Bæjarar flengdu Hamburg á heimavelli 25. febrúar 2017 16:27 Leikmenn Bayern fagna einu af átta mörkum leiksins. Vísir/getty Það má segja að leikmenn Hamburg hafi fengið sína árlega flengingu gegn Bayern Munchen á Allianz Arena í þýsku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 8-0 sigri Bæjara sem halda fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar. Heimamenn voru lengi af stað en Arturo Vidal og Robert Lewandowski skoruðu mörk Bæjara í fyrri hálfleik sem leiddu 3-0 þegar gengið var til búningsklefanna. Pólski framherjinn fullkomnaði þrennu sína snemma í seinni hálfleiks en David Alaba, Kingsley Coman(2) og Arjen Robben áttu allir eftir að bæta við mörkum. Ótrúlegur 8-0 sigur staðreynd og mikil niðurlæging fyrir Hamburg en þetta er í annað skiptið á síðustu tveimur árum sem Hamburg fær 8-0 skell á þessum geysisterka heimavelli. Þá unnu Bæjarar 9-2 sigur á Hamburg fyrir fjórum árum en á síðasta tímabili skoruðu þeir aðeins fimm mörk í 5-0 sigri. Orkudrykkjardrengirnir í RB Leipzig halda áfram að halda í við Bæjara við topp deildarinnar en Leipzig vann 3-1 sigur á heimavelli gegn Köln í dag og heldur því áfram átta stiga forskoti á næstu lið. Lærisveinar Thomas Tuchel í Dortmund unnu öruggan 3-0 sigur á Freiburg á útivelli í dag og lyftu sér með því upp í 3. sæti deildarinnar en Hoffenheim getur jafnað Dortmund að stigum á morgun. Þá unnu liðsfélagar Alfreðs Finnbogasonar nauman 2-1 sigur á botnliði Darmstadt á útivelli í dag en með sigrinum lyftir Augsburg sér upp í 11. sæti deildarinnar, upp fyrir Borussia Mönchengladbach og Schalke, sem eiga leiki á morgun.Úrslit dagsins: Bayer Leverkusen 0-2 FSV Mainz Bayern Munchen 8-0 Hamburg SV Darmstadt 1-2 FC Augsburg RB Leipzig 3-1 FC Köln SC Freiburg 0-3 Dortmund Þýski boltinn Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Það má segja að leikmenn Hamburg hafi fengið sína árlega flengingu gegn Bayern Munchen á Allianz Arena í þýsku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 8-0 sigri Bæjara sem halda fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar. Heimamenn voru lengi af stað en Arturo Vidal og Robert Lewandowski skoruðu mörk Bæjara í fyrri hálfleik sem leiddu 3-0 þegar gengið var til búningsklefanna. Pólski framherjinn fullkomnaði þrennu sína snemma í seinni hálfleiks en David Alaba, Kingsley Coman(2) og Arjen Robben áttu allir eftir að bæta við mörkum. Ótrúlegur 8-0 sigur staðreynd og mikil niðurlæging fyrir Hamburg en þetta er í annað skiptið á síðustu tveimur árum sem Hamburg fær 8-0 skell á þessum geysisterka heimavelli. Þá unnu Bæjarar 9-2 sigur á Hamburg fyrir fjórum árum en á síðasta tímabili skoruðu þeir aðeins fimm mörk í 5-0 sigri. Orkudrykkjardrengirnir í RB Leipzig halda áfram að halda í við Bæjara við topp deildarinnar en Leipzig vann 3-1 sigur á heimavelli gegn Köln í dag og heldur því áfram átta stiga forskoti á næstu lið. Lærisveinar Thomas Tuchel í Dortmund unnu öruggan 3-0 sigur á Freiburg á útivelli í dag og lyftu sér með því upp í 3. sæti deildarinnar en Hoffenheim getur jafnað Dortmund að stigum á morgun. Þá unnu liðsfélagar Alfreðs Finnbogasonar nauman 2-1 sigur á botnliði Darmstadt á útivelli í dag en með sigrinum lyftir Augsburg sér upp í 11. sæti deildarinnar, upp fyrir Borussia Mönchengladbach og Schalke, sem eiga leiki á morgun.Úrslit dagsins: Bayer Leverkusen 0-2 FSV Mainz Bayern Munchen 8-0 Hamburg SV Darmstadt 1-2 FC Augsburg RB Leipzig 3-1 FC Köln SC Freiburg 0-3 Dortmund
Þýski boltinn Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira