Elon Musk um framtíð bílsins: „Að ferðast í bíl verður eins og að fara í lyftu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2017 10:40 Elon Musk. Vísir/AFP Elon Musk, frumkvöðull og eigandi bílaframleiðandans Teslu, hefur háleitar hugmyndir um framtíð bílsins. Tesla vinnur nú hörðum höndum að því að þróa sjálfkeyrandi bíla og telur Musk að þeir verði komnir á markað innan skamms.„Ég myndi giska á að eftir tíu ár verði afar óvenjulegt fyrir bílaframleiðendur að framleiða bíla sem eru ekki sjálfkeyrandi að fullu,“ sagði Musk á ráðstefnu í Dubai í gær. Sagði hann einnig að samfélagið þyrfti að laga sig að þeirri hugmynd að á næstu árum yrði engin þörf á atvinnubílstjórum, sjálfkeyrandi bílar myndu að mestu leyti útrýma störfum þeirra. Tesla hefur að undanförnu þróað hugbúnað sem á að keyra sjálfkeyrandi bíla fyrirtækisins. Er hann að mestu leyti tilbúinn en í máli Musk kom fram að gera þyrfti fleiri tilraunir með hugbúnaðinn til þess að tryggja öryggi. Markmið Teslu væri að fyrir lok ársins gæti sjálfkeyrandi bíll ferðast yfir Bandaríkin þver og endilöng án aðstoðar. Leiða má líkur að því að ein helsta fyrirstaða þess að sjálfkeyrandi bílar nái fótfestu á markaði séu öryggismál. Erfitt geti reynst fyrir farþega sjálfkeyrandi bíla, sem vanir eru að stýra ferðinni, að venjast tilhugsuninni um að láta hugbúnað sjá um aksturinn. Í huga Musk er þetta ekki mikið vandamál en hann sér fyrir sér að sjálfkeyrandi bílar muni verða mjög öruggir. „Að ferðast í bíl verður eins og að fara í lyftu. Þú segir honum hvert þú vilt fara og hann kemur þér á áfangastað á eins öruggan hátt og hægt er.“ Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Elon Musk, frumkvöðull og eigandi bílaframleiðandans Teslu, hefur háleitar hugmyndir um framtíð bílsins. Tesla vinnur nú hörðum höndum að því að þróa sjálfkeyrandi bíla og telur Musk að þeir verði komnir á markað innan skamms.„Ég myndi giska á að eftir tíu ár verði afar óvenjulegt fyrir bílaframleiðendur að framleiða bíla sem eru ekki sjálfkeyrandi að fullu,“ sagði Musk á ráðstefnu í Dubai í gær. Sagði hann einnig að samfélagið þyrfti að laga sig að þeirri hugmynd að á næstu árum yrði engin þörf á atvinnubílstjórum, sjálfkeyrandi bílar myndu að mestu leyti útrýma störfum þeirra. Tesla hefur að undanförnu þróað hugbúnað sem á að keyra sjálfkeyrandi bíla fyrirtækisins. Er hann að mestu leyti tilbúinn en í máli Musk kom fram að gera þyrfti fleiri tilraunir með hugbúnaðinn til þess að tryggja öryggi. Markmið Teslu væri að fyrir lok ársins gæti sjálfkeyrandi bíll ferðast yfir Bandaríkin þver og endilöng án aðstoðar. Leiða má líkur að því að ein helsta fyrirstaða þess að sjálfkeyrandi bílar nái fótfestu á markaði séu öryggismál. Erfitt geti reynst fyrir farþega sjálfkeyrandi bíla, sem vanir eru að stýra ferðinni, að venjast tilhugsuninni um að láta hugbúnað sjá um aksturinn. Í huga Musk er þetta ekki mikið vandamál en hann sér fyrir sér að sjálfkeyrandi bílar muni verða mjög öruggir. „Að ferðast í bíl verður eins og að fara í lyftu. Þú segir honum hvert þú vilt fara og hann kemur þér á áfangastað á eins öruggan hátt og hægt er.“
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira