Toyota frumsýnir C-HR um helgina Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2017 09:13 Flottar línur í Toyota C-HR. Mikill viðbúnaður hefur verið að undanförnu hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota sem frumsýna nýjan Toyota C-HR næstkomandi laugardag og sunnudag, 7. og 8. janúar. Þessa bíls hefur verið beðið með meiri eftirvæntingu en dæmi eru um í seinni tíð hjá Toyota enda hefur C-HR vakið athygli fyrir fallega hönnun og þykir bíllinn gefa til kynna nýja tíma hjá Toyota. Slípaður demantur var hafður sem fyrirmynd að útliti bílsins bæði að utan og innan enda þykir C-HR glæsilegur á götu og vekur eftirtekt hvar sem hann fer. Aksturseiginleikar eru góðir og vel fer um ökumann og farþega í bílnum. C-HR er fáanlegur í nokkrum útfærslum og kostar hann frá 3.940.000 kr. Opið verður hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi á laugardag, 7. janúar frá kl. 12:00 – 16:00 og auk þess verður opið á sunnudag á sama tíma hjá Toyota Kauptúni og Toyota Akureyri.C-HR fæst í hrikalega flottum litum. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent
Mikill viðbúnaður hefur verið að undanförnu hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota sem frumsýna nýjan Toyota C-HR næstkomandi laugardag og sunnudag, 7. og 8. janúar. Þessa bíls hefur verið beðið með meiri eftirvæntingu en dæmi eru um í seinni tíð hjá Toyota enda hefur C-HR vakið athygli fyrir fallega hönnun og þykir bíllinn gefa til kynna nýja tíma hjá Toyota. Slípaður demantur var hafður sem fyrirmynd að útliti bílsins bæði að utan og innan enda þykir C-HR glæsilegur á götu og vekur eftirtekt hvar sem hann fer. Aksturseiginleikar eru góðir og vel fer um ökumann og farþega í bílnum. C-HR er fáanlegur í nokkrum útfærslum og kostar hann frá 3.940.000 kr. Opið verður hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi á laugardag, 7. janúar frá kl. 12:00 – 16:00 og auk þess verður opið á sunnudag á sama tíma hjá Toyota Kauptúni og Toyota Akureyri.C-HR fæst í hrikalega flottum litum.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent