Pizza Hut dró bandaríska móðurfélagið niður Haraldur Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2017 15:15 Sala á veitingastöðum Pizza Hut var undir væntingum á síðustu þremur mánuðum 2016. Mynd/Wikipedia Velta bandaríska skyndibitarisans Yum Brands, eiganda KFC, Taco Bell og Pizza Hut, var undir væntingum á fjórða ársfjórðungi 2016 vegna þess að færri borðuðu þá á Pizza Hut en spár gerðu ráð fyrir. Sala á vörum KFC og Taco Bell jókst um þrjú prósent en tölur Pizza Hut fóru niður um tvö prósent. Við árslok 2016 hafði heildarsala veitingastaða Yum Brands, það er þeirra sem höfðu verið opnir í að minnsta kosti eitt ár, aukist um eitt prósent á fjórða ársfjörðungi en í spám sérfræðinga hjá Consensus Metrix var reiknað með 2,1 prósenta aukningu. Tekjur skyndibitarisans námu 2,02 milljörðum Bandaríkjadala sem er aukning um tvö prósent milli ára. „KFC og Taco Bell náðu tiltölulega góðum árangri í desember þrátt fyrir erfiðar aðstæður innan greinarinnar í Bandaríkjunum,“ er haft eftir David Gibbs, fjármálastjóra Yum Brands, í frétt Reuters um uppgjörið. Aðstæðurnar sem Gibbs vísar til tengist aukinni samkeppni frá kjörbúðum, stórmörkuðum og fyrirtækjum sem framleiða og senda máltíðarpakka heim að dyrum eins og Blue Apron og Chefd. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Velta bandaríska skyndibitarisans Yum Brands, eiganda KFC, Taco Bell og Pizza Hut, var undir væntingum á fjórða ársfjórðungi 2016 vegna þess að færri borðuðu þá á Pizza Hut en spár gerðu ráð fyrir. Sala á vörum KFC og Taco Bell jókst um þrjú prósent en tölur Pizza Hut fóru niður um tvö prósent. Við árslok 2016 hafði heildarsala veitingastaða Yum Brands, það er þeirra sem höfðu verið opnir í að minnsta kosti eitt ár, aukist um eitt prósent á fjórða ársfjörðungi en í spám sérfræðinga hjá Consensus Metrix var reiknað með 2,1 prósenta aukningu. Tekjur skyndibitarisans námu 2,02 milljörðum Bandaríkjadala sem er aukning um tvö prósent milli ára. „KFC og Taco Bell náðu tiltölulega góðum árangri í desember þrátt fyrir erfiðar aðstæður innan greinarinnar í Bandaríkjunum,“ er haft eftir David Gibbs, fjármálastjóra Yum Brands, í frétt Reuters um uppgjörið. Aðstæðurnar sem Gibbs vísar til tengist aukinni samkeppni frá kjörbúðum, stórmörkuðum og fyrirtækjum sem framleiða og senda máltíðarpakka heim að dyrum eins og Blue Apron og Chefd.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira