónlist „sem hann á einhvern undraverðan hátt virðist vita allt betur um, verandi miðaldra karlmaður.“ „Fyrir mér er þetta ótrúlega einfalt. Frosti ber mjög augljóslega enga virðingu fyrir tónlistarkonum samkvæmt öllu því sem hann segir í þessum þætti. Það er ekkert hægt að rakka niður konur á ótal vegu og segja svo í næstu setningu - „en jú ég ber sko virðingu fyrir konum”,“ skrifar Hildur.Vill afsökunarbeiðni Hildur segir að hún vilji ekki kenna litlum stelpum að elta drauma sína til þess eins að þær þurfi svo að heyra „einhvern gaur rakka þær niður og í raun tala á móti öllu því sem samtök eins og Stelpur Rokka og Kítón (sem hann nota bene þurfti að gera lítið úr og kynna með grínrödd í þættinum) standa fyrir.“ Krefst Hildur þess að Frosti biðjist afsökunar á orðuim sínum. „Svona opinber smánun, karlremba og gamaldags hugsunarháttur meikar algjörlega engann sens árið 2017 og ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut. Við þurfum að útrýma svona hugsunarhætti og fyrsta skrefið í því er að tala opinskátt um þetta,“ skrifar Hildur. „Frosti Logason, mér þætti það eina rétta í stöðunni að þú sendir mér afsökunarbeiðni fyrir þetta niðrandi tal um mig og aðrar tónlistarkonur á opinberum vettvangi, ég vona að þú getir séð hvað þú gerðir rangt og lært vel af þessu.“
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira