Lars Lagerbäck nýr landsliðsþjálfari Noregs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2017 11:13 Lars Lagerbäck er hér hugsi á blaðamannafundi íslenska liðsins í Frakklandi í sumar. Vísir/Vilhelm Svíinn Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlalandsliðs Noregs í knattspyrnu. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá norska sambandinu í dag. Lars var þjálfari karlalandsliðs Íslands frá árinu 2011 þangað til síðastliðið sumar en síðasti leikurinn undir hans stjórn var 5-2 tapleikurinn gegn Frökkum sem markaði endinn á ótrúlegu EM-ævintýri strákanna okkar. Undir stjórn Lars og síðar Heimis Hallgrímssonar og þess sænska náði karlalandsliðið sínum langbesta árangri í sögunni. Liðið komst í umspilsleiki um sæti á HM í Brasilíu 2014 og tryggði sér svo sæti í úrslitakeppni EM í Frakklandi árið 2016. Þar fór liðið alla leið í átta liða úrslit þar sem Englendingar voru meðal annars sigraðir í sextán liða úrslitum. Tilkynnt var á blaðamannafundi hjá KSÍ í maí í fyrra, í aðdraganda EM, að Lars yrði ekki áfram þjálfari Íslands.Her er vår nye landslagssjef! pic.twitter.com/9iquL7376a— NorgesFotballforbund (@NFF_info) February 1, 2017 Getur náð því besta út úr liðum sínum„Við erum afar ánægðir með að geta kynnt Lars Lagerbäck til sögunnar sem næsta landsliðsþjálfara. Hann hefur sýnt bæði í undankeppnum og úrslitakeppnum að hann getur náð því besta út úr liðum sínum. Það er frábært að geta kynnt hann til leiks með sæti í lokakeppni næsta EM sem markmið,“ segir Terja Svendsen, forseti norska knattspyrnusambandsins. Norðmenn hafa leitað nýs þjálfara í tvo mánuði eða síðan Per-Mathias Høgmo hætti störfum 16. nóvember 2016 eftir brösugt gengi í undankeppni HM 2017. Síðan hafa margir verið orðaðir við stöðuna, meðal annars Nils Johan Semb, starfsmaður norska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfari Noregs frá 1998-2003.Uppbygging framundanNorska landsliðið í 84. sæti á heimslista FIFA og er næstneðst allra Norðurlandaþjóða. Liðið er tveimur sætum á eftir Færeyingum en en níu sætum á undan Finnlandi. Norðmenn reyndu fyrst að fá Ståle Solbakken, þjálfara FCK í Kaupmannahöfn en hann hafði ekki áhuga. Ole Gunnar Solskjær, þjálfara Molde, var boðið til viðræða um daginn en hann hafnaði einnig starfinu. Norska liðið er í sögulegri lægð rétt eins og það íslenska var þegar hann tók við því árið 2011. Noregur er með þrjú stig eftir fjóra leiki í undankeppni HM 2018, fjórum stigum frá mögulegu umspilssæti. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Sjá meira
Svíinn Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlalandsliðs Noregs í knattspyrnu. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá norska sambandinu í dag. Lars var þjálfari karlalandsliðs Íslands frá árinu 2011 þangað til síðastliðið sumar en síðasti leikurinn undir hans stjórn var 5-2 tapleikurinn gegn Frökkum sem markaði endinn á ótrúlegu EM-ævintýri strákanna okkar. Undir stjórn Lars og síðar Heimis Hallgrímssonar og þess sænska náði karlalandsliðið sínum langbesta árangri í sögunni. Liðið komst í umspilsleiki um sæti á HM í Brasilíu 2014 og tryggði sér svo sæti í úrslitakeppni EM í Frakklandi árið 2016. Þar fór liðið alla leið í átta liða úrslit þar sem Englendingar voru meðal annars sigraðir í sextán liða úrslitum. Tilkynnt var á blaðamannafundi hjá KSÍ í maí í fyrra, í aðdraganda EM, að Lars yrði ekki áfram þjálfari Íslands.Her er vår nye landslagssjef! pic.twitter.com/9iquL7376a— NorgesFotballforbund (@NFF_info) February 1, 2017 Getur náð því besta út úr liðum sínum„Við erum afar ánægðir með að geta kynnt Lars Lagerbäck til sögunnar sem næsta landsliðsþjálfara. Hann hefur sýnt bæði í undankeppnum og úrslitakeppnum að hann getur náð því besta út úr liðum sínum. Það er frábært að geta kynnt hann til leiks með sæti í lokakeppni næsta EM sem markmið,“ segir Terja Svendsen, forseti norska knattspyrnusambandsins. Norðmenn hafa leitað nýs þjálfara í tvo mánuði eða síðan Per-Mathias Høgmo hætti störfum 16. nóvember 2016 eftir brösugt gengi í undankeppni HM 2017. Síðan hafa margir verið orðaðir við stöðuna, meðal annars Nils Johan Semb, starfsmaður norska knattspyrnusambandsins og landsliðsþjálfari Noregs frá 1998-2003.Uppbygging framundanNorska landsliðið í 84. sæti á heimslista FIFA og er næstneðst allra Norðurlandaþjóða. Liðið er tveimur sætum á eftir Færeyingum en en níu sætum á undan Finnlandi. Norðmenn reyndu fyrst að fá Ståle Solbakken, þjálfara FCK í Kaupmannahöfn en hann hafði ekki áhuga. Ole Gunnar Solskjær, þjálfara Molde, var boðið til viðræða um daginn en hann hafnaði einnig starfinu. Norska liðið er í sögulegri lægð rétt eins og það íslenska var þegar hann tók við því árið 2011. Noregur er með þrjú stig eftir fjóra leiki í undankeppni HM 2018, fjórum stigum frá mögulegu umspilssæti.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Sjá meira