Apple rannsakar eintak af iPhone 7 sem sprakk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2017 22:38 Bandaríski tæknirisinn rannsakar nú eintak af iPhone 7 síma fyrirtækisins sem sprakk og gaf frá sér töluverðan reyk. Myndband af símanum gengur nú eins og eldur um sinu um netheima en eigandi símans, Brianna Olivas, deildi því á Twitter-síðu sína.Í samtali við Mashable segir Olivas að daginn áður en atvikið hafi átt sér stað hafi hún lent í vandræðum með símann. Gat hún ekki kveikt á honum og fór hún þá með hann í Apple-verslun. Starfsmaður þar fór yfir símann en gat ekki komið auga á nein vandamál. Daginn eftir kviknaði hins vegar í símanum í herbergi Olivas. Hún segir að kærasti sinn hafi tekið hann upp og hent honum inn á baðherberfi eftir að kviknaði í honum þar sem síminn sprakk. Líkt og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan lagði reyk frá símanum og hulstrið utan um hann bráðnaði. Olivas segir að hún hafi afhent Apple símann sem sé nú að rannsaka hann. Beðið er eftir niðurstöðu prófanna. Stutt er síðan helsti samkeppnisaðili Apple á símamarkaði, Samsung, lenti í miklum vandræðum vegna vandræða með Samsung Galaxy Note 7 síma fyrirtækisins, sem átti það til að springa, áður en honum var kippt af markaði.So my IPhone 7 plus blew up this morning was not even using it, literally no explanation for this pic.twitter.com/sQ8CJt4Y69— Bree✨ (@briannaolivas_) February 23, 2017 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn rannsakar nú eintak af iPhone 7 síma fyrirtækisins sem sprakk og gaf frá sér töluverðan reyk. Myndband af símanum gengur nú eins og eldur um sinu um netheima en eigandi símans, Brianna Olivas, deildi því á Twitter-síðu sína.Í samtali við Mashable segir Olivas að daginn áður en atvikið hafi átt sér stað hafi hún lent í vandræðum með símann. Gat hún ekki kveikt á honum og fór hún þá með hann í Apple-verslun. Starfsmaður þar fór yfir símann en gat ekki komið auga á nein vandamál. Daginn eftir kviknaði hins vegar í símanum í herbergi Olivas. Hún segir að kærasti sinn hafi tekið hann upp og hent honum inn á baðherberfi eftir að kviknaði í honum þar sem síminn sprakk. Líkt og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan lagði reyk frá símanum og hulstrið utan um hann bráðnaði. Olivas segir að hún hafi afhent Apple símann sem sé nú að rannsaka hann. Beðið er eftir niðurstöðu prófanna. Stutt er síðan helsti samkeppnisaðili Apple á símamarkaði, Samsung, lenti í miklum vandræðum vegna vandræða með Samsung Galaxy Note 7 síma fyrirtækisins, sem átti það til að springa, áður en honum var kippt af markaði.So my IPhone 7 plus blew up this morning was not even using it, literally no explanation for this pic.twitter.com/sQ8CJt4Y69— Bree✨ (@briannaolivas_) February 23, 2017
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira