Franskir vinstrimenn velja sér forsetaefni: Montebourg sækir hart að Valls Atli Ísleifsson skrifar 16. janúar 2017 10:46 Arnaud Montebourg og Benoît Hamon í gærkvöldi. Vísir/AFP Manuel Valls var harðlega gagnrýndur fyrir stefnu franskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks þegar frambjóðendur vinstrimanna mættust í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Þar mættust þeir sjö sem kljást um að verða forsetaefni vinstrimanna í forsetakosningunum sem fram fara í vor. Hart var sótt að Valls, sem lét af embætti forsætisráðherra Frakklands í desember til að geta tekið slaginn um að verða forsetaefni vinstrimanna, fyrir það sem andstæðingar hans lýstu sem harðri innflytjendastefnu. Fyrirfram var talið nokkuð öruggt að Valls yrði frambjóðandi vinstrimanna eftir að Francois Hollande Frakklandsforseti sagðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Samkvæmt frétt Reuters er sigur Valls þó síður en svo í höfn þar sem frambjóðendur, sem taldir er vinstra megin við Valls, sækja nú hart að Valls.Montebourg talinn hafa staðið sig best Fyrrverandi efnahagsmálaráðherrann Arnaud Montebourg er talinn hafa borið sigur úr býtum í kappræðum gærkvöldsins. Sömu sögu var að segja af fyrstu kappræðum frambjóðendanna í síðustu viku. Samkvæmt nýrri könnun, sem gerð var að kapprðum loknum, sögðu 29 prósent aðspurðra að Montebourg hafi staðið sig best. 26 prósent aðspurðra sögðu Valls hafa staðið sig best. Lögfræðingurinn Montebourg yfirgaf frönsku ríkisstjórnina árið 2014 eftir að hafa gagnrýnt efnahagsmálastefnu Hollande forseta.Hamon á einnig möguleika Fyrrverandi menntamálaráðherrann Benoît Hamon, sem líkt og Montebourg sækir fylgi sitt til vinstra fylgisins innan Sósíalistaflokksins, er talinn hafa sótt í sig veðrið og er einnig talinn eiga möguleika á að tryggja sér útnefninguna. Hamon sakaði Valls um að stjórn hans hafi verið einna tregust til að taka á þeirri erfiðu stöðu sem flóttamenn sem koma til álfunnar standa frammi fyrir. Valls sagðist hins vegar hafa verið fastur fyrir í viðræðum sínum við aðra evrópska leiðtoga á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra.Sjö frambjóðendur Vinstrimenn munu velja forsetaefni sitt í tveimur umferðum, 22. og 29. janúar. Þar mætast frambjóðendur Sósíalistaflokksins og annarra vinstriflokka, en kosið verður milli tveggja efstu í síðari umferðinni. Frambjóðendurnir munu mætast í einum kappræðum til viðbótar áður en kosið verður. Frambjóðendurnir sjö:Manuel Valls, 54 ára, fyrrverandi forsætisráðherraArnaud Montebourg, 54 ára, fyrrverandi efnahagsmálaráðherraBenoît Hamon, 49 ára, fyrrverandi menntamálaráðherraVincent Peillon, 56 ára, EvrópuþingmaðurSylvia Pinel, 39 ára, leiðtogi vinstriflokksins PRGFrançois de Rugy, 43 ára, þingmaður og leiðtogi Parti ÉcologisteJean-Luc Bennahmias, 62 ára, leiðtogi Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 23. apríl. Hljóti enginn hreinan meirihluta verður kosið milla tveggja efstu í síðari umferðinni sem fram fer 7. maí. Kannanir benda til að Frakkar munu kjósa milli Francois Fillon, forsetaefnir Repúblikana, og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferðinni. Flóttamenn Tengdar fréttir Montebourg þótti standa sig best í kappræðum sósíalista Frambjóðendur sem sækjast eftir að verða forsetaefni franskra sósíalista öttu kappi í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. 13. janúar 2017 13:51 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Manuel Valls var harðlega gagnrýndur fyrir stefnu franskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks þegar frambjóðendur vinstrimanna mættust í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Þar mættust þeir sjö sem kljást um að verða forsetaefni vinstrimanna í forsetakosningunum sem fram fara í vor. Hart var sótt að Valls, sem lét af embætti forsætisráðherra Frakklands í desember til að geta tekið slaginn um að verða forsetaefni vinstrimanna, fyrir það sem andstæðingar hans lýstu sem harðri innflytjendastefnu. Fyrirfram var talið nokkuð öruggt að Valls yrði frambjóðandi vinstrimanna eftir að Francois Hollande Frakklandsforseti sagðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Samkvæmt frétt Reuters er sigur Valls þó síður en svo í höfn þar sem frambjóðendur, sem taldir er vinstra megin við Valls, sækja nú hart að Valls.Montebourg talinn hafa staðið sig best Fyrrverandi efnahagsmálaráðherrann Arnaud Montebourg er talinn hafa borið sigur úr býtum í kappræðum gærkvöldsins. Sömu sögu var að segja af fyrstu kappræðum frambjóðendanna í síðustu viku. Samkvæmt nýrri könnun, sem gerð var að kapprðum loknum, sögðu 29 prósent aðspurðra að Montebourg hafi staðið sig best. 26 prósent aðspurðra sögðu Valls hafa staðið sig best. Lögfræðingurinn Montebourg yfirgaf frönsku ríkisstjórnina árið 2014 eftir að hafa gagnrýnt efnahagsmálastefnu Hollande forseta.Hamon á einnig möguleika Fyrrverandi menntamálaráðherrann Benoît Hamon, sem líkt og Montebourg sækir fylgi sitt til vinstra fylgisins innan Sósíalistaflokksins, er talinn hafa sótt í sig veðrið og er einnig talinn eiga möguleika á að tryggja sér útnefninguna. Hamon sakaði Valls um að stjórn hans hafi verið einna tregust til að taka á þeirri erfiðu stöðu sem flóttamenn sem koma til álfunnar standa frammi fyrir. Valls sagðist hins vegar hafa verið fastur fyrir í viðræðum sínum við aðra evrópska leiðtoga á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra.Sjö frambjóðendur Vinstrimenn munu velja forsetaefni sitt í tveimur umferðum, 22. og 29. janúar. Þar mætast frambjóðendur Sósíalistaflokksins og annarra vinstriflokka, en kosið verður milli tveggja efstu í síðari umferðinni. Frambjóðendurnir munu mætast í einum kappræðum til viðbótar áður en kosið verður. Frambjóðendurnir sjö:Manuel Valls, 54 ára, fyrrverandi forsætisráðherraArnaud Montebourg, 54 ára, fyrrverandi efnahagsmálaráðherraBenoît Hamon, 49 ára, fyrrverandi menntamálaráðherraVincent Peillon, 56 ára, EvrópuþingmaðurSylvia Pinel, 39 ára, leiðtogi vinstriflokksins PRGFrançois de Rugy, 43 ára, þingmaður og leiðtogi Parti ÉcologisteJean-Luc Bennahmias, 62 ára, leiðtogi Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 23. apríl. Hljóti enginn hreinan meirihluta verður kosið milla tveggja efstu í síðari umferðinni sem fram fer 7. maí. Kannanir benda til að Frakkar munu kjósa milli Francois Fillon, forsetaefnir Repúblikana, og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferðinni.
Flóttamenn Tengdar fréttir Montebourg þótti standa sig best í kappræðum sósíalista Frambjóðendur sem sækjast eftir að verða forsetaefni franskra sósíalista öttu kappi í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. 13. janúar 2017 13:51 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Montebourg þótti standa sig best í kappræðum sósíalista Frambjóðendur sem sækjast eftir að verða forsetaefni franskra sósíalista öttu kappi í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. 13. janúar 2017 13:51