CES 2017: Rándýrar fartölvur, vélmenni og stærstu minnislyklar heims Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2017 15:00 DataTraveler Ultimate GT minnislykill er 2TB að stærð. Vísir/AFP Tæknifyrirtæki keppast nú við að sýna nýjustu vörur sínar á CES eða Consumer Electronics Show í Las Vegas. Tæknilega séð hefst ráðstefnan ekki fyrr en á morgun, en margir hafa tekið forskot á sæluna. Meðal þeirra tækja sem þegar er búið að sýna eru Rándýrar fartölvur, vélmenni og stærstu minnislyklar heims. Þá hafa bílar þar að auki verið fyrirferðarmiklir. Fyrst er vert að nefna fartölvuna Predator 21 X frá Acer, sem kostar um milljón krónur, eða 8.999 dali. Í henni eru tvö GTX 1080 skjákort, fimm viftur og hún er með 21 tommu sveigðan skjá. Tölvan vegur heil 8,8 kíló. Þá kynnti Dell tölvuna Inspiron 15 7000 sem er um níu hundruð þúsund krónum ódýrari. Fyrirtækið Kingston kynnti DataTraveler Ultimate GT minnislyklana sem gera verið allt að 2TB að stærð. Það gerir þá að stærstu minnislyklum sem hægt er að fá samkvæmt CNET, þar sem hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum á ráðstefnunni. Það gæti þó breyst á næstu dögum. Verð liggur ekki fyrir en þeir fara í sölu í næsta mánuði. Vélmennið Kuri lét einnig sjá sig á CES. Það er framleitt af fyrirtækinu Mayfield Robotics og tengist á netið og tengist öðrum tækjum með Bluetooth. Þá er innbyggð myndavél í því og getur það vaktað heimilið og stýrt heimilistækjum með raddstýringum. Þá segja forsvarsmenn fyrirtækisins að vélmennið muni jafnvel geta rekið gæludýr niður úr sófum og öðrum stöðum sem þau eiga ekki að vera þegar eigendurnir eru ekki heima. Stærsti kostur Kuri er þó án efa sá að vélmennið mun líklega ekki reyna að taka yfir heiminn. Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira
Tæknifyrirtæki keppast nú við að sýna nýjustu vörur sínar á CES eða Consumer Electronics Show í Las Vegas. Tæknilega séð hefst ráðstefnan ekki fyrr en á morgun, en margir hafa tekið forskot á sæluna. Meðal þeirra tækja sem þegar er búið að sýna eru Rándýrar fartölvur, vélmenni og stærstu minnislyklar heims. Þá hafa bílar þar að auki verið fyrirferðarmiklir. Fyrst er vert að nefna fartölvuna Predator 21 X frá Acer, sem kostar um milljón krónur, eða 8.999 dali. Í henni eru tvö GTX 1080 skjákort, fimm viftur og hún er með 21 tommu sveigðan skjá. Tölvan vegur heil 8,8 kíló. Þá kynnti Dell tölvuna Inspiron 15 7000 sem er um níu hundruð þúsund krónum ódýrari. Fyrirtækið Kingston kynnti DataTraveler Ultimate GT minnislyklana sem gera verið allt að 2TB að stærð. Það gerir þá að stærstu minnislyklum sem hægt er að fá samkvæmt CNET, þar sem hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum á ráðstefnunni. Það gæti þó breyst á næstu dögum. Verð liggur ekki fyrir en þeir fara í sölu í næsta mánuði. Vélmennið Kuri lét einnig sjá sig á CES. Það er framleitt af fyrirtækinu Mayfield Robotics og tengist á netið og tengist öðrum tækjum með Bluetooth. Þá er innbyggð myndavél í því og getur það vaktað heimilið og stýrt heimilistækjum með raddstýringum. Þá segja forsvarsmenn fyrirtækisins að vélmennið muni jafnvel geta rekið gæludýr niður úr sófum og öðrum stöðum sem þau eiga ekki að vera þegar eigendurnir eru ekki heima. Stærsti kostur Kuri er þó án efa sá að vélmennið mun líklega ekki reyna að taka yfir heiminn.
Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Sjá meira