Kærður til lögreglu og gat ekki sótt mikla peninga til Dúbaí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2016 13:30 Hinrik Ingi Óskarsson varð af um 7000 dollurum í Dúbaí. mynd/hinrik ingi Hinrik Ingi Óskarsson, sem sviptur var Íslandsmeistaratitli í Crossfit fyrir rúmum þremur vikum, hefur verið kærður til lögreglu af lyfjaeftirliti Íþrótta- og Ólympíusambands vegna hótana Hinriks í garð tveggja starfsmanna lyfjaeftirlitsins sem hugðust framkvæma lyfjapróf. Eins og fram hefur komið neitaði Hinrik Ingi að gangast undir lyfjapróf og sömu sögu var að segja um Berg Sverrisson sem hafnaði í öðru sæti. Settir í bann Óhætt er að segja að uppákoman í Digranesi hafi verið hin undarlegasta því Hinrik og Bergur voru báðir sæmdir verðlaunum sínum eftir að hafa neitað að gangast undir lyfjaprófið. Síðar um kvöldið var svo greint frá því að Hinrik og Bergur hefðu verið sviptir verðlaununum og settir í tveggja ára bann frá keppni og æfingum í Crossfitstöðvum hér á landi.Nú er málið á borði lögreglu og staðfestir Hinrik Ingi í samtali við Vísi að tekin hafi verið skýrsla af honum vegna málsins. Hann eigi þó ekki von á því að málið fari neitt lengra miðað við orð lögreglumanna í skýrslutökunni. Hinrik gerði upp helgina í viðtali við Vísi og sömuleiðis í Akraborginni eftir Íslandsmótið. Þar þvertók hann fyrir að hafa hótað einum né neinum í tengslum við lyfjaprófið. Hann hefði tekið möppu af lyfjaeftirlitsmanni en það hefði verið allt og sumt. Hann væri ekki af baki dottinn og væri á leiðinni til keppni á Crossfit-móti í Dúbaí um tveimur vikum síðar. Missti af 800 þúsund krónum Svo fór hins vegar að Hinrik Ingi keppti ekki á mótinu í Dúbaí og varð af um 7000 dollurum, um átta hundruð þúsund krónum, sem hann hafði unnið sér inn með því að öðlast keppnisrétt. Hinrik mætti hins vegar aldrei til Dúbaí og var því ekki á svæðinu þegar nafn hans var lesið upp fyrsta daginn. Hinrik segir í samtali við Vísi að það hafi hins vegar ekkert tengst lyfjaprófum í Dúbaí. Þvert á móti hefði hann einmitt vilja fara til Dúbaí og gangast undir lyfjapróf til að sanna að hann væri ekki á sterum. Upp hafi komið vandamál með vegabréf hans þegar halda átti frá Amsterdam til Dúbaí. Innan við hálft ár hafi verið eftir af gildistíma vegabréfsins og hann hafi því ekki getað flogið til Dúbaí. „Þetta var ákveðinn skellur, ofan á allt hitt,“ segir Hinrik en ljóst er að tveggja ára bannið hefur haft mikil áhrif á Hinrik enda snýst líf hans um Crossfit. Hann sér eðlilega á eftir peningunum og sömuleiðis þeim sem fóru í flug og gistingu en ekkert af því fékkst endurgreitt. Það séu þó smámunir samanborið við að hafa misst af tækifærinu til að keppa, fara í lyfjapróf og sanna sakleysi sitt. CrossFit Tengdar fréttir Enginn virðist hafa verið leiddur í lyfjaprófsgildru á CrossFit-mótinu Verkefnastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ segir lyfjaprófun á Íslandsmótinu í CrossFit hafa verið samkvæmt bókinni. 28. nóvember 2016 16:45 Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf "Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. 28. nóvember 2016 15:03 Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. 28. nóvember 2016 10:46 Úrslit Íslandsmótsins í CrossFit uppfærð Eins og fram kom á Vísi voru Hinrik Ingi Óskarsson og Bergur Sverrisson, sem lentu í 1. og 2. sæti á Íslandsmótinu í CrossFit, sviptir verðlaunum sínum eftir að þeir neituðu að gangast undir lyfjapróf að mótinu loknu. Þeir voru einnig dæmdir í tveggja ára bann frá CrossFit á Íslandi. 28. nóvember 2016 23:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Hinrik Ingi Óskarsson, sem sviptur var Íslandsmeistaratitli í Crossfit fyrir rúmum þremur vikum, hefur verið kærður til lögreglu af lyfjaeftirliti Íþrótta- og Ólympíusambands vegna hótana Hinriks í garð tveggja starfsmanna lyfjaeftirlitsins sem hugðust framkvæma lyfjapróf. Eins og fram hefur komið neitaði Hinrik Ingi að gangast undir lyfjapróf og sömu sögu var að segja um Berg Sverrisson sem hafnaði í öðru sæti. Settir í bann Óhætt er að segja að uppákoman í Digranesi hafi verið hin undarlegasta því Hinrik og Bergur voru báðir sæmdir verðlaunum sínum eftir að hafa neitað að gangast undir lyfjaprófið. Síðar um kvöldið var svo greint frá því að Hinrik og Bergur hefðu verið sviptir verðlaununum og settir í tveggja ára bann frá keppni og æfingum í Crossfitstöðvum hér á landi.Nú er málið á borði lögreglu og staðfestir Hinrik Ingi í samtali við Vísi að tekin hafi verið skýrsla af honum vegna málsins. Hann eigi þó ekki von á því að málið fari neitt lengra miðað við orð lögreglumanna í skýrslutökunni. Hinrik gerði upp helgina í viðtali við Vísi og sömuleiðis í Akraborginni eftir Íslandsmótið. Þar þvertók hann fyrir að hafa hótað einum né neinum í tengslum við lyfjaprófið. Hann hefði tekið möppu af lyfjaeftirlitsmanni en það hefði verið allt og sumt. Hann væri ekki af baki dottinn og væri á leiðinni til keppni á Crossfit-móti í Dúbaí um tveimur vikum síðar. Missti af 800 þúsund krónum Svo fór hins vegar að Hinrik Ingi keppti ekki á mótinu í Dúbaí og varð af um 7000 dollurum, um átta hundruð þúsund krónum, sem hann hafði unnið sér inn með því að öðlast keppnisrétt. Hinrik mætti hins vegar aldrei til Dúbaí og var því ekki á svæðinu þegar nafn hans var lesið upp fyrsta daginn. Hinrik segir í samtali við Vísi að það hafi hins vegar ekkert tengst lyfjaprófum í Dúbaí. Þvert á móti hefði hann einmitt vilja fara til Dúbaí og gangast undir lyfjapróf til að sanna að hann væri ekki á sterum. Upp hafi komið vandamál með vegabréf hans þegar halda átti frá Amsterdam til Dúbaí. Innan við hálft ár hafi verið eftir af gildistíma vegabréfsins og hann hafi því ekki getað flogið til Dúbaí. „Þetta var ákveðinn skellur, ofan á allt hitt,“ segir Hinrik en ljóst er að tveggja ára bannið hefur haft mikil áhrif á Hinrik enda snýst líf hans um Crossfit. Hann sér eðlilega á eftir peningunum og sömuleiðis þeim sem fóru í flug og gistingu en ekkert af því fékkst endurgreitt. Það séu þó smámunir samanborið við að hafa misst af tækifærinu til að keppa, fara í lyfjapróf og sanna sakleysi sitt.
CrossFit Tengdar fréttir Enginn virðist hafa verið leiddur í lyfjaprófsgildru á CrossFit-mótinu Verkefnastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ segir lyfjaprófun á Íslandsmótinu í CrossFit hafa verið samkvæmt bókinni. 28. nóvember 2016 16:45 Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf "Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. 28. nóvember 2016 15:03 Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01 Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. 28. nóvember 2016 10:46 Úrslit Íslandsmótsins í CrossFit uppfærð Eins og fram kom á Vísi voru Hinrik Ingi Óskarsson og Bergur Sverrisson, sem lentu í 1. og 2. sæti á Íslandsmótinu í CrossFit, sviptir verðlaunum sínum eftir að þeir neituðu að gangast undir lyfjapróf að mótinu loknu. Þeir voru einnig dæmdir í tveggja ára bann frá CrossFit á Íslandi. 28. nóvember 2016 23:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Enginn virðist hafa verið leiddur í lyfjaprófsgildru á CrossFit-mótinu Verkefnastjóri Lyfjaeftirlits ÍSÍ segir lyfjaprófun á Íslandsmótinu í CrossFit hafa verið samkvæmt bókinni. 28. nóvember 2016 16:45
Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf "Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf. 28. nóvember 2016 15:03
Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum Hinrik Ingi Óskarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í Crossfit í dag. Óvíst er hvort hann haldi titlinum. 27. nóvember 2016 22:01
Við viljum að CrossFit sé hrein íþrótt á Íslandi Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands og mótsstjóri á Íslandsmótinu, var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. 28. nóvember 2016 10:46
Úrslit Íslandsmótsins í CrossFit uppfærð Eins og fram kom á Vísi voru Hinrik Ingi Óskarsson og Bergur Sverrisson, sem lentu í 1. og 2. sæti á Íslandsmótinu í CrossFit, sviptir verðlaunum sínum eftir að þeir neituðu að gangast undir lyfjapróf að mótinu loknu. Þeir voru einnig dæmdir í tveggja ára bann frá CrossFit á Íslandi. 28. nóvember 2016 23:00