IKEA losar sig við sexkantinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2016 17:42 Það fer hver að verða síðastur að bera sexkantana augum í húsakynnum IKEA í Kauptúni. VÍSIR/ANTON BRINK Sænskir miðlar greina nú frá því að húsgagnarisinn IKEA hafi í hyggju að draga stórlega úr vægi sexkantsins sem hefur verið órjúfanlegur þáttur í uppsetningu á vörum fyrirtæksins í áraraðir. IKEA hafi þessi í stað sett stefnuna á að húsgögnin fyrirtækisins muni í auknum mæli verða smellt saman - án aðkomu nokkurra verkfæra. Það verði því ekki einungis sexkanturinn sem muni brátt heyra sögunni til heldur muni pokarnir sem innihalda skrúfur í mismunandi stærðum einnig hverfa á braut. Forstjóri IKEA í Svíþjóð, Jesper Brodin, segir í samtali við Smålänningen og Smålandsposten að þessi breyting muni spara viðskiptavinum dágóðan tíma við uppsetningu húsgagna fyrirtækisins. „Í prófunum tók það um 25 mínútur að skrúfa saman húsgagn að meðaltali en einungis um 3-4 mínútur þegar þeim var smellt saman,“ segir Brodin. Hann segir að það séu einnig fleiri breytingar í vændum hjá fyrirtækinu. Það hafi í hyggju að breyta framleiðsluaðferðum sínum þannig að þeim muni svipa meira til þeirra sem þekkist í bílaiðnaðinum. Það gæti komið til með að spara viðskiptavinum töluverðar upphæðir og nefnir hann í því samhengi um 25-30%. Þá séu nýir sófar á teikniborðinu.Hér að neðan má svo sjá eftirminnilegt atriði úr Áramótaskaupinu 2013. Sterklega má gera ráð fyrir því að persóna Ara Eldjárns muni sakna sexkantsins. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sænskir miðlar greina nú frá því að húsgagnarisinn IKEA hafi í hyggju að draga stórlega úr vægi sexkantsins sem hefur verið órjúfanlegur þáttur í uppsetningu á vörum fyrirtæksins í áraraðir. IKEA hafi þessi í stað sett stefnuna á að húsgögnin fyrirtækisins muni í auknum mæli verða smellt saman - án aðkomu nokkurra verkfæra. Það verði því ekki einungis sexkanturinn sem muni brátt heyra sögunni til heldur muni pokarnir sem innihalda skrúfur í mismunandi stærðum einnig hverfa á braut. Forstjóri IKEA í Svíþjóð, Jesper Brodin, segir í samtali við Smålänningen og Smålandsposten að þessi breyting muni spara viðskiptavinum dágóðan tíma við uppsetningu húsgagna fyrirtækisins. „Í prófunum tók það um 25 mínútur að skrúfa saman húsgagn að meðaltali en einungis um 3-4 mínútur þegar þeim var smellt saman,“ segir Brodin. Hann segir að það séu einnig fleiri breytingar í vændum hjá fyrirtækinu. Það hafi í hyggju að breyta framleiðsluaðferðum sínum þannig að þeim muni svipa meira til þeirra sem þekkist í bílaiðnaðinum. Það gæti komið til með að spara viðskiptavinum töluverðar upphæðir og nefnir hann í því samhengi um 25-30%. Þá séu nýir sófar á teikniborðinu.Hér að neðan má svo sjá eftirminnilegt atriði úr Áramótaskaupinu 2013. Sterklega má gera ráð fyrir því að persóna Ara Eldjárns muni sakna sexkantsins.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira