Twitter þaggar niður í þeim sem áreita Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. febrúar 2017 07:00 Twitter þaggar niður í þeim sem fyrirtækið telur áreita aðra. Nordicphotos/AFP Samskiptamiðillinn Twitter kemur nú í veg fyrir að tíst þeirra notenda sem Twitter telur áreita aðra notendur komist á flug. Er það gert með því að koma í veg fyrir að notendur sem ekki fylgja umræddum áreitandi notendum sjái tíst þeirra síðarnefndu. Skiptir þar engu máli hvort þeim tístum hafi verið endurtíst (e. retweeted). Tíst þar sem notandi sem hefur verið refsað minnist á annan notanda sjást ekki heldur. Notendur sem refsað hefur verið deildu í gær skjáskotum af tölvupósti sem þeir fengu frá Twitter um stefnubreytinguna. „Til þess að skapa öruggara umhverfi og tryggja frjálsa tjáningu notenda okkar höfum við ákveðið að takmarka aðgang þinn. Við höfum tekið eftir áreiti af þinni hálfu, þannig að eingöngu þeir sem fylgja þér munu sjá tíst þín í þann tíma sem tiltekinn er hér fyrir neðan,“ segir í tölvupósti til notanda sem þurfti að sæta refsingunni í tólf klukkustundir. Í tísti sínu um refsinguna sagði sá notandi að honum væri refsað fyrir að nota enska orðið „retard“ sem er niðrandi orð um fólk með þroskahömlun. Fjölmiðlar á borð við The Drudge Report, sem er á íhaldssamari væng stjórnmálanna, héldu því fram að Twitter væri með þessu að takmarka tjáningarfrelsi bandarískra íhaldsmanna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Samskiptamiðillinn Twitter kemur nú í veg fyrir að tíst þeirra notenda sem Twitter telur áreita aðra notendur komist á flug. Er það gert með því að koma í veg fyrir að notendur sem ekki fylgja umræddum áreitandi notendum sjái tíst þeirra síðarnefndu. Skiptir þar engu máli hvort þeim tístum hafi verið endurtíst (e. retweeted). Tíst þar sem notandi sem hefur verið refsað minnist á annan notanda sjást ekki heldur. Notendur sem refsað hefur verið deildu í gær skjáskotum af tölvupósti sem þeir fengu frá Twitter um stefnubreytinguna. „Til þess að skapa öruggara umhverfi og tryggja frjálsa tjáningu notenda okkar höfum við ákveðið að takmarka aðgang þinn. Við höfum tekið eftir áreiti af þinni hálfu, þannig að eingöngu þeir sem fylgja þér munu sjá tíst þín í þann tíma sem tiltekinn er hér fyrir neðan,“ segir í tölvupósti til notanda sem þurfti að sæta refsingunni í tólf klukkustundir. Í tísti sínu um refsinguna sagði sá notandi að honum væri refsað fyrir að nota enska orðið „retard“ sem er niðrandi orð um fólk með þroskahömlun. Fjölmiðlar á borð við The Drudge Report, sem er á íhaldssamari væng stjórnmálanna, héldu því fram að Twitter væri með þessu að takmarka tjáningarfrelsi bandarískra íhaldsmanna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira