Versace mun ekki sýna Haute Couture línu á árinu Ritstjórn skrifar 18. janúar 2017 12:00 Donatella Versace hefur ákveðið að Atelier Versace muni ekki sýna á Haute Couture tískuvikunni þetta árið. Hátískuvikan fer fram hvert einasta sumar í París. Það eru aðeins örfá tískuhús sem eru með réttindi til þess að sýna á tískuvikunni. Versace hefur hingað til verið með undanþágu á einni reglunni sem segir að saumastofa tískuhúsanna þurfi að vera í París. Saumastofa Versace er staðsett á Ítalíu. Það verður mikil eftirsjá eftir Atelier Versace en þau opna yfirleitt hátískuvikunna og fjölmargar þekktar fyrirsætur ganga tískupallinn hjá þeim. Talið er að þessi ákvörðun hafi verið tekin í sparnaðarskyni enda ansi dýrt að halda uppi sér saumastofu einungis undir hátísku klæðnað. Versace sýnir sex tískusýningar á ári, en þær eru átta talsins ef að Haute Couture eru taldar með. Þær eru allar settar upp undir stjórn Donatellu Versace. Það mun því létta álagið að velja og hafna verkefnum og til verður meiri tími til þess að einbeita sér að öðru. Mest lesið J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Baltasar Kormákur í Jör á rauða dreglinum Glamour Þetta voru mest seldu snyrtivörurnar á Amazon árið 2016 Glamour 85 þúsund króna Crocs skór seldust upp í forsölu Glamour Nicolas Ghesquiére á förum frá Louis Vuitton? Glamour Nauðsynjar í fataskápinn Glamour Anne Hathaway eignast strák Glamour Engar fyrirsætur í nýjustu herferð Alexander Wang Glamour Hver er þessi Sofia Richie? Glamour Þessi snillingur er 45 ára í dag Glamour
Donatella Versace hefur ákveðið að Atelier Versace muni ekki sýna á Haute Couture tískuvikunni þetta árið. Hátískuvikan fer fram hvert einasta sumar í París. Það eru aðeins örfá tískuhús sem eru með réttindi til þess að sýna á tískuvikunni. Versace hefur hingað til verið með undanþágu á einni reglunni sem segir að saumastofa tískuhúsanna þurfi að vera í París. Saumastofa Versace er staðsett á Ítalíu. Það verður mikil eftirsjá eftir Atelier Versace en þau opna yfirleitt hátískuvikunna og fjölmargar þekktar fyrirsætur ganga tískupallinn hjá þeim. Talið er að þessi ákvörðun hafi verið tekin í sparnaðarskyni enda ansi dýrt að halda uppi sér saumastofu einungis undir hátísku klæðnað. Versace sýnir sex tískusýningar á ári, en þær eru átta talsins ef að Haute Couture eru taldar með. Þær eru allar settar upp undir stjórn Donatellu Versace. Það mun því létta álagið að velja og hafna verkefnum og til verður meiri tími til þess að einbeita sér að öðru.
Mest lesið J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Baltasar Kormákur í Jör á rauða dreglinum Glamour Þetta voru mest seldu snyrtivörurnar á Amazon árið 2016 Glamour 85 þúsund króna Crocs skór seldust upp í forsölu Glamour Nicolas Ghesquiére á förum frá Louis Vuitton? Glamour Nauðsynjar í fataskápinn Glamour Anne Hathaway eignast strák Glamour Engar fyrirsætur í nýjustu herferð Alexander Wang Glamour Hver er þessi Sofia Richie? Glamour Þessi snillingur er 45 ára í dag Glamour