Jafnt í þýska slagnum | Dramatík í Belgíu Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. mars 2017 22:00 Bentaleb berst við Stindl í leiknum í kvöld. vísir/getty Schalke og Borussia Mönchengladbach skildu jöfn 1-1 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en gestirnir frá Mönchengladbach eru eflaust sáttari eftir að hafa náð mikilvægu útivallarmarki í Gelsenkirkchen. Jonas Hofmann kom gestunum yfir á 15. mínútu eftir góða sendingu inn fyrir vörn Schalke en austurríski framherjinn Guido Burgstaller jafnaði metin fyrir Schalke tíu mínútum síðar með glæsilegri afgreiðslu úr vítateigshorninu. Er óhætt að segja að liðin hafi verið full varfærnisleg í leiknum í kvöld en báðir leikir liðanna í þýsku deildinni í vetur buðu upp á markaveislu og mátti sjá að leikmenn vildu ekki gera of mörg mistök. Í Belgíu fengu áhorfendur nóg fyrir peninginn í 5-2 sigri Genk gegn löndum sínum í Gent. Ásamt sjö mörkum kom lét eitt rautt spjald dagsins ljós ásamt misnotaðri vítaspyrnu en það er óhætt að segja að Genk sé í góðri stöðu fyrir seinni leikinn með þriggja marka forskot og fimm útivallarmörk. Í Frakklandi sneri Lyon taflinu við í seinni hálfleik og vann 4-2 sigur á Roma eftir að hafa lent 1-2 undir í fyrri hálfleik. Federico Fazio og Mohamed Salah komu Roma yfir með tveimur mörkum um miðbik fyrri hálfleiks en mörk frá Corentin Tolisso, Nabil Fekir og Alexandre Lacazette skiluðu Lyon sigrinum. Þá skyldu Olympiakos og Besiktas jöfn í Grikklandi en Celta Vigo vann nauman sigur á gömlu félögum Ragnars Sigurðssonar í Krasnodar á heimavelli.Úrslit kvöldsins: Celta Vigo 2-1 Krasnodar Gent 2-5 Genk Lyon 4-2 AS Roma Olympiakos Piraeus 1-1 Besiktas Schalke 1-1 Borussia Mönchengladbach Evrópudeild UEFA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
Schalke og Borussia Mönchengladbach skildu jöfn 1-1 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en gestirnir frá Mönchengladbach eru eflaust sáttari eftir að hafa náð mikilvægu útivallarmarki í Gelsenkirkchen. Jonas Hofmann kom gestunum yfir á 15. mínútu eftir góða sendingu inn fyrir vörn Schalke en austurríski framherjinn Guido Burgstaller jafnaði metin fyrir Schalke tíu mínútum síðar með glæsilegri afgreiðslu úr vítateigshorninu. Er óhætt að segja að liðin hafi verið full varfærnisleg í leiknum í kvöld en báðir leikir liðanna í þýsku deildinni í vetur buðu upp á markaveislu og mátti sjá að leikmenn vildu ekki gera of mörg mistök. Í Belgíu fengu áhorfendur nóg fyrir peninginn í 5-2 sigri Genk gegn löndum sínum í Gent. Ásamt sjö mörkum kom lét eitt rautt spjald dagsins ljós ásamt misnotaðri vítaspyrnu en það er óhætt að segja að Genk sé í góðri stöðu fyrir seinni leikinn með þriggja marka forskot og fimm útivallarmörk. Í Frakklandi sneri Lyon taflinu við í seinni hálfleik og vann 4-2 sigur á Roma eftir að hafa lent 1-2 undir í fyrri hálfleik. Federico Fazio og Mohamed Salah komu Roma yfir með tveimur mörkum um miðbik fyrri hálfleiks en mörk frá Corentin Tolisso, Nabil Fekir og Alexandre Lacazette skiluðu Lyon sigrinum. Þá skyldu Olympiakos og Besiktas jöfn í Grikklandi en Celta Vigo vann nauman sigur á gömlu félögum Ragnars Sigurðssonar í Krasnodar á heimavelli.Úrslit kvöldsins: Celta Vigo 2-1 Krasnodar Gent 2-5 Genk Lyon 4-2 AS Roma Olympiakos Piraeus 1-1 Besiktas Schalke 1-1 Borussia Mönchengladbach
Evrópudeild UEFA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira