Breytingar á Pepsi-mörkunum: Nýjar áherslur, nýir menn og nýr auka þáttur Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2017 09:45 Logi Ólafsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Hjörvar Hafliðason og Hörður Magnússon verða fastagestir á skjánum í Pepsi-mörkunum í sumar. vísir/eyþór Pepsi-mörkin hefja sitt tíunda starfsár þegar Pepsi-deild karla fer af stað í lok apríl en þátturinn hefur verið á dagskrá í núverandi formi síðan sumarið 2008. Eins og alltaf verða öll mörkin og öll atvik hverrar umferðar sýnd en í ár verða ákveðnar áherslubreytingar á þættinum og nýr þáttur kynntur til sögunnar. Þátturinn verður eins og alltaf á dagskrá eftir að síðasta leik hverrar umferðar lýkur en um 70 leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í sumar.FH-ingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar.Vísir/Þórdís IngaÓskar Hrafn snýr afturHörður Magnússon stýrir áfram Pepsi-mörkunum eins og hann hefur gert undanfarin sex ár. Sérfræðingar ársins verða Hjörvar Hafliðason, Logi Ólafsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.Hjörvar Hafliðason hefur verið stór hluti af Pepsi-mörkunum síðan 2011 og verið leiðandi í fótboltaumfjöllun í sjónvarpi frá því hann skaust fram á sjónarsviðið árið 2009. Hann spilaði með KR, Val og Breiðabliki á sínum leikmannaferli.Logi Ólafsson kom inn í Pepsi-mörkin í fyrra og vakti mikla lukku en hann á glæstan þjálfaraferil að baki. Hann gerði bæði Víking og ÍA að Íslandsmeisturum auk þess sem hann hefur þjálfað bæði kvenna- og karlalandslið Íslands.Óskar Hrafn Þorvaldsson er fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta sem hefur um langa hríð starfað sem blaðamaður og fréttastjóri. Hann snýr nú aftur í umfjöllun um íslenska boltann eftir nokkurra ára hlé.Hvað gera KR-ingar og Eyjamenn í sumar?Vísir/VilhelmStytting og nýr þáttur Pepsi-mörkin hafa undanfarin ár verið 100 mínútur að lengd en verða í ár 80 mínútur án auglýsingahlés. Umræðan og umfjöllunin verður snarpari og skarpari en farið verður faglega yfir alla leiki eins og alltaf og ekkert dregið undan. Fleiri verðlaunaflokkar verða í hverjum þætti en auk þess að veita verðlaun fyrir besta leikmann umferðarinnar verður einnig valið lið umferðarinnar svo dæmi sé tekið. Mörk mánaðarins verða valin í samstarfi við Vísi sem og leikmaður mánaðarins. Þrátt fyrir styttingu á Pepsi-mörkunum sjálfum verða þeir sem vilja sínar 100 mínútur af umfjöllun um Pepsi-deildina ekki sviknir því nýr þáttur tengdur Pepsi-mörkunum hefur göngu sína í sumar. Nýi þátturinn verður 20 mínútur og hefst beint á eftir Pepsi-mörkunum. Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson verður fastagestur í þættinum þar sem farið verður farið enn frekar yfir hverja umferð og kafað dýpra ofan í málin. Sá þáttur verður líka á léttu nótunum og umræðan á samfélagsmiðlun mikið skoðuð og notuð. Leikmenn og þjálfarar í deildinni auk dómara og fleiri sem tengjast boltanum verða fengnir sem gestir í þennan nýja þátt til að stækka umræðuna og skoða deildina fá fleiri vinklum.Dagskráin á venjulegu Pepsi-deildar kvöldi Stöð 2 Sport HD:19.40 Upphitun fyrir sjónvarpsleik20.00 Sjónvarpsleikurinn22.00 Pepsi-mörkin23.20 Auglýsingar23.25 Nýi 20 mínútna þátturinn23.45 Dagskrá lokið Pepsi Max-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Pepsi-mörkin hefja sitt tíunda starfsár þegar Pepsi-deild karla fer af stað í lok apríl en þátturinn hefur verið á dagskrá í núverandi formi síðan sumarið 2008. Eins og alltaf verða öll mörkin og öll atvik hverrar umferðar sýnd en í ár verða ákveðnar áherslubreytingar á þættinum og nýr þáttur kynntur til sögunnar. Þátturinn verður eins og alltaf á dagskrá eftir að síðasta leik hverrar umferðar lýkur en um 70 leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í sumar.FH-ingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar.Vísir/Þórdís IngaÓskar Hrafn snýr afturHörður Magnússon stýrir áfram Pepsi-mörkunum eins og hann hefur gert undanfarin sex ár. Sérfræðingar ársins verða Hjörvar Hafliðason, Logi Ólafsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.Hjörvar Hafliðason hefur verið stór hluti af Pepsi-mörkunum síðan 2011 og verið leiðandi í fótboltaumfjöllun í sjónvarpi frá því hann skaust fram á sjónarsviðið árið 2009. Hann spilaði með KR, Val og Breiðabliki á sínum leikmannaferli.Logi Ólafsson kom inn í Pepsi-mörkin í fyrra og vakti mikla lukku en hann á glæstan þjálfaraferil að baki. Hann gerði bæði Víking og ÍA að Íslandsmeisturum auk þess sem hann hefur þjálfað bæði kvenna- og karlalandslið Íslands.Óskar Hrafn Þorvaldsson er fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta sem hefur um langa hríð starfað sem blaðamaður og fréttastjóri. Hann snýr nú aftur í umfjöllun um íslenska boltann eftir nokkurra ára hlé.Hvað gera KR-ingar og Eyjamenn í sumar?Vísir/VilhelmStytting og nýr þáttur Pepsi-mörkin hafa undanfarin ár verið 100 mínútur að lengd en verða í ár 80 mínútur án auglýsingahlés. Umræðan og umfjöllunin verður snarpari og skarpari en farið verður faglega yfir alla leiki eins og alltaf og ekkert dregið undan. Fleiri verðlaunaflokkar verða í hverjum þætti en auk þess að veita verðlaun fyrir besta leikmann umferðarinnar verður einnig valið lið umferðarinnar svo dæmi sé tekið. Mörk mánaðarins verða valin í samstarfi við Vísi sem og leikmaður mánaðarins. Þrátt fyrir styttingu á Pepsi-mörkunum sjálfum verða þeir sem vilja sínar 100 mínútur af umfjöllun um Pepsi-deildina ekki sviknir því nýr þáttur tengdur Pepsi-mörkunum hefur göngu sína í sumar. Nýi þátturinn verður 20 mínútur og hefst beint á eftir Pepsi-mörkunum. Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson verður fastagestur í þættinum þar sem farið verður farið enn frekar yfir hverja umferð og kafað dýpra ofan í málin. Sá þáttur verður líka á léttu nótunum og umræðan á samfélagsmiðlun mikið skoðuð og notuð. Leikmenn og þjálfarar í deildinni auk dómara og fleiri sem tengjast boltanum verða fengnir sem gestir í þennan nýja þátt til að stækka umræðuna og skoða deildina fá fleiri vinklum.Dagskráin á venjulegu Pepsi-deildar kvöldi Stöð 2 Sport HD:19.40 Upphitun fyrir sjónvarpsleik20.00 Sjónvarpsleikurinn22.00 Pepsi-mörkin23.20 Auglýsingar23.25 Nýi 20 mínútna þátturinn23.45 Dagskrá lokið
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira