Freyr fékk mjög gott tilboð frá Kína: „Peningar eru ekki allt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. desember 2016 15:37 Freyr Alexandersson fór ekki til Kína heldur verður áfram með stelpurnar okkar. vísir/valli Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er búinn að framlengja samninginn sinn um tvö ár eins og kom fram fyrr í dag. Freyr verður því áfram með landsliðið eftir Evrópumótið í Hollandi á næsta ári. Breiðhyltingurinn, sem tók við liðinu fyrir þremur árum, íhugaði að segja starfi sínu lausu eftir Evrópumótið og róa á önnur mið en eftir að hugsa mikið um málið ákvað hann að vera áfram. „Sú hugsun var klárlega búin að vera í kollinum á mér. Ég var búinn að flakka með þetta í höfðinu fram og til baka. Sú staða hefði alveg getað komið upp að ég myndi hætta eftir EM. En það er ýmislegt sem kallar á mig bæði persónulega og út frá því hvernig gengur hjá mér og liðinu,“ segir Freyr í samtali við Vísi. „Ég hef trú á því að við munum eiga gott Evrópumót á næsta ári og svo langar mig að koma liðinu á HM 2019 sem er auðvitað í Frakklandi og þar er ég öllum hnútum kunnugur eftir sumarið,“ segir Freyr kíminn, en hann var í teymi íslenska karlalandsliðsins á EM í Frakklandi í sumar.Freyr fagnar eftir að koma stelpunum okkar á EM.vísir/anton brinkPeningar eru ekki allt Freyr segir að ein stærsta ástæða þess að hann skrifaði núna undir við KSÍ er áreiti erlendis frá en hann hefur fengið mikið af tilboðum. Hann biður sína leikmenn um fulla einbeitingu á verkefninu í Hollandi næsta sumar og vill því gera slíkt hið sama og loka á allt sem gæti truflað hann. „Það er búið að vera nokkuð áreiti að utan og ég vil loka á það. Ég er að biðja leikmenn um að skuldbinda sig þannig ég vil sjálfur læsa mig niður og hætta öllum vangaveltum. Ég vil setja fordæmi fyrir stelpurnar og vera heill gagnvart þeim því öll erum við saman í þessu,“ segir Freyr. Þessi 34 ára gamli þjálfari hefur fengið tilboð úr ýmsum áttum, bæði að þjálfa félagslið karla og kvenna og einnig frá akademíum á Norðurlöndum. Eitt tilboð þurfti hann þó að hugsa mjög vel því það hefði getað breytt lífi hans. „Ég fékk tilboð frá Kína og það fékk mig til að hugsa málið. Það var eina starfið sem ég íhugaði alvarlega. Peningar eru ekki allt. Þetta starf hefði verið mjög gott fyrir mig fjárhagslega og mína fjölskyldu en ég fann bara að það hefði verið röng ákvörðun. Það var erfitt að hafna þessu tilboði en ég fann á sama tíma hvað þetta styrkti trú mína í því að ég er á réttum stað,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr skrifar undir nýjan samning Þjálfari kvennalandsliðsins stýrir liðinu áfram eftir EM í Hollandi á næsta ári. 19. desember 2016 15:20 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er búinn að framlengja samninginn sinn um tvö ár eins og kom fram fyrr í dag. Freyr verður því áfram með landsliðið eftir Evrópumótið í Hollandi á næsta ári. Breiðhyltingurinn, sem tók við liðinu fyrir þremur árum, íhugaði að segja starfi sínu lausu eftir Evrópumótið og róa á önnur mið en eftir að hugsa mikið um málið ákvað hann að vera áfram. „Sú hugsun var klárlega búin að vera í kollinum á mér. Ég var búinn að flakka með þetta í höfðinu fram og til baka. Sú staða hefði alveg getað komið upp að ég myndi hætta eftir EM. En það er ýmislegt sem kallar á mig bæði persónulega og út frá því hvernig gengur hjá mér og liðinu,“ segir Freyr í samtali við Vísi. „Ég hef trú á því að við munum eiga gott Evrópumót á næsta ári og svo langar mig að koma liðinu á HM 2019 sem er auðvitað í Frakklandi og þar er ég öllum hnútum kunnugur eftir sumarið,“ segir Freyr kíminn, en hann var í teymi íslenska karlalandsliðsins á EM í Frakklandi í sumar.Freyr fagnar eftir að koma stelpunum okkar á EM.vísir/anton brinkPeningar eru ekki allt Freyr segir að ein stærsta ástæða þess að hann skrifaði núna undir við KSÍ er áreiti erlendis frá en hann hefur fengið mikið af tilboðum. Hann biður sína leikmenn um fulla einbeitingu á verkefninu í Hollandi næsta sumar og vill því gera slíkt hið sama og loka á allt sem gæti truflað hann. „Það er búið að vera nokkuð áreiti að utan og ég vil loka á það. Ég er að biðja leikmenn um að skuldbinda sig þannig ég vil sjálfur læsa mig niður og hætta öllum vangaveltum. Ég vil setja fordæmi fyrir stelpurnar og vera heill gagnvart þeim því öll erum við saman í þessu,“ segir Freyr. Þessi 34 ára gamli þjálfari hefur fengið tilboð úr ýmsum áttum, bæði að þjálfa félagslið karla og kvenna og einnig frá akademíum á Norðurlöndum. Eitt tilboð þurfti hann þó að hugsa mjög vel því það hefði getað breytt lífi hans. „Ég fékk tilboð frá Kína og það fékk mig til að hugsa málið. Það var eina starfið sem ég íhugaði alvarlega. Peningar eru ekki allt. Þetta starf hefði verið mjög gott fyrir mig fjárhagslega og mína fjölskyldu en ég fann bara að það hefði verið röng ákvörðun. Það var erfitt að hafna þessu tilboði en ég fann á sama tíma hvað þetta styrkti trú mína í því að ég er á réttum stað,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr skrifar undir nýjan samning Þjálfari kvennalandsliðsins stýrir liðinu áfram eftir EM í Hollandi á næsta ári. 19. desember 2016 15:20 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Sjá meira
Freyr skrifar undir nýjan samning Þjálfari kvennalandsliðsins stýrir liðinu áfram eftir EM í Hollandi á næsta ári. 19. desember 2016 15:20
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn