Spennustigið verður örugglega hátt á Sunnubrautinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2017 17:00 Frá bikarúrslitaleik liðanna á dögunum. Vísir/Andri Marinó Það hafa margir mikilvægir leikir verið spilaðir í kvennakörfunni í vetur og leikurinn á Sunnubrautinni í Keflavík í kvöld er án vafa ofarlega í þeim hópi. Keflavík og Skallagrímur eru jöfn að stigum með 36 stig í öðru og þriðja sæti Domino´s deildar kvenna í körfubolta og þau mætast einmitt í kvöld í TM-höllinni í Keflavík í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Snæfell er tveimur stigum ofar í toppsætinu en býr líka að því að vera með betri innbyrðisstöðu á móti bæði Keflavík og Skallagrími. Lið Keflavíkur og Skallagríms hafa mæst tvisvar sinnum eftir áramót og báðir leikir hafa hnífjafnir og æsispennandi. Skallagrímur vann deildarleikinn í Borganesi með tveimur stigum (71-69) en Keflavík svaraði með því að vinna þriggja stiga sigur á Borgnesingum í bikarúrslitaleiknum (65-62). Síðan þá hefur Keflavík unnið 3 af 4 deildarleikjum sínum og Skallagrímsliðið hefur unnið tvo sigra í röð eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir tapið í Laugardalshöllinni. Bæði liðin töpuðu því fyrsta leik eftir bikarúrslit en hafa um leið fundið taktinn á nýjan leik. Keflavík vann tvo fyrstu leikina með samtals 24 stigum og er því í góðum málum hvað varðar innbyrðisleikina á móti Skallagrími. Skallagrímur þyrfti að vinna með 23 stigum í kvöld til að breyta því og það eru ekki miklar líkur á svo ójöfnum leik. Keflavík kláraði vissulega Skallagrím í bikarúrslitaleiknum en hefur tapað hinum leikjunum á árinu á móti bestu liðum Domino´s deildarinnar. Keflavíkurliðið hefur tapað öllum þremur deildarleikjum sínum á árinu 2017 á móti Snæfelli og Skallagrími eða liðunum sem eru að berjast við Keflavíkurstelpurnar um deildarmeistaratitilinn, tvisvar fyrir Snæfelli á heimavelli og einu sinni á móti Skallagrími á útivelli. Keflavíkurkonur fá þá ekki aðeins tækifæri til að koma sér í lykilstöðu í öðru sætinu og halda sér inni í baráttunni um deildarmeistaratitilinn heldur einnig sýna að þær geti unnið bestu liðin í deildinni. Skallagrímsliðið hefur aftur á móti ekki tapað á útivelli í deildinni síðan 9. nóvember en liðið á möguleika á því að vinna níunda útileikinn í röð í kvöld. Síðustu tvö útivallartöp liðsins voru einmitt á móti Snæfelli og Keflavík (19. október). Skallagrímur á nú bara eftir að vinna í einu íþróttahúsi í deildinni í vetur og það er einmitt í Keflavík. Þær gætu breytt því í kvöld Dominos-deild kvenna Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Það hafa margir mikilvægir leikir verið spilaðir í kvennakörfunni í vetur og leikurinn á Sunnubrautinni í Keflavík í kvöld er án vafa ofarlega í þeim hópi. Keflavík og Skallagrímur eru jöfn að stigum með 36 stig í öðru og þriðja sæti Domino´s deildar kvenna í körfubolta og þau mætast einmitt í kvöld í TM-höllinni í Keflavík í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Snæfell er tveimur stigum ofar í toppsætinu en býr líka að því að vera með betri innbyrðisstöðu á móti bæði Keflavík og Skallagrími. Lið Keflavíkur og Skallagríms hafa mæst tvisvar sinnum eftir áramót og báðir leikir hafa hnífjafnir og æsispennandi. Skallagrímur vann deildarleikinn í Borganesi með tveimur stigum (71-69) en Keflavík svaraði með því að vinna þriggja stiga sigur á Borgnesingum í bikarúrslitaleiknum (65-62). Síðan þá hefur Keflavík unnið 3 af 4 deildarleikjum sínum og Skallagrímsliðið hefur unnið tvo sigra í röð eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir tapið í Laugardalshöllinni. Bæði liðin töpuðu því fyrsta leik eftir bikarúrslit en hafa um leið fundið taktinn á nýjan leik. Keflavík vann tvo fyrstu leikina með samtals 24 stigum og er því í góðum málum hvað varðar innbyrðisleikina á móti Skallagrími. Skallagrímur þyrfti að vinna með 23 stigum í kvöld til að breyta því og það eru ekki miklar líkur á svo ójöfnum leik. Keflavík kláraði vissulega Skallagrím í bikarúrslitaleiknum en hefur tapað hinum leikjunum á árinu á móti bestu liðum Domino´s deildarinnar. Keflavíkurliðið hefur tapað öllum þremur deildarleikjum sínum á árinu 2017 á móti Snæfelli og Skallagrími eða liðunum sem eru að berjast við Keflavíkurstelpurnar um deildarmeistaratitilinn, tvisvar fyrir Snæfelli á heimavelli og einu sinni á móti Skallagrími á útivelli. Keflavíkurkonur fá þá ekki aðeins tækifæri til að koma sér í lykilstöðu í öðru sætinu og halda sér inni í baráttunni um deildarmeistaratitilinn heldur einnig sýna að þær geti unnið bestu liðin í deildinni. Skallagrímsliðið hefur aftur á móti ekki tapað á útivelli í deildinni síðan 9. nóvember en liðið á möguleika á því að vinna níunda útileikinn í röð í kvöld. Síðustu tvö útivallartöp liðsins voru einmitt á móti Snæfelli og Keflavík (19. október). Skallagrímur á nú bara eftir að vinna í einu íþróttahúsi í deildinni í vetur og það er einmitt í Keflavík. Þær gætu breytt því í kvöld
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira