Umfjöllun og myndir: Keflavík - Snæfell 66-73 | Snæfell vann toppslaginn Guðmundur Steinarsson í Keflavík skrifar 7. janúar 2017 19:15 Það var hart barist á Sunnubrautinni í dag. Vísir/Daníel Þór Snæfell gerði góða ferð til Keflavíkur og vann sjö stiga sigur, 66-73, á heimakonum í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild kvenna í dag. Það voru tvö efstu lið deildarinnar sem voru mætt til leiks í TM-höllina í dag. Keflavík á toppnum með 22 stig og Snæfell í 2. sæti með 18 stig, það mátti því búast við hörkuleik og það fengum við svo sannarlega í dag. Snæfell byrjaði leikinn betur, voru miklu grimmari en heimastúlkur. Gestirnir úr Hólminum sóttu ákveðið að körfunni og skrefi framar en Keflavík að hirða fráköst. Keflavíkurstúlkur vöknuðu af værum blundi í 2. leikhluta, skelltu þá í lás í vörninni og sóknarleikur liðsins varð betri. Fór því svo að þær unnu 2. leikhluta 22-9 og voru 6 stigum yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur var á svipuðum nótum, Snæfell var betri aðilinn í 3. leikhluta og náði að saxa á forskot Keflvíkinga niður í 3 stig fyrir loka fjórðunginn. Fjórði leikhluti var æsispennandi, liðin skiptust á að hafa forystu og hleyptu hvort öðru aldrei langt undan. Þegar rúm sekúnda var eftir af leiknum var Snæfell 1 stigi yfir 62-63. Þá braut Andrea Björt Ólafsdóttir á Ariönu Moorer í 3ja stiga skoti. Moorer fór á vítalínuna og hafði 3 tilraunir til þess að jafna og koma sínu liði yfir. Hún brenndi af fyrsta skotinu, setti það næsta niður og brenndi af því þriðja. Leikurinn því jafn 63-63 þegar leiktíminn rann út og því framlengt. Snæfell eða réttara sagt Aaryn Wiley rúllaði framlengingunni upp, hún skoraði 8 af 10 stigum Snæfellinga á meðan Keflavík skoraði bara 3 stig. Það fór því svo að Snæfell vann í geggjuðum leik milli tveggja efstu liðanna í deildinni.Af hverju vann Snæfell ? Snæfell getur þakkað Wiley sigur að miklu leiti. Hún skoraði 8 af 10 stigum liðsins í framlengingunni. Annars hefði þessi leikur getað endað hvernig sem er. Bæði lið spiluðu vel og áttu sínar rispur. Það er kannski hægt að skrifa þennan sigur á reynslu og seiglu. Því munurinn á liðunum var nánast engin.Bestu menn vallarins Wiley var allt í öllu hjá Snæfell hún skoraði 31 stig og var með 10 fráköst. Wiley stjórnaði leik Snæfellinga heilt yfir vel í dag. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði mikilvægar körfur í 4. leikhluta ásamt því að taka 9 fráköst. Ariana Moorer var yfirburðar hjá Keflvíkingum 26 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar er gott dagsverk. Hún klikkaði reyndar á ögurstundu þegar hún fékk 3 vítaskot til þess að svo gott sem að klára leikinn en allt kom fyrir ekki.Tölfræði sem vakti athygli. 3ja stiga nýting Keflvíkinga var slök, 11% eða 3 af 28 skotum sem fóru ofan í og 2ja stiga nýtingin var 39%. Hjá Snæfell var þessi nýting 28 % í 3ja stiga móti 42%. Þar fyrir utan eru heimastelpur nánast yfir í tölfræðiþáttum leiksins sem skipta máli.Hvað gekk illa ? Liðunum gekk illa að halda forystu. Bæði lið náðu flottum áhlaupum og komust í þetta 5-7 forystu sem þau köstuðu svo frá sér. Var líkt að þeim liði hálfilla að vera yfir í leiknum. Það svo sem ekki yfir miklu að kvarta í leiknum. Leikurinn var frábær skemmtun og hafði upp á allt að bjóða.Keflavík-Snæfell 66-73 (12-19, 22-9, 16-19, 13-16, 3-10) Keflavík: Ariana Moorer 26/17 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/10 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 12/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 6, Þóranna Kika Hodge-Carr 5/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, Erna Hákonardóttir 1. Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 31/10 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11/9 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9/6 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 9/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/4 varin skot, María Björnsdóttir 4, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/4 fráköst.vísir/daníel þórvísir/daníelvísir/daníel þór Dominos-deild kvenna Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Snæfell gerði góða ferð til Keflavíkur og vann sjö stiga sigur, 66-73, á heimakonum í uppgjöri toppliðanna í Domino's deild kvenna í dag. Það voru tvö efstu lið deildarinnar sem voru mætt til leiks í TM-höllina í dag. Keflavík á toppnum með 22 stig og Snæfell í 2. sæti með 18 stig, það mátti því búast við hörkuleik og það fengum við svo sannarlega í dag. Snæfell byrjaði leikinn betur, voru miklu grimmari en heimastúlkur. Gestirnir úr Hólminum sóttu ákveðið að körfunni og skrefi framar en Keflavík að hirða fráköst. Keflavíkurstúlkur vöknuðu af værum blundi í 2. leikhluta, skelltu þá í lás í vörninni og sóknarleikur liðsins varð betri. Fór því svo að þær unnu 2. leikhluta 22-9 og voru 6 stigum yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur var á svipuðum nótum, Snæfell var betri aðilinn í 3. leikhluta og náði að saxa á forskot Keflvíkinga niður í 3 stig fyrir loka fjórðunginn. Fjórði leikhluti var æsispennandi, liðin skiptust á að hafa forystu og hleyptu hvort öðru aldrei langt undan. Þegar rúm sekúnda var eftir af leiknum var Snæfell 1 stigi yfir 62-63. Þá braut Andrea Björt Ólafsdóttir á Ariönu Moorer í 3ja stiga skoti. Moorer fór á vítalínuna og hafði 3 tilraunir til þess að jafna og koma sínu liði yfir. Hún brenndi af fyrsta skotinu, setti það næsta niður og brenndi af því þriðja. Leikurinn því jafn 63-63 þegar leiktíminn rann út og því framlengt. Snæfell eða réttara sagt Aaryn Wiley rúllaði framlengingunni upp, hún skoraði 8 af 10 stigum Snæfellinga á meðan Keflavík skoraði bara 3 stig. Það fór því svo að Snæfell vann í geggjuðum leik milli tveggja efstu liðanna í deildinni.Af hverju vann Snæfell ? Snæfell getur þakkað Wiley sigur að miklu leiti. Hún skoraði 8 af 10 stigum liðsins í framlengingunni. Annars hefði þessi leikur getað endað hvernig sem er. Bæði lið spiluðu vel og áttu sínar rispur. Það er kannski hægt að skrifa þennan sigur á reynslu og seiglu. Því munurinn á liðunum var nánast engin.Bestu menn vallarins Wiley var allt í öllu hjá Snæfell hún skoraði 31 stig og var með 10 fráköst. Wiley stjórnaði leik Snæfellinga heilt yfir vel í dag. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði mikilvægar körfur í 4. leikhluta ásamt því að taka 9 fráköst. Ariana Moorer var yfirburðar hjá Keflvíkingum 26 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar er gott dagsverk. Hún klikkaði reyndar á ögurstundu þegar hún fékk 3 vítaskot til þess að svo gott sem að klára leikinn en allt kom fyrir ekki.Tölfræði sem vakti athygli. 3ja stiga nýting Keflvíkinga var slök, 11% eða 3 af 28 skotum sem fóru ofan í og 2ja stiga nýtingin var 39%. Hjá Snæfell var þessi nýting 28 % í 3ja stiga móti 42%. Þar fyrir utan eru heimastelpur nánast yfir í tölfræðiþáttum leiksins sem skipta máli.Hvað gekk illa ? Liðunum gekk illa að halda forystu. Bæði lið náðu flottum áhlaupum og komust í þetta 5-7 forystu sem þau köstuðu svo frá sér. Var líkt að þeim liði hálfilla að vera yfir í leiknum. Það svo sem ekki yfir miklu að kvarta í leiknum. Leikurinn var frábær skemmtun og hafði upp á allt að bjóða.Keflavík-Snæfell 66-73 (12-19, 22-9, 16-19, 13-16, 3-10) Keflavík: Ariana Moorer 26/17 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13/10 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 12/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 6, Þóranna Kika Hodge-Carr 5/5 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 3/8 fráköst/3 varin skot, Erna Hákonardóttir 1. Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 31/10 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11/9 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9/6 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 9/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/4 varin skot, María Björnsdóttir 4, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/4 fráköst.vísir/daníel þórvísir/daníelvísir/daníel þór
Dominos-deild kvenna Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira