Ofbeldi er val Helga Vala Helgadóttir skrifar 20. febrúar 2017 07:00 Sá sem beitir ofbeldi hefur valið að beita aðra manneskju ofbeldi. Það er ekki eitthvað sem gerist. Þetta sést best á því að viðkomandi ofbeldismaður, já konur eru líka menn, beitir ekki alla í umhverfi sínu ofbeldi heldur þennan ákveðna einstakling sem fyrir barðinu verður og gildir það um hvers kyns ofbeldi, andlegt, líkamlegt, kynferðislegt. Ofbeldið beinist ekki gegn öllum í umhverfi ofbeldismannsins heldur bara ákveðnum aðilum. Ofbeldi í nánum samböndum er skýrt dæmi um þetta val. Þar ákveður ofbeldismaðurinn augljóslega og markvisst að beita þann sem stendur honum næst ofbeldi og oftar en ekki ítrekað. Ofbeldismaðurinn ákveður á þessari stundu í þessum aðstæðum að beita þessa manneskju ofbeldi. Ekki aðra manneskju og ekki af því að eitthvað ákveðið gerðist, heldur einmitt af því að ofbeldismaðurinn velur að beita þessa manneskju ofbeldi. Oftar en ekki tengist þetta neyslu á hugbreytandi efnum eins og áfengi eða öðrum vímugjöfum en það er engin afsökun fyrir því að ofbeldinu er beitt, því eftir sem áður er þetta val ofbeldismannsins. Það er þess vegna sem við ættum að beina kröftum okkar að ofbeldismanninum og verðandi ofbeldismönnum. Kenna börnum, unglingum og fullorðnum að það sé val að beita ekki ofbeldi. Að við tökum meðvitaða ákvörðun um að dagurinn í dag, morgun og hinn verði án ofbeldis. Það að ofbeldismaðurinn velji að beita ofbeldi þennan dag gegn þessari manneskju en ekki hinni sýnir svo ekki verður um villst að beiting ofbeldis er val sem hægt er að komast hjá. Þú hefur valið!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun
Sá sem beitir ofbeldi hefur valið að beita aðra manneskju ofbeldi. Það er ekki eitthvað sem gerist. Þetta sést best á því að viðkomandi ofbeldismaður, já konur eru líka menn, beitir ekki alla í umhverfi sínu ofbeldi heldur þennan ákveðna einstakling sem fyrir barðinu verður og gildir það um hvers kyns ofbeldi, andlegt, líkamlegt, kynferðislegt. Ofbeldið beinist ekki gegn öllum í umhverfi ofbeldismannsins heldur bara ákveðnum aðilum. Ofbeldi í nánum samböndum er skýrt dæmi um þetta val. Þar ákveður ofbeldismaðurinn augljóslega og markvisst að beita þann sem stendur honum næst ofbeldi og oftar en ekki ítrekað. Ofbeldismaðurinn ákveður á þessari stundu í þessum aðstæðum að beita þessa manneskju ofbeldi. Ekki aðra manneskju og ekki af því að eitthvað ákveðið gerðist, heldur einmitt af því að ofbeldismaðurinn velur að beita þessa manneskju ofbeldi. Oftar en ekki tengist þetta neyslu á hugbreytandi efnum eins og áfengi eða öðrum vímugjöfum en það er engin afsökun fyrir því að ofbeldinu er beitt, því eftir sem áður er þetta val ofbeldismannsins. Það er þess vegna sem við ættum að beina kröftum okkar að ofbeldismanninum og verðandi ofbeldismönnum. Kenna börnum, unglingum og fullorðnum að það sé val að beita ekki ofbeldi. Að við tökum meðvitaða ákvörðun um að dagurinn í dag, morgun og hinn verði án ofbeldis. Það að ofbeldismaðurinn velji að beita ofbeldi þennan dag gegn þessari manneskju en ekki hinni sýnir svo ekki verður um villst að beiting ofbeldis er val sem hægt er að komast hjá. Þú hefur valið!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun