Lúxusjólapartí Wall Street haldin í leyni Sæunn Gísladóttir skrifar 27. desember 2016 11:15 Fjármálafyrirtæki á Wall Street hafa haft hljótt um jólaveislur sínar í ár. Vísir/AFP Frá því að hafa náð hæstu hæðum í kostnaði í kringum árið 2007 minnkaði umfang jólaveislna fjármálafyrirtækja á Wall Street eftir að efnahagskreppan skall á árið 2008. Reuters greinir frá því að nú séu veislurnar þó að verða stærri í sniðum á ný, skipuleggjendur vilja þó oft ekkert ræða um þær. Matráðsmenn og veisluskipuleggjendur sem Reuters ræddi við segja að þó að ekki sé varið jafn miklu í veislurnar og fyrir árið 2008 sé nú meiri bjartsýni yfir fjármálamarkaðnum og fleiri hafi farið í veislur á Wall Street í ár en í fyrra. Þemu sem meðal annars voru notuð í ár voru vetrarævintýraland og kjötkveðjuhátíð og voru flottir myndatökuklefar og leikjastöðvar í veislunum. Partíin voru haldin í New York, London, Boston, Sydney og í Póllandi svo eitthvað sé nefnt. Venjulega verja fyrirtæki um 100 til 200 þúsund dollurum í veislurnar eða allt að 25 milljónum króna. Einn viðburðaskipuleggjandi sagði í samtali við Reuters að flestir eigi það sameiginlegt að vilja ekki að almenningur viti að verið sé að halda lúxuspartí, því sé mörgu haldið leyndu. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Frá því að hafa náð hæstu hæðum í kostnaði í kringum árið 2007 minnkaði umfang jólaveislna fjármálafyrirtækja á Wall Street eftir að efnahagskreppan skall á árið 2008. Reuters greinir frá því að nú séu veislurnar þó að verða stærri í sniðum á ný, skipuleggjendur vilja þó oft ekkert ræða um þær. Matráðsmenn og veisluskipuleggjendur sem Reuters ræddi við segja að þó að ekki sé varið jafn miklu í veislurnar og fyrir árið 2008 sé nú meiri bjartsýni yfir fjármálamarkaðnum og fleiri hafi farið í veislur á Wall Street í ár en í fyrra. Þemu sem meðal annars voru notuð í ár voru vetrarævintýraland og kjötkveðjuhátíð og voru flottir myndatökuklefar og leikjastöðvar í veislunum. Partíin voru haldin í New York, London, Boston, Sydney og í Póllandi svo eitthvað sé nefnt. Venjulega verja fyrirtæki um 100 til 200 þúsund dollurum í veislurnar eða allt að 25 milljónum króna. Einn viðburðaskipuleggjandi sagði í samtali við Reuters að flestir eigi það sameiginlegt að vilja ekki að almenningur viti að verið sé að halda lúxuspartí, því sé mörgu haldið leyndu.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira