Karfan vill tvöfalda hlut sinn úr Afrekssjóði á árinu: „Þetta er það sem við þurfum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 19:00 Handbolti, körfubolti, sund og frjálsíþróttir fengu stærstu sneiðarnar af afreksjóðskökunni þetta árið en þessi fjögur samband fengu í heildina tæpan helming upphæðarinnar sem var úthlutað í dag.Nýr og sögulegur samningur ÍSÍ við ríkið var undirritaður á síðasta ári sem tryggir afrekssjóði 100 milljóna króna hækkun á ári hverju fram til 2019 og endar hann í 400 milljónum. 150 fóru í dag og 100 til viðbótar verður úthlutað þegar nær dregur sumri. „Þessi úthlutun er eftir reglunum sem eru nú í gildi en síðar verður úthlutað á vordögum eða snemma sumars þeim 100 milljónum sem eftir standa og það verður væntanlega eftir því regluverki sem verið er að vinna að og verða væntanlega klárar í kringum íþróttaþing í byrjun maí,“ segir Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ. „Það er ljóst að peningarnir eru að aukast mjög mikið og það gefur möguleika á að gera fleiri ánægða að sjálfsögðu.“ Það er ekkert grín að halda uppi afreksstarfi á Íslandi og sérsamböndin þurfa því á þessum styrkjum að halda. Sumir eru sáttir - aðrir ósáttir því alltaf er þörf á meiri peningum. Körfuboltasambandið á fyrir höndum stórt ár þar sem karlalandsliðið er á leið á EM í haust. Það fékk tíu milljónum krónum minna en handboltinn sem einnig er að senda A-landslið karla á EM. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Við erum afar sátt með það sem við erum að fá úr úthlutuninni en maður vill alltaf meira. Við erum bara bjartsýn á að við fáum stóran hlut af þeim nýju 100 milljónum sem verður úthlutað eftir íþróttaþing,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Hann vill fá meira þegar kemur að seinni úthlutuninni í vor. „Við gerum ráð fyrir því að fá ekki undir 30-35 milljónum á þessu ár miðað við hvernig starfið okkar er í dag. Þetta er það sem við þurfum og þetta er það sem við gerum ráð fyrir því að fá. Það eru 100 milljónir eftir og ég geri ráð fyrir því að við fáum allvega 15-20 milljonir af því,“ segir Hannes. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Aðrar íþróttir Körfubolti Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Handbolti, körfubolti, sund og frjálsíþróttir fengu stærstu sneiðarnar af afreksjóðskökunni þetta árið en þessi fjögur samband fengu í heildina tæpan helming upphæðarinnar sem var úthlutað í dag.Nýr og sögulegur samningur ÍSÍ við ríkið var undirritaður á síðasta ári sem tryggir afrekssjóði 100 milljóna króna hækkun á ári hverju fram til 2019 og endar hann í 400 milljónum. 150 fóru í dag og 100 til viðbótar verður úthlutað þegar nær dregur sumri. „Þessi úthlutun er eftir reglunum sem eru nú í gildi en síðar verður úthlutað á vordögum eða snemma sumars þeim 100 milljónum sem eftir standa og það verður væntanlega eftir því regluverki sem verið er að vinna að og verða væntanlega klárar í kringum íþróttaþing í byrjun maí,“ segir Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ. „Það er ljóst að peningarnir eru að aukast mjög mikið og það gefur möguleika á að gera fleiri ánægða að sjálfsögðu.“ Það er ekkert grín að halda uppi afreksstarfi á Íslandi og sérsamböndin þurfa því á þessum styrkjum að halda. Sumir eru sáttir - aðrir ósáttir því alltaf er þörf á meiri peningum. Körfuboltasambandið á fyrir höndum stórt ár þar sem karlalandsliðið er á leið á EM í haust. Það fékk tíu milljónum krónum minna en handboltinn sem einnig er að senda A-landslið karla á EM. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Við erum afar sátt með það sem við erum að fá úr úthlutuninni en maður vill alltaf meira. Við erum bara bjartsýn á að við fáum stóran hlut af þeim nýju 100 milljónum sem verður úthlutað eftir íþróttaþing,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Hann vill fá meira þegar kemur að seinni úthlutuninni í vor. „Við gerum ráð fyrir því að fá ekki undir 30-35 milljónum á þessu ár miðað við hvernig starfið okkar er í dag. Þetta er það sem við þurfum og þetta er það sem við gerum ráð fyrir því að fá. Það eru 100 milljónir eftir og ég geri ráð fyrir því að við fáum allvega 15-20 milljonir af því,“ segir Hannes. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Aðrar íþróttir Körfubolti Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira