Lungun orðin risastór Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2017 07:00 Aníta Hinriksdóttir kemur hér í mark á nýju Íslandsmeti. Vísir/Hann Aníta Hinriksdóttir bætti Íslandsmetið í 800 metra hlaupi kvenna innanhúss í sjöunda sinn á laugardaginn en hún stóðst pressuna sem var sett á hana en hlaup Anítu var hápunkturinn á Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Aníta eignaðist Íslandsmetið í 800 metra hlaupi innanhúss fyrir rétt rúmum fimm árum þegar hún sló tæplega 35 ára met Lilju Guðmundsdóttur. Lilja hljóp á 2:09,72 mínútum árið 1977 en Aníta var þarna strax búin að bæta metið um næstum því fjórar sekúndur. Nú fimm árum síðar hefur hún skafið aðrar fjórar sekúndur af metinu. Aníta hljóp á 2:01,18 mínútum um helgina. Hún var búin að bæta þetta met 2012, 2013, 2014 og 2015 en nú voru að verða tvö ár síðan hún bætti það síðast. Sigurbjörn Árni Arngrímsson lýsti hlaupinu ekki bara í sjónvarpinu heldur líka í hátalarakerfi Laugardalshallarinnar. Það leit ekki út fyrir að þetta væri methlaup í byrjun. Kannski má segja sem svo að lýsing Sigurbjörns Árna hafi hreinlega kveikt í Anítu því hún átti frábæran endasprett í hlaupinu. „Þetta er svona í það rólegasta kannski en sjáum hvað gerist,“ lýsti Sigurbjörn Árni en svo fór íslenska hlaupadrottningin af stað. „Aníta er komin á fleygiferð og sjáum til hvað hún gerir hér. Hedda Hynne fylgir henni eftir og virðist vera sú eina sem á einhvern möguleika í hana, sagði Sigurbjörn Árni og var kominn á fullt eins og hlaupararnir. „Þvílíkir seinni 400 metrar. Þær áttu aldrei séns, þvílíkt hlaup hjá Anítu Hinriksdóttur,“ sagði Sigurbjörn og allir í salnum gátu tekið undir það. Aníta var ánægð í sjónvarpsviðtali strax eftir hlaupið. „Það er pressa að vera á heimavelli en ég var ánægð með hvernig ég tæklaði það.Það kom hrikalegur andi með heimaáhorfendunum. Þetta var jafnt hlaup en ég var sérstaklega ánægð með síðasta hringinn. Það hefur stundum verið minn akkillesarhæll,“ sagði Aníta í viðtali í útsendingu Sjónvarpsins frá mótinu en Aníta lítur vel út eftir æfingaferðina til Suður-Afríku. „Það hefur gengið mjög vel að æfa. Þetta hefur verið öðruvísi uppbygging eins og við var að búast. Við erum meira í þoli núna og grunn fyrir sumarið. Það er minna af þessum hrikalega erfiðu innanhússæfingum. Ég er búin að vera í háfjallaþjálfun þannig að lungun eru vonandi orðin risastór,“ sagði Aníta. Hún er á leiðinni í EM í Belgrad og verður ekki sú eina því Arna Stefanía Guðmundsdóttir náði lágmarkinu í 400 metra hlaupi á mótinu. „Það er snilld að fá Örnu Stefaníu með á EM. Við erum vanar að vera saman í herbergi og gerum hvorri annarri mjög gott,“ sagði Aníta. EM í Belgrad fer fram 3. til 5. mars. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir bætti Íslandsmetið í 800 metra hlaupi kvenna innanhúss í sjöunda sinn á laugardaginn en hún stóðst pressuna sem var sett á hana en hlaup Anítu var hápunkturinn á Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Aníta eignaðist Íslandsmetið í 800 metra hlaupi innanhúss fyrir rétt rúmum fimm árum þegar hún sló tæplega 35 ára met Lilju Guðmundsdóttur. Lilja hljóp á 2:09,72 mínútum árið 1977 en Aníta var þarna strax búin að bæta metið um næstum því fjórar sekúndur. Nú fimm árum síðar hefur hún skafið aðrar fjórar sekúndur af metinu. Aníta hljóp á 2:01,18 mínútum um helgina. Hún var búin að bæta þetta met 2012, 2013, 2014 og 2015 en nú voru að verða tvö ár síðan hún bætti það síðast. Sigurbjörn Árni Arngrímsson lýsti hlaupinu ekki bara í sjónvarpinu heldur líka í hátalarakerfi Laugardalshallarinnar. Það leit ekki út fyrir að þetta væri methlaup í byrjun. Kannski má segja sem svo að lýsing Sigurbjörns Árna hafi hreinlega kveikt í Anítu því hún átti frábæran endasprett í hlaupinu. „Þetta er svona í það rólegasta kannski en sjáum hvað gerist,“ lýsti Sigurbjörn Árni en svo fór íslenska hlaupadrottningin af stað. „Aníta er komin á fleygiferð og sjáum til hvað hún gerir hér. Hedda Hynne fylgir henni eftir og virðist vera sú eina sem á einhvern möguleika í hana, sagði Sigurbjörn Árni og var kominn á fullt eins og hlaupararnir. „Þvílíkir seinni 400 metrar. Þær áttu aldrei séns, þvílíkt hlaup hjá Anítu Hinriksdóttur,“ sagði Sigurbjörn og allir í salnum gátu tekið undir það. Aníta var ánægð í sjónvarpsviðtali strax eftir hlaupið. „Það er pressa að vera á heimavelli en ég var ánægð með hvernig ég tæklaði það.Það kom hrikalegur andi með heimaáhorfendunum. Þetta var jafnt hlaup en ég var sérstaklega ánægð með síðasta hringinn. Það hefur stundum verið minn akkillesarhæll,“ sagði Aníta í viðtali í útsendingu Sjónvarpsins frá mótinu en Aníta lítur vel út eftir æfingaferðina til Suður-Afríku. „Það hefur gengið mjög vel að æfa. Þetta hefur verið öðruvísi uppbygging eins og við var að búast. Við erum meira í þoli núna og grunn fyrir sumarið. Það er minna af þessum hrikalega erfiðu innanhússæfingum. Ég er búin að vera í háfjallaþjálfun þannig að lungun eru vonandi orðin risastór,“ sagði Aníta. Hún er á leiðinni í EM í Belgrad og verður ekki sú eina því Arna Stefanía Guðmundsdóttir náði lágmarkinu í 400 metra hlaupi á mótinu. „Það er snilld að fá Örnu Stefaníu með á EM. Við erum vanar að vera saman í herbergi og gerum hvorri annarri mjög gott,“ sagði Aníta. EM í Belgrad fer fram 3. til 5. mars.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Sjá meira