Opnaði sig um kvíðann og veikindin: „Vissi ég ekki hvað ég hét, mér leið svo illa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. janúar 2017 13:30 Lovísa Falsdóttir gekk til liðs við Grindvíkinga fyrir tímabilið. „Mig grunar að ég sé með undirliggjandi ADD (athyglisbrest). Mér gekk alltaf vel í skóla þegar ég var yngri en þegar ég var á öðru ári í framhaldsskóla átti ég orðið mjög erfitt með að einbeita mér. Eftir erfiðustu önnina mína í skóla fór ég til Bandaríkjanna í skóla og til þess að spila körfubolta. Þar þróaði ég með mér mikinn frammistöðukvíða,“ segir Lovísa Falsdóttir, í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir. Hún segist hafa verið með stein í maganum daginn sem hún flutti út til Bandaríkjanna. „Ég bara vissi að ég myndi ekki ná að klára þessa tíu mánuði. Eftir hálfa dvölina vissi ég ekki hvað ég hét, mér leið svo illa,“ segir þessi 22 ára kona sem gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið. Foreldrar Lovísu hafa bæði náð langt í körfuboltanum en hún fann aldrei fyrir pressu frá þeim. „Þau voru ekki að setja á mig pressu en auðvitað vill maður vera eins og þau og gera eins og fyrirmyndirnar,“ segir hún og bætir við að foreldrar hennar hafi kvatt hana til að fara á Dale Carnagie námskeið þar sem þau töldu að eitthvað hefði brotnað í sjálfsmyndinni. Lovísa segist hafa opnað sig fyrst um vandamálið síðasta haust, en fram að því hafi hún sett upp grímu og hugsað um allt annað en heilsuna. „Það lagaðist svo ekkert fyrr en ég sagði einhverjum þetta allt í fyrsta skipti. Þetta stendur ekkert utan á manni. Það segja margir að það sé fyrsta skrefið í ferlinu að segja frá þessu. Það voru margir sem voru steinhissa. Ég veit alveg að ég lít út fyrir að vera með breitt bak og að ég geti tekið hverju sem er. Maður þarf bara að vera hreinskilinn við sjálfan sig og gera það sem þarf til þess að hugsa um sig.“ Lovísa segir að margir íþróttamenn glími við mikinn kvíða. „Maður hugsar ósjálfrátt, hvað á fólk eftir að hugsa um mig? Ég hef trú á því að allir hefðu gott af því að vinna í sér. Það er enginn sem fer í gegnum lífið án þess að lenda í áföllum. Það er enginn fullkominn. Ég held að það sé gott að vera meðvitaður um hluti sem þarf að vinna í og vera stanslaust í sjálfsskoðun. Maður er svo gjarn á að setja sig í langsíðasta sætið. Það er bara svo ógeðslega mikilvægt að vera með sjálfan sig í lagi því annars getur þú ekki sinnt mörgu öðru í lífinu,“ segir Lovísa við Vikurfréttir en hér má lesa viðtalið í heild sinni. Dominos-deild kvenna Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
„Mig grunar að ég sé með undirliggjandi ADD (athyglisbrest). Mér gekk alltaf vel í skóla þegar ég var yngri en þegar ég var á öðru ári í framhaldsskóla átti ég orðið mjög erfitt með að einbeita mér. Eftir erfiðustu önnina mína í skóla fór ég til Bandaríkjanna í skóla og til þess að spila körfubolta. Þar þróaði ég með mér mikinn frammistöðukvíða,“ segir Lovísa Falsdóttir, í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir. Hún segist hafa verið með stein í maganum daginn sem hún flutti út til Bandaríkjanna. „Ég bara vissi að ég myndi ekki ná að klára þessa tíu mánuði. Eftir hálfa dvölina vissi ég ekki hvað ég hét, mér leið svo illa,“ segir þessi 22 ára kona sem gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið. Foreldrar Lovísu hafa bæði náð langt í körfuboltanum en hún fann aldrei fyrir pressu frá þeim. „Þau voru ekki að setja á mig pressu en auðvitað vill maður vera eins og þau og gera eins og fyrirmyndirnar,“ segir hún og bætir við að foreldrar hennar hafi kvatt hana til að fara á Dale Carnagie námskeið þar sem þau töldu að eitthvað hefði brotnað í sjálfsmyndinni. Lovísa segist hafa opnað sig fyrst um vandamálið síðasta haust, en fram að því hafi hún sett upp grímu og hugsað um allt annað en heilsuna. „Það lagaðist svo ekkert fyrr en ég sagði einhverjum þetta allt í fyrsta skipti. Þetta stendur ekkert utan á manni. Það segja margir að það sé fyrsta skrefið í ferlinu að segja frá þessu. Það voru margir sem voru steinhissa. Ég veit alveg að ég lít út fyrir að vera með breitt bak og að ég geti tekið hverju sem er. Maður þarf bara að vera hreinskilinn við sjálfan sig og gera það sem þarf til þess að hugsa um sig.“ Lovísa segir að margir íþróttamenn glími við mikinn kvíða. „Maður hugsar ósjálfrátt, hvað á fólk eftir að hugsa um mig? Ég hef trú á því að allir hefðu gott af því að vinna í sér. Það er enginn sem fer í gegnum lífið án þess að lenda í áföllum. Það er enginn fullkominn. Ég held að það sé gott að vera meðvitaður um hluti sem þarf að vinna í og vera stanslaust í sjálfsskoðun. Maður er svo gjarn á að setja sig í langsíðasta sætið. Það er bara svo ógeðslega mikilvægt að vera með sjálfan sig í lagi því annars getur þú ekki sinnt mörgu öðru í lífinu,“ segir Lovísa við Vikurfréttir en hér má lesa viðtalið í heild sinni.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum