„Ekki full vinna að æfa í tvo tíma á dag“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2017 09:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson og frá leik í Pepsi-deild karla. Vísir Óskar Hrafn Þorvaldsson, fjölmiðlamaður og knattspyrnuþjálfari, er ekki ánægður með viðhorf og vinnuframlag þeirra leikmanna á Íslandi sem þiggja há laun fyrir sína vinnu. Hann var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni um laun knattspyrnumanna og fór um víðan völl. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Þegar talið berst að knattspyrnumönnum á Íslandi segir Óskar Hrafn að bestu liðin á Íslandi, sem borgi bestu launin, geti og eigi að gera mun meiri kröfur á sína leikmenn en þeir gera í dag. Hann segir að munurinn á bestu liðunum á Íslandi og í nágrannalöndunum, líkt og í Noregi, eigi ekki að vera jafn mikill og hann hefur verið.Menn leggja ekki nógu mikið á sig „Ég fékk sjokk þegar ég sá KR spila við Rosenborg sumarið 2015,“ sagði Óskar Hrafn í viðtalinu. „Þar kom besta lið Noregs en Rosenborg hefur oft verið með betra lið á síðustu 20 árum en þá. En þeir voru einfaldlega á allt öðrum stað hvað varðar líkamlega þáttinn,“ segir hann. „Munurinn var geigvænlegur. Hann var óþægilega mikill fyrir mitt leyti. Af hverju er það? Sennilega sinnum við ekki styrktarþjálfun nógu vel í yngri flokkum, sem ég held reyndar að breytast í dag.“ „Ég held að menn leggi ekki nógu mikið á sig í meistaraflokki. Menn taka lyftingar ekki nógu alvarlega. Menn mæta of mikið í ræktina bara til að mæta í ræktina.“Fær borgað og æfir eins og atvinnumaður Hann lofaði Gary Martin sérstaklega sem hann segir æfa almennt meira en aðrir leikmenn á Íslandi. Martin er nú líklega á leið til Lokeren í Belgíu en hann fór sem lánsmaður til Lilleström í Noregi á síðasta tímabili. „Hann fær borgað eins og atvinnumaður og æfir eins og atvinnumaður. Hann æfir tvisvar á dag. Hann er að vinna sem fótboltamaður“ Óskar Hrafn hefur gagnrýnt laun íslenskra fótboltamanana, sérstaklega þar sem þeir fá margir greitt eins og þeir væru í fullri vinnu sem fótboltamenn. „En það eru engar kvaðir á þá. Ég held að félögin þurfi að vakna. Ef félög ætla að borga leikmönnum 700 þúsund krónur á mánuði þá eiga þau heimtingu á því að þeir mæti klukkan níu á morgnana. Að þeir fari í ræktina, út á völl og ef það er ekkert að gera að þeir þjálfi þá yngstu flokkana. Að menn séu bara í vinnunni.“ „Þetta eru ekki bara tveir tímar á dag. Það er ekki full vinna. Ef menn sinna þessu almennilega þá verða þeir kannski betri.“ Hann segir að félög á Íslandi kaupi ekki leikmenn til að auka treyjusölu eða miðasölu. Þau fái leikmenn sem hjálpi liðinu að ná árangri og afla tekna. „Besta leiðin til þess er að æfa mikið. Félög eiga að fá meira fyrir fjárfestinguna. Það er alltaf val hvað þú vilt borga fyrir leikmann.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, fjölmiðlamaður og knattspyrnuþjálfari, er ekki ánægður með viðhorf og vinnuframlag þeirra leikmanna á Íslandi sem þiggja há laun fyrir sína vinnu. Hann var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni um laun knattspyrnumanna og fór um víðan völl. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Þegar talið berst að knattspyrnumönnum á Íslandi segir Óskar Hrafn að bestu liðin á Íslandi, sem borgi bestu launin, geti og eigi að gera mun meiri kröfur á sína leikmenn en þeir gera í dag. Hann segir að munurinn á bestu liðunum á Íslandi og í nágrannalöndunum, líkt og í Noregi, eigi ekki að vera jafn mikill og hann hefur verið.Menn leggja ekki nógu mikið á sig „Ég fékk sjokk þegar ég sá KR spila við Rosenborg sumarið 2015,“ sagði Óskar Hrafn í viðtalinu. „Þar kom besta lið Noregs en Rosenborg hefur oft verið með betra lið á síðustu 20 árum en þá. En þeir voru einfaldlega á allt öðrum stað hvað varðar líkamlega þáttinn,“ segir hann. „Munurinn var geigvænlegur. Hann var óþægilega mikill fyrir mitt leyti. Af hverju er það? Sennilega sinnum við ekki styrktarþjálfun nógu vel í yngri flokkum, sem ég held reyndar að breytast í dag.“ „Ég held að menn leggi ekki nógu mikið á sig í meistaraflokki. Menn taka lyftingar ekki nógu alvarlega. Menn mæta of mikið í ræktina bara til að mæta í ræktina.“Fær borgað og æfir eins og atvinnumaður Hann lofaði Gary Martin sérstaklega sem hann segir æfa almennt meira en aðrir leikmenn á Íslandi. Martin er nú líklega á leið til Lokeren í Belgíu en hann fór sem lánsmaður til Lilleström í Noregi á síðasta tímabili. „Hann fær borgað eins og atvinnumaður og æfir eins og atvinnumaður. Hann æfir tvisvar á dag. Hann er að vinna sem fótboltamaður“ Óskar Hrafn hefur gagnrýnt laun íslenskra fótboltamanana, sérstaklega þar sem þeir fá margir greitt eins og þeir væru í fullri vinnu sem fótboltamenn. „En það eru engar kvaðir á þá. Ég held að félögin þurfi að vakna. Ef félög ætla að borga leikmönnum 700 þúsund krónur á mánuði þá eiga þau heimtingu á því að þeir mæti klukkan níu á morgnana. Að þeir fari í ræktina, út á völl og ef það er ekkert að gera að þeir þjálfi þá yngstu flokkana. Að menn séu bara í vinnunni.“ „Þetta eru ekki bara tveir tímar á dag. Það er ekki full vinna. Ef menn sinna þessu almennilega þá verða þeir kannski betri.“ Hann segir að félög á Íslandi kaupi ekki leikmenn til að auka treyjusölu eða miðasölu. Þau fái leikmenn sem hjálpi liðinu að ná árangri og afla tekna. „Besta leiðin til þess er að æfa mikið. Félög eiga að fá meira fyrir fjárfestinguna. Það er alltaf val hvað þú vilt borga fyrir leikmann.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Sextán manns í fullu starfi við að þjónusta Ronaldo Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira