Ísraelska stjórnarandstaðan gagnrýnir Netanyahu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. desember 2016 16:41 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Vísir/EPA Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Ísrael hafa gagnrýnt forsætisráðherra landsins, Benjamín Netanyahu harðlega undanfarna daga fyrir viðbrögð sín við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Í ályktun öryggisráðsins var uppbygging landnemabyggða Ísraela á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalemborgar gagnrýnd. Segja leiðtogar stjórnarandstöðunnar að Netanyahu hafi skaðað hagsmuni landsins með ofsafengnum viðbrögðum sínum undanfarna daga. Síðan ályktunin var samþykkt hefur ríkisstjórn Netanyahu unnið að því að skera niður samvinnu í utanríkismálum milli Ísraels og þeirra landa sem fulltrúa eiga í öryggisráðinu. Þá hefur Ísrael kallað sendiherra sína heim frá Nýja-Sjálandi og Senegal. Einnig hafa yfirvöld í Ísrael stöðvað þróunarsamvinnuverkefni sem Ísrael átti með Senegal og þá hefur Netanyahu heitið því að draga úr fjárstuðningi Ísraela við hinar ýmsu stofnanir innan Sameinuðu þjóðanna. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Ísrael hafa sagt að hér sé ekki um neina ákveðna utanríkisstefnu að ræða heldur hreinlega ofsafengin viðbrögð sem ráðist af tilfinningum. Hafa þeir bent á að Ísrael eigi nú þegar nóg af andstæðingum sem vilji einangra landið á alþjóðlegum vettvangi, það sé algjör óþarfi að þarlend stjórnvöld taki þátt í því líka. Netanyahu hefur varið aðgerðir ríkisstjórnar sinnar og sagt að einu viðbrögðin sem ríkið geti sýnt við ályktuninni séu hörð viðbrögð, einfaldlega vegna þess að framtíð Ísraels sé í húfi. Tengdar fréttir Netanyahu segir ályktun Öryggisráðsins svívirðilega Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir það svívirðilegt að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt ályktun þar sem kallað er eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu frekari landnemabyggða á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalem. 24. desember 2016 09:44 Öryggisráðið kallar eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu landnemabyggða Þetta er í fyrsta skiptið sem Bandaríkjamenn beita ekki neitunarvaldi sínu gegn ályktunum sem gagnrýna Ísraela. 23. desember 2016 21:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Ísrael hafa gagnrýnt forsætisráðherra landsins, Benjamín Netanyahu harðlega undanfarna daga fyrir viðbrögð sín við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Í ályktun öryggisráðsins var uppbygging landnemabyggða Ísraela á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalemborgar gagnrýnd. Segja leiðtogar stjórnarandstöðunnar að Netanyahu hafi skaðað hagsmuni landsins með ofsafengnum viðbrögðum sínum undanfarna daga. Síðan ályktunin var samþykkt hefur ríkisstjórn Netanyahu unnið að því að skera niður samvinnu í utanríkismálum milli Ísraels og þeirra landa sem fulltrúa eiga í öryggisráðinu. Þá hefur Ísrael kallað sendiherra sína heim frá Nýja-Sjálandi og Senegal. Einnig hafa yfirvöld í Ísrael stöðvað þróunarsamvinnuverkefni sem Ísrael átti með Senegal og þá hefur Netanyahu heitið því að draga úr fjárstuðningi Ísraela við hinar ýmsu stofnanir innan Sameinuðu þjóðanna. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Ísrael hafa sagt að hér sé ekki um neina ákveðna utanríkisstefnu að ræða heldur hreinlega ofsafengin viðbrögð sem ráðist af tilfinningum. Hafa þeir bent á að Ísrael eigi nú þegar nóg af andstæðingum sem vilji einangra landið á alþjóðlegum vettvangi, það sé algjör óþarfi að þarlend stjórnvöld taki þátt í því líka. Netanyahu hefur varið aðgerðir ríkisstjórnar sinnar og sagt að einu viðbrögðin sem ríkið geti sýnt við ályktuninni séu hörð viðbrögð, einfaldlega vegna þess að framtíð Ísraels sé í húfi.
Tengdar fréttir Netanyahu segir ályktun Öryggisráðsins svívirðilega Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir það svívirðilegt að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt ályktun þar sem kallað er eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu frekari landnemabyggða á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalem. 24. desember 2016 09:44 Öryggisráðið kallar eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu landnemabyggða Þetta er í fyrsta skiptið sem Bandaríkjamenn beita ekki neitunarvaldi sínu gegn ályktunum sem gagnrýna Ísraela. 23. desember 2016 21:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Netanyahu segir ályktun Öryggisráðsins svívirðilega Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir það svívirðilegt að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt ályktun þar sem kallað er eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu frekari landnemabyggða á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalem. 24. desember 2016 09:44
Öryggisráðið kallar eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu landnemabyggða Þetta er í fyrsta skiptið sem Bandaríkjamenn beita ekki neitunarvaldi sínu gegn ályktunum sem gagnrýna Ísraela. 23. desember 2016 21:00