NBA: Engin þrenna en nóg af hetjudáðum hjá Westbrook | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2017 08:30 Russell Westbrook fór á kostum á lokakaflanum þegar Oklahoma City Thunder landaði sigri í spennuleik á móti Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics vann sinn sjöunda leik í röð og áhorfendur í Boston Garden fengu smá eftirrétt í lokin þegar Paul Pierce kvaddi Boston með þristi á síðustu sekúndunum. Þetta var rólegt kvöld í NBA-deildinni enda menn í deildinni ekki að fara í samkeppni við ameríska fótboltann á Super Bowl kvöldi. Það voru engu að síður þrír áhugaverðir leikir í NBA.Russell Westbrook skoraði 19 af 42 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Oklahoma City Thunder vann 105-99 sigur á Portland Trail Blazers. Þetta var í áttunda sinn sem kappinn skorar 40 stig í leik á tímabilinu en hann var langt frá þrennunni með „bara“ fjögur fráköst og átta stoðsendingar. Victor Oladipo tók eflaust mikið af fráköstunum hans en skotbakvörðurinn endaði með 24 stig og 13 fráköst. Andre Roberson var með 14 stig og 11 fráköst og Steven Adams tók 13 fráköst og skoraði 7 stig. Þrír hjá OKC með 11 fráköst eða fleiri og því ekki mikið af fráköstum eftir fyrir Russell Westbrook. Damian Lillard skoraði 29 stig fyrir Portland og C.J. McCollum var með 19 stig. Portland-liðið var sex stigum yfir í hálfleik, 52-46, en Oklahoma City snéri leiknum við í þriðja leikhluta og vann svo lokaleikhlutann 34-26. Russell Westbrook náði ekki þrennunni en það gerði aftur á móti Kyle Lowry í 103-95 sigri Toronto Raptors á Brooklyn Nets. Lowry var með 15 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar þrátt fyrir að glíma bæði við veikindi og meiðsli. Toronto-liðið var búið að tapa tveimur leikjum í röð og átta af síðustu tíu og sigurinn því lífsnauðsynlegur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni austan megin.Isaiah Thomas skoraði 28 stig í sjöunda sigri Boston Celtics í röð en liðið vann þá 107-102 sigur á Los Angeles Clippers. Al Horford var með 13 stig og 15 fráköst og þeir Amir Johnson, Marcus Smart og Kelly Olynyk skoruðu líka allir 13 stig fyrir Boston. Blake Griffin og Jamal Crawford voru báðir með 23 stig hjá Clippers. Paul Pierce, fyrrum hetjuleikmaður Boston og núverandi aukaleikari hjá Los Angeles Clippers, fékk heiðursskiptingu inná völlinn í lokin og setti þá niður þrist. Þetta var síðasti leikur hans í Boston Garden en hann mun leggja skóna á hilluna í vor. Áhorfendur í Boston Garden kölluðu eftir Pierce og Doc Rivers, fyrrum þjálfari Boston og núverandi þjálfari Los Angeles Clippers, lét loksins undan 19 sekúndum fyrir leikslok. Pierce fékk ekki margar sekúndur en fékk opið þriggja stiga skot sem hann setti niður við mikinn fögnuð stuðningsmanna Boston Celtics þó að hann væri að skora á móti þeirra liði.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 105-99 Boston Celtics - Los Angeles Clippers 107-102 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 95-103 NBA Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Sjá meira
Russell Westbrook fór á kostum á lokakaflanum þegar Oklahoma City Thunder landaði sigri í spennuleik á móti Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics vann sinn sjöunda leik í röð og áhorfendur í Boston Garden fengu smá eftirrétt í lokin þegar Paul Pierce kvaddi Boston með þristi á síðustu sekúndunum. Þetta var rólegt kvöld í NBA-deildinni enda menn í deildinni ekki að fara í samkeppni við ameríska fótboltann á Super Bowl kvöldi. Það voru engu að síður þrír áhugaverðir leikir í NBA.Russell Westbrook skoraði 19 af 42 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Oklahoma City Thunder vann 105-99 sigur á Portland Trail Blazers. Þetta var í áttunda sinn sem kappinn skorar 40 stig í leik á tímabilinu en hann var langt frá þrennunni með „bara“ fjögur fráköst og átta stoðsendingar. Victor Oladipo tók eflaust mikið af fráköstunum hans en skotbakvörðurinn endaði með 24 stig og 13 fráköst. Andre Roberson var með 14 stig og 11 fráköst og Steven Adams tók 13 fráköst og skoraði 7 stig. Þrír hjá OKC með 11 fráköst eða fleiri og því ekki mikið af fráköstum eftir fyrir Russell Westbrook. Damian Lillard skoraði 29 stig fyrir Portland og C.J. McCollum var með 19 stig. Portland-liðið var sex stigum yfir í hálfleik, 52-46, en Oklahoma City snéri leiknum við í þriðja leikhluta og vann svo lokaleikhlutann 34-26. Russell Westbrook náði ekki þrennunni en það gerði aftur á móti Kyle Lowry í 103-95 sigri Toronto Raptors á Brooklyn Nets. Lowry var með 15 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar þrátt fyrir að glíma bæði við veikindi og meiðsli. Toronto-liðið var búið að tapa tveimur leikjum í röð og átta af síðustu tíu og sigurinn því lífsnauðsynlegur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni austan megin.Isaiah Thomas skoraði 28 stig í sjöunda sigri Boston Celtics í röð en liðið vann þá 107-102 sigur á Los Angeles Clippers. Al Horford var með 13 stig og 15 fráköst og þeir Amir Johnson, Marcus Smart og Kelly Olynyk skoruðu líka allir 13 stig fyrir Boston. Blake Griffin og Jamal Crawford voru báðir með 23 stig hjá Clippers. Paul Pierce, fyrrum hetjuleikmaður Boston og núverandi aukaleikari hjá Los Angeles Clippers, fékk heiðursskiptingu inná völlinn í lokin og setti þá niður þrist. Þetta var síðasti leikur hans í Boston Garden en hann mun leggja skóna á hilluna í vor. Áhorfendur í Boston Garden kölluðu eftir Pierce og Doc Rivers, fyrrum þjálfari Boston og núverandi þjálfari Los Angeles Clippers, lét loksins undan 19 sekúndum fyrir leikslok. Pierce fékk ekki margar sekúndur en fékk opið þriggja stiga skot sem hann setti niður við mikinn fögnuð stuðningsmanna Boston Celtics þó að hann væri að skora á móti þeirra liði.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 105-99 Boston Celtics - Los Angeles Clippers 107-102 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 95-103
NBA Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Sjá meira