Geir gefur ekki kost á sér til formanns KSÍ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2017 15:23 Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands. Vísir/Anton Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér sem formaður. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum sem birt var á vef KSÍ rétt í þessu en þar segist Geir stoltur af starfi sínu og framlagi til íslenskrar knattspyrnu. Þá biður hann samstarfsfólk sitt hjá sambandinu, aðildarfélög þess og forystumenn íslenskra knattspyrnufélaga að virða ákvörðun hans og sameinast um að kjósa nýjan formann íslenskri knattspyrnu til heilla. Ársþing KSÍ fer fram í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar næstkomandi. Guðni Bergsson lýsti yfir framboði til formanns í nóvember síðastliðnum og í kjölfarið lýsti Geir því yfir að hann ætlaði áfram að sækjast eftir formennsku í sambandinu. Um tveimur vikum síðar greindi Vísir frá því að Björn Einarsson, formaður Víkings, væri að íhuga framboð til formanns KSÍ en í gær sagði Fótbolti.net frá því að Björn myndi gera það upp við sig á næstu dögum hvort hann fer fram eða ekki. Yfirlýsingu Geirs þess efnis að hann hyggst ekki halda áfram sem formaður KSÍ má sjá í heild sinni hér að neðan.Snemma á níunda áratugnum fyrir rúmum 30 árum hóf ég afskipti af knattspyrnumálum utan mín félags þegar ég tók að mér niðurröðun knattspyrnuleikja í Reykjavík, sat síðan í stjórn KSÍ 1986-87 undir forystu Ellerts B. Schram og tók að mér formennsku í mótanefnd KSÍ.Eitt leiddi af öðru og um áramótin 1992-93 hóf ég störf á skrifstofu KSÍ, en þá hafði Eggert Magnússon tekið við formennsku KSÍ. Ég tók síðan við sem framkvæmdastjóri KSÍ 1997 og hef verið formaður síðan 2007. Um þessi áramót hef ég staðið vaktina fyrir KSÍ samfellt í tæpan aldarfjórðung.Starfið hefur verið fjölbreytt og skemmtilegt en um leið krefjandi. Góðir stjórnunarhættir kalla á endurnýjun í forystu samtaka eins og KSÍ. Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér til endurkjörs á næsta ársþingi og bið samstarfsfólk í KSÍ, aðildarfélög KSÍ og forystumenn íslenskra knattspyrnufélaga að virða ákvörðun mína og sameinast um að kjósa nýjan formann íslenskri knattspyrnu til heilla. Ég er stoltur af starfi mínu og framlagi til íslenskrar knattspyrnu og hef ávallt haft hagsmuni heildarinnar í huga.Knattspyrnusamband Íslands stendur nú - utan sem innan vallar - öflugara en nokkru sinni fyrr. KSÍ Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Guðni í framboði: Ætlar að þiggja laun, breyta landsliðsnefnd og vill nýjan leikvang Guðni Bergsson telur eðlilegt að formaður KSÍ sitji í átta ár. Það sé tími sem þeir Barack Obama séu sammála um að sér hæfilegur. 14. desember 2016 13:30 Geir ætlar að bjóða sig aftur fram | Framboð Guðna kom honum á óvart Geir Þorsteinsson mun áfram gefa kost á sér til formennsku í KSÍ. Þetta staðfesti hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. nóvember 2016 19:13 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér sem formaður. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum sem birt var á vef KSÍ rétt í þessu en þar segist Geir stoltur af starfi sínu og framlagi til íslenskrar knattspyrnu. Þá biður hann samstarfsfólk sitt hjá sambandinu, aðildarfélög þess og forystumenn íslenskra knattspyrnufélaga að virða ákvörðun hans og sameinast um að kjósa nýjan formann íslenskri knattspyrnu til heilla. Ársþing KSÍ fer fram í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar næstkomandi. Guðni Bergsson lýsti yfir framboði til formanns í nóvember síðastliðnum og í kjölfarið lýsti Geir því yfir að hann ætlaði áfram að sækjast eftir formennsku í sambandinu. Um tveimur vikum síðar greindi Vísir frá því að Björn Einarsson, formaður Víkings, væri að íhuga framboð til formanns KSÍ en í gær sagði Fótbolti.net frá því að Björn myndi gera það upp við sig á næstu dögum hvort hann fer fram eða ekki. Yfirlýsingu Geirs þess efnis að hann hyggst ekki halda áfram sem formaður KSÍ má sjá í heild sinni hér að neðan.Snemma á níunda áratugnum fyrir rúmum 30 árum hóf ég afskipti af knattspyrnumálum utan mín félags þegar ég tók að mér niðurröðun knattspyrnuleikja í Reykjavík, sat síðan í stjórn KSÍ 1986-87 undir forystu Ellerts B. Schram og tók að mér formennsku í mótanefnd KSÍ.Eitt leiddi af öðru og um áramótin 1992-93 hóf ég störf á skrifstofu KSÍ, en þá hafði Eggert Magnússon tekið við formennsku KSÍ. Ég tók síðan við sem framkvæmdastjóri KSÍ 1997 og hef verið formaður síðan 2007. Um þessi áramót hef ég staðið vaktina fyrir KSÍ samfellt í tæpan aldarfjórðung.Starfið hefur verið fjölbreytt og skemmtilegt en um leið krefjandi. Góðir stjórnunarhættir kalla á endurnýjun í forystu samtaka eins og KSÍ. Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér til endurkjörs á næsta ársþingi og bið samstarfsfólk í KSÍ, aðildarfélög KSÍ og forystumenn íslenskra knattspyrnufélaga að virða ákvörðun mína og sameinast um að kjósa nýjan formann íslenskri knattspyrnu til heilla. Ég er stoltur af starfi mínu og framlagi til íslenskrar knattspyrnu og hef ávallt haft hagsmuni heildarinnar í huga.Knattspyrnusamband Íslands stendur nú - utan sem innan vallar - öflugara en nokkru sinni fyrr.
KSÍ Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Guðni í framboði: Ætlar að þiggja laun, breyta landsliðsnefnd og vill nýjan leikvang Guðni Bergsson telur eðlilegt að formaður KSÍ sitji í átta ár. Það sé tími sem þeir Barack Obama séu sammála um að sér hæfilegur. 14. desember 2016 13:30 Geir ætlar að bjóða sig aftur fram | Framboð Guðna kom honum á óvart Geir Þorsteinsson mun áfram gefa kost á sér til formennsku í KSÍ. Þetta staðfesti hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. nóvember 2016 19:13 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Sjá meira
Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00
Guðni í framboði: Ætlar að þiggja laun, breyta landsliðsnefnd og vill nýjan leikvang Guðni Bergsson telur eðlilegt að formaður KSÍ sitji í átta ár. Það sé tími sem þeir Barack Obama séu sammála um að sér hæfilegur. 14. desember 2016 13:30
Geir ætlar að bjóða sig aftur fram | Framboð Guðna kom honum á óvart Geir Þorsteinsson mun áfram gefa kost á sér til formennsku í KSÍ. Þetta staðfesti hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. nóvember 2016 19:13