Gengi evru ekki lægra í fjórtán ár Sæunn Gísladóttir skrifar 15. desember 2016 13:12 Sérfræðingar hjá Barclays spá því að evran verði jöfn dollar á þriðja ársfjórðungi 2017 en muni dollarinn svo verða sterkari en evra til lengri tíma litið. Vísir/Valli Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal lækkaði um rúmlega eitt prósent í dag og hefur ekki verið lægra í fjórtán ár. Gengi dollars hefur styrkst verulega eftir að tilkynnt var um stýrivaxtahækkun í gær. Einnig spilaði inn að bandaríski seðlabankinn gaf í skyn að stýrivextir gætu hækkað hraðar árið 2017 en fjárfestar höfðu búist við. Reuters greinir frá þessu. Stýrivextir hækkuðu um 25 punkta í gær eins og greiningaraðilar höfðu búist við. Búist er við að vextir munu hækka þrisvar sinnum á næsta ári en þeir hafa verið hækkaðir tvisvar á árinu. Sérfræðingar hjá Barclays spá því að evran verði jöfn dollar á þriðja ársfjórðungi 2017 en muni dollarinn svo verða sterkari en evra til lengri tíma litið. Gengi evru lækkaði um 0,75 prósent gagnvart íslensku krónunni og er nú í kringum 119 krónur. Gengi Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni hefur hækkað um 1,45 prósent í dag og er nú í kringum 113 krónur. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal lækkaði um rúmlega eitt prósent í dag og hefur ekki verið lægra í fjórtán ár. Gengi dollars hefur styrkst verulega eftir að tilkynnt var um stýrivaxtahækkun í gær. Einnig spilaði inn að bandaríski seðlabankinn gaf í skyn að stýrivextir gætu hækkað hraðar árið 2017 en fjárfestar höfðu búist við. Reuters greinir frá þessu. Stýrivextir hækkuðu um 25 punkta í gær eins og greiningaraðilar höfðu búist við. Búist er við að vextir munu hækka þrisvar sinnum á næsta ári en þeir hafa verið hækkaðir tvisvar á árinu. Sérfræðingar hjá Barclays spá því að evran verði jöfn dollar á þriðja ársfjórðungi 2017 en muni dollarinn svo verða sterkari en evra til lengri tíma litið. Gengi evru lækkaði um 0,75 prósent gagnvart íslensku krónunni og er nú í kringum 119 krónur. Gengi Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni hefur hækkað um 1,45 prósent í dag og er nú í kringum 113 krónur.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira