KR-ingar fengu 1. deildarlið Vals | Vesturlandsslagur hjá konunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2017 13:17 Benedikt Blöndal og félagar í Val fá Íslands- og bikarmeistara KR í undanúrslitunum. Vísir/Anton Í dag var dregið í undanúrslit Maltbikarsins í körfubolta en þau fara í fyrsta sinn fram í Laugardalshöllinni í ár. Undanúrslitin fara fram í Höllinni í sömu viku og bikarúrslitaleikurinn eins og hefur verið hjá handboltanum undanfarin ár. Stórleikurinn er örugglega leikur Íslandsmeistara Snæfells og spútnikliðs Skallagríms í Maltbikar kvenna en bæði liðinu eru í harðri baráttu á toppi Domino´s deildar kvenna. Liðin mættust einmitt í Stykkishólmi um helgina og þá höfðu Skallagrímskonur betur. Topplið Keflavíkur dróst aftur á móti gegn Haukum sem er í næstneðsta sæti deildarinnar. Keflavíkurliðið hefur slegið í gegn í vetur en Haukastelpurnar eru komnar svona langt þrátt fyrir að hafa misst nánast heilt lið frá því í fyrra. Hjá körlunum munu mætast Grindavík og Þór Þorlákshöfn en Þórsarar fóru alla leið í bikarúrslitaleikinn í fyrra. Grindvíkingar voru síðast í bikarúrslitaleiknum 2014 en þeir slógu þá einmitt Þórsara út í undanúrslitunum. Hinn leikurinn hjá körlunum er á milli 1. deildarliðs Vals og Íslands- og bikarmeistara KR. Valsmenn hafa þegar slegið út þrjú úrvalsdeildarlið í vetur en það verður þrautinni þyngri hjá þeim að stöðva sigurgöngu KR-liðsins í bikarkeppninni. Tveir sigursælustu leikmennirnir í sögu bikarkeppni KKÍ, þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson, drógu en alls unnu þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson sautján bikarmeistaratitla saman sem leikmenn. Teitur hefur síðan bætt við tveimur bikarmeistaratitlum sem þjálfari. Þau hafa því í sameiningu komið að nítján bikarmeistaratitlum. Það hefur heldur enginn leikmaður skorað fleiri stig í bikarúrslitaleikjum en þau Anna María Sveinsdóttir (201 stig) og Teitur Örlygsson (199 stig).Hér fyrir neðan má sjá leikina í undanúrslitunum og einnig hvenær þeir munu fara fram.Undanúrslit Maltbikars kvenna: 17.00 Keflavík - Haukar 20.00 Skallagrímur - Snæfell Leikirnir fara fram miðvikudaginn 8. febrúar.Undanúrslit Maltbikars karla: 17.00 Valur - KR 20.00 Þór Þorlákshöfn - Grindavík Leikirnir fara fram fimmtudaginn 9. febrúar. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Bikardrottningin og bikarkóngurinn draga í Maltbikarnum | Fylgist með hverjir mætast Tveir sigursælustu leikmennirnir í sögu bikarkeppni KKÍ, þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson, munu sjá um að draga í undanúrslitin hjá körlum og konum en dregið verður klukkan 13.00. 17. janúar 2017 12:59 Grindvíkingar í níunda sinn í undanúrslitum á ellefu árum Grindvíkingar eru með mikið bikarlið í körfuboltanum og tölfræði bikarkeppninnar sýnir það svart á hvítu. Þeir bættu rós í hnappagatið fyrir norðan í gærkvöldi. 16. janúar 2017 13:00 Meistarar KR hársbreidd frá því að falla úr leik í bikarnum gegn Hetti Hetjuleg frammistaða 1. deildar liðsins dugði ekki á endanum gegn Íslands- og bikarmeisturum KR. 16. janúar 2017 20:27 Þór og Skallagrímur ekki í vandræðum með fyrstu deildar liðin Þór frá Þorlákshöfn og Skallagrímur eru komin í Laugardalshöllina í bikarkeppnum karla og kvenna í körfubolta. 16. janúar 2017 20:58 Óvænt úrslit í Maltbikarnum: Valur skellti Haukum og fer í Höllina | Myndir Tímabilið verður bara verra hjá Haukum sem fóru í úrslitaeinvígi Domino´s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 16. janúar 2017 21:08 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira
Í dag var dregið í undanúrslit Maltbikarsins í körfubolta en þau fara í fyrsta sinn fram í Laugardalshöllinni í ár. Undanúrslitin fara fram í Höllinni í sömu viku og bikarúrslitaleikurinn eins og hefur verið hjá handboltanum undanfarin ár. Stórleikurinn er örugglega leikur Íslandsmeistara Snæfells og spútnikliðs Skallagríms í Maltbikar kvenna en bæði liðinu eru í harðri baráttu á toppi Domino´s deildar kvenna. Liðin mættust einmitt í Stykkishólmi um helgina og þá höfðu Skallagrímskonur betur. Topplið Keflavíkur dróst aftur á móti gegn Haukum sem er í næstneðsta sæti deildarinnar. Keflavíkurliðið hefur slegið í gegn í vetur en Haukastelpurnar eru komnar svona langt þrátt fyrir að hafa misst nánast heilt lið frá því í fyrra. Hjá körlunum munu mætast Grindavík og Þór Þorlákshöfn en Þórsarar fóru alla leið í bikarúrslitaleikinn í fyrra. Grindvíkingar voru síðast í bikarúrslitaleiknum 2014 en þeir slógu þá einmitt Þórsara út í undanúrslitunum. Hinn leikurinn hjá körlunum er á milli 1. deildarliðs Vals og Íslands- og bikarmeistara KR. Valsmenn hafa þegar slegið út þrjú úrvalsdeildarlið í vetur en það verður þrautinni þyngri hjá þeim að stöðva sigurgöngu KR-liðsins í bikarkeppninni. Tveir sigursælustu leikmennirnir í sögu bikarkeppni KKÍ, þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson, drógu en alls unnu þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson sautján bikarmeistaratitla saman sem leikmenn. Teitur hefur síðan bætt við tveimur bikarmeistaratitlum sem þjálfari. Þau hafa því í sameiningu komið að nítján bikarmeistaratitlum. Það hefur heldur enginn leikmaður skorað fleiri stig í bikarúrslitaleikjum en þau Anna María Sveinsdóttir (201 stig) og Teitur Örlygsson (199 stig).Hér fyrir neðan má sjá leikina í undanúrslitunum og einnig hvenær þeir munu fara fram.Undanúrslit Maltbikars kvenna: 17.00 Keflavík - Haukar 20.00 Skallagrímur - Snæfell Leikirnir fara fram miðvikudaginn 8. febrúar.Undanúrslit Maltbikars karla: 17.00 Valur - KR 20.00 Þór Þorlákshöfn - Grindavík Leikirnir fara fram fimmtudaginn 9. febrúar.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Bikardrottningin og bikarkóngurinn draga í Maltbikarnum | Fylgist með hverjir mætast Tveir sigursælustu leikmennirnir í sögu bikarkeppni KKÍ, þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson, munu sjá um að draga í undanúrslitin hjá körlum og konum en dregið verður klukkan 13.00. 17. janúar 2017 12:59 Grindvíkingar í níunda sinn í undanúrslitum á ellefu árum Grindvíkingar eru með mikið bikarlið í körfuboltanum og tölfræði bikarkeppninnar sýnir það svart á hvítu. Þeir bættu rós í hnappagatið fyrir norðan í gærkvöldi. 16. janúar 2017 13:00 Meistarar KR hársbreidd frá því að falla úr leik í bikarnum gegn Hetti Hetjuleg frammistaða 1. deildar liðsins dugði ekki á endanum gegn Íslands- og bikarmeisturum KR. 16. janúar 2017 20:27 Þór og Skallagrímur ekki í vandræðum með fyrstu deildar liðin Þór frá Þorlákshöfn og Skallagrímur eru komin í Laugardalshöllina í bikarkeppnum karla og kvenna í körfubolta. 16. janúar 2017 20:58 Óvænt úrslit í Maltbikarnum: Valur skellti Haukum og fer í Höllina | Myndir Tímabilið verður bara verra hjá Haukum sem fóru í úrslitaeinvígi Domino´s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 16. janúar 2017 21:08 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira
Bikardrottningin og bikarkóngurinn draga í Maltbikarnum | Fylgist með hverjir mætast Tveir sigursælustu leikmennirnir í sögu bikarkeppni KKÍ, þau Anna María Sveinsdóttir og Teitur Örlygsson, munu sjá um að draga í undanúrslitin hjá körlum og konum en dregið verður klukkan 13.00. 17. janúar 2017 12:59
Grindvíkingar í níunda sinn í undanúrslitum á ellefu árum Grindvíkingar eru með mikið bikarlið í körfuboltanum og tölfræði bikarkeppninnar sýnir það svart á hvítu. Þeir bættu rós í hnappagatið fyrir norðan í gærkvöldi. 16. janúar 2017 13:00
Meistarar KR hársbreidd frá því að falla úr leik í bikarnum gegn Hetti Hetjuleg frammistaða 1. deildar liðsins dugði ekki á endanum gegn Íslands- og bikarmeisturum KR. 16. janúar 2017 20:27
Þór og Skallagrímur ekki í vandræðum með fyrstu deildar liðin Þór frá Þorlákshöfn og Skallagrímur eru komin í Laugardalshöllina í bikarkeppnum karla og kvenna í körfubolta. 16. janúar 2017 20:58
Óvænt úrslit í Maltbikarnum: Valur skellti Haukum og fer í Höllina | Myndir Tímabilið verður bara verra hjá Haukum sem fóru í úrslitaeinvígi Domino´s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 16. janúar 2017 21:08