Ólafía Þórunn: Upphafshöggin voru lengri í dag en fyrir nokkrum vikum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2017 19:17 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði góða hluti á fyrsta hringnum á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag. Ólafía lék hringinn á 71 höggi, eða tveimur höggum undir pari. Hún er sem stendur í 21. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. „Mér líður mjög vel og þar var virkilega gaman að spila í dag,“ sagði Ólafía í samtali við golf.is eftir að hún kláraði hringinn í dag. Ólafía var í ráshópi með Cheyenne Woods og Natalie Gulbis og sló fyrsta högg. Hún segir að hjartað hafi slegið ört fyrir upphafshöggið. „Gaurinn sem var að ræsa okkur út sagði að það væru svona tvær mínútur í það að ég ætti að slá. Hann hafði varla lokið við að segja þetta þegar hann kallaði mig upp, þetta voru svona 30 sekúndur, ég var því ekki alveg tilbúin,“ sagði Ólafía. „Það fór aðeins til vinstri en var allt í lagi og ég fékk par. Ég var að leika svipað golf í dag og á úrtökumótinu fyrir LPGA. Hitti mikið af brautum í upphafshöggunum, margar flatir í tilætluðum höggafjölda og púttaði vel. Upphafshöggin voru mjög góð og ég fann einhvern takt á hringnum sem ég hef ekki verið með lengi. Upphafshöggin voru mun lengri í dag en fyrir nokkrum vikum, og það var ánægjulegt.“ Ólafía og Cheyenne Woods, frænka Tigers, þekkjast vel en þær voru saman í Wake Forest háskólanum á sínum tíma. „Tíminn flaug í dag, við Cheyenne vorum að rifja upp gamlar minningar úr skólanum, hvernig við vorum að stríða þjálfaranum okkar, og allskonar sögur sagðar. Natalie Gulbis var líka frábær, skemmtilegur kylfingur, og það var virkilega gaman að fá að leika með henni,“ sagði Ólafía. Hún ætlar að fara eftir sömu leikáætlun á morgun. „Ég fer í þetta mót eins og úrtökumótið. Er ekki með miklar væntingar, reyni bara að fá eins mörg pör og hægt er, það er geggjað ef fuglarnir koma og ég mun fá einhverja skolla. Þetta er planið mitt og ekkert flókið við það,“ sagði Ólafía sem hefur leik klukkan 17:37 á morgun. Golf Tengdar fréttir Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék einkar vel á fyrsta degi Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. 26. janúar 2017 18:15 Sjáðu Ólafíu stíga sín fyrstu spor á LPGA Ólafía Þórunn kynnt til leiks í fyrsta sinn á LPGA-mótaröðinni og hennar fyrstu högg á myndbandi. 26. janúar 2017 16:30 Vil mjólka það að ég sé frá Íslandi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir brýtur í dag blað í sögu íslensks golfs er hún verður fyrsti íslenski kvenkylfingurinn sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi. Mótið fer fram á Bahama-eyjum. 26. janúar 2017 06:00 Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði góða hluti á fyrsta hringnum á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag. Ólafía lék hringinn á 71 höggi, eða tveimur höggum undir pari. Hún er sem stendur í 21. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. „Mér líður mjög vel og þar var virkilega gaman að spila í dag,“ sagði Ólafía í samtali við golf.is eftir að hún kláraði hringinn í dag. Ólafía var í ráshópi með Cheyenne Woods og Natalie Gulbis og sló fyrsta högg. Hún segir að hjartað hafi slegið ört fyrir upphafshöggið. „Gaurinn sem var að ræsa okkur út sagði að það væru svona tvær mínútur í það að ég ætti að slá. Hann hafði varla lokið við að segja þetta þegar hann kallaði mig upp, þetta voru svona 30 sekúndur, ég var því ekki alveg tilbúin,“ sagði Ólafía. „Það fór aðeins til vinstri en var allt í lagi og ég fékk par. Ég var að leika svipað golf í dag og á úrtökumótinu fyrir LPGA. Hitti mikið af brautum í upphafshöggunum, margar flatir í tilætluðum höggafjölda og púttaði vel. Upphafshöggin voru mjög góð og ég fann einhvern takt á hringnum sem ég hef ekki verið með lengi. Upphafshöggin voru mun lengri í dag en fyrir nokkrum vikum, og það var ánægjulegt.“ Ólafía og Cheyenne Woods, frænka Tigers, þekkjast vel en þær voru saman í Wake Forest háskólanum á sínum tíma. „Tíminn flaug í dag, við Cheyenne vorum að rifja upp gamlar minningar úr skólanum, hvernig við vorum að stríða þjálfaranum okkar, og allskonar sögur sagðar. Natalie Gulbis var líka frábær, skemmtilegur kylfingur, og það var virkilega gaman að fá að leika með henni,“ sagði Ólafía. Hún ætlar að fara eftir sömu leikáætlun á morgun. „Ég fer í þetta mót eins og úrtökumótið. Er ekki með miklar væntingar, reyni bara að fá eins mörg pör og hægt er, það er geggjað ef fuglarnir koma og ég mun fá einhverja skolla. Þetta er planið mitt og ekkert flókið við það,“ sagði Ólafía sem hefur leik klukkan 17:37 á morgun.
Golf Tengdar fréttir Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék einkar vel á fyrsta degi Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. 26. janúar 2017 18:15 Sjáðu Ólafíu stíga sín fyrstu spor á LPGA Ólafía Þórunn kynnt til leiks í fyrsta sinn á LPGA-mótaröðinni og hennar fyrstu högg á myndbandi. 26. janúar 2017 16:30 Vil mjólka það að ég sé frá Íslandi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir brýtur í dag blað í sögu íslensks golfs er hún verður fyrsti íslenski kvenkylfingurinn sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi. Mótið fer fram á Bahama-eyjum. 26. janúar 2017 06:00 Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Sjá meira
Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék einkar vel á fyrsta degi Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. 26. janúar 2017 18:15
Sjáðu Ólafíu stíga sín fyrstu spor á LPGA Ólafía Þórunn kynnt til leiks í fyrsta sinn á LPGA-mótaröðinni og hennar fyrstu högg á myndbandi. 26. janúar 2017 16:30
Vil mjólka það að ég sé frá Íslandi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir brýtur í dag blað í sögu íslensks golfs er hún verður fyrsti íslenski kvenkylfingurinn sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi. Mótið fer fram á Bahama-eyjum. 26. janúar 2017 06:00
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn