Jeppinn rúllaði í sjóinn af ferju Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2017 10:20 Það endaði ekki vel árið hjá eiganda þessa bíls í Ástralíu. Hann var á leiðinni til eyjunnar Fraser Island frá meginlandinu í ferju. Bæði virðist hann ekki hafa sett bíl sinn í handbremsu eða í gír, né heldur höfðu ferjustarfsmenn sett upp varnargirðinguna aftast á ferjunni. Það varð til þess að bíllinn, Toyota Land Cruiser, rúllar af ferjunni og endaði í sjónum. Sem betur fer var enginn í bílnum er þetta gerðist. Bíllinn var bílaleigubíll og hann var stútfullur af farangri, meðal annars vegabréfum ferðalanganna sem leigðu bílinn. Auk þess símum, fjármunum, greiðslukortum og flestu því sem nota átti áferðalaginu. Ekki var hægt að bjarga bílnum og sökk hann á hálfri mínútu. Er hann nú á meðal fiskanna á botni sundsins milli eyjarinnar og meginlandsins. Ekki fylgir sögunni hvernig tryggingamálin standa hjá leigutakanum, en víst er að tjónið er mikið. Sjá má bílinn rúlla af ferjunni hér að ofan. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent
Það endaði ekki vel árið hjá eiganda þessa bíls í Ástralíu. Hann var á leiðinni til eyjunnar Fraser Island frá meginlandinu í ferju. Bæði virðist hann ekki hafa sett bíl sinn í handbremsu eða í gír, né heldur höfðu ferjustarfsmenn sett upp varnargirðinguna aftast á ferjunni. Það varð til þess að bíllinn, Toyota Land Cruiser, rúllar af ferjunni og endaði í sjónum. Sem betur fer var enginn í bílnum er þetta gerðist. Bíllinn var bílaleigubíll og hann var stútfullur af farangri, meðal annars vegabréfum ferðalanganna sem leigðu bílinn. Auk þess símum, fjármunum, greiðslukortum og flestu því sem nota átti áferðalaginu. Ekki var hægt að bjarga bílnum og sökk hann á hálfri mínútu. Er hann nú á meðal fiskanna á botni sundsins milli eyjarinnar og meginlandsins. Ekki fylgir sögunni hvernig tryggingamálin standa hjá leigutakanum, en víst er að tjónið er mikið. Sjá má bílinn rúlla af ferjunni hér að ofan.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent