Öskubuskuævintýri Hoffenheim heldur áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2016 16:38 Julian Nagelsmann er aðeins 29 ára en að stýra liði í toppslag þýsku 1. deildarinnar. Vísir/Getty Hoffenheim heldur áfram að gera frábæra hluti í þýsku 1. deildinni en liðið komst aftur á sigurbraut eftir þrjú jafntefli í röð með öruggum 4-0 sigri á Köln. Bæði lið fóru frábærlega af stað í þýsku deildinni en hafa gefið eftir í síðustu umferðum. Hoffenheim er þó enn ósigrað eftir tólf leiki en sjö af þeim hafa lokið með jafntefli. Hoffenheim er stýrt af hinum 29 ára Julian Nagelsheim sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir velgengni liðsins. Bæði Hoffenheim og Köln voru með 22 stig fyrir leiki helgarinnar en Hoffenheim hoppar nú upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum. Sandro Wagner skoraði tvö marka Hoffenheim í dag og þeir Jeremy Toljan og Mark Uth eitt hvor. Wagner er í hópi markahæstu leikmönnum þýsku deildarinnar með sjö mörk. Aðeins eitt annað lið í deildinni er enn ósigrað en það eru nýliðar Leipzig sem misstu toppsæti deildarinnar til Bayern, sem vann 3-1 sigur á Mainz, í gærkvöldi. Leipzig getur þó endurheimt efsta sætið með því að leggja Schalke að velli í kvöld. Sá leikur hefst klukkan 17.30.Aubameyang er fagnað í dag.Vísir/GettyDramatískur sigur Berlínarbúa Hertha Berlín hélt þriðja sætinu með 3-2 sigri á Wolfsburg á útivelli þar sem Salomon Kalou skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Dortmund er í fimmta sætinu eftir 4-1 sigur á Gladbach í dag. Pierre-Emerik Aubameyang skoraði tvö mörk fyrir Dortmund og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með fimmtán mörk í tólf leikjum.Aron Jó ónotaður varamaður Þá hafði Werder Bremen betur gegn Ingolstadt, 2-1, en Aron Jóhannsson var ónotaður varamaður í fyrrnefnda liðinu. Þetta var fyrsti sigur Bremen í deildinni síðan 15. október. Bayern og Leipzig eru bæði með 30 stig á toppnum en Bayern er ofar á markatölu. Leipzig á þó leik til góða sem fyrr segir. Hertha, Hoffenheim, Dortmund og Eintracht Frankfurt koma í næstu sætum á eftir en Werder Bremen er í fjórtánda sætinu með aðeins ellefu stig eftir þrettán leiki. Augsburg, lið Alfreðs Finnbogasonar, er í tólfta sæti með þrettán stig en liðið mætir Frankfurt á morgun. Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Hoffenheim heldur áfram að gera frábæra hluti í þýsku 1. deildinni en liðið komst aftur á sigurbraut eftir þrjú jafntefli í röð með öruggum 4-0 sigri á Köln. Bæði lið fóru frábærlega af stað í þýsku deildinni en hafa gefið eftir í síðustu umferðum. Hoffenheim er þó enn ósigrað eftir tólf leiki en sjö af þeim hafa lokið með jafntefli. Hoffenheim er stýrt af hinum 29 ára Julian Nagelsheim sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir velgengni liðsins. Bæði Hoffenheim og Köln voru með 22 stig fyrir leiki helgarinnar en Hoffenheim hoppar nú upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum. Sandro Wagner skoraði tvö marka Hoffenheim í dag og þeir Jeremy Toljan og Mark Uth eitt hvor. Wagner er í hópi markahæstu leikmönnum þýsku deildarinnar með sjö mörk. Aðeins eitt annað lið í deildinni er enn ósigrað en það eru nýliðar Leipzig sem misstu toppsæti deildarinnar til Bayern, sem vann 3-1 sigur á Mainz, í gærkvöldi. Leipzig getur þó endurheimt efsta sætið með því að leggja Schalke að velli í kvöld. Sá leikur hefst klukkan 17.30.Aubameyang er fagnað í dag.Vísir/GettyDramatískur sigur Berlínarbúa Hertha Berlín hélt þriðja sætinu með 3-2 sigri á Wolfsburg á útivelli þar sem Salomon Kalou skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Dortmund er í fimmta sætinu eftir 4-1 sigur á Gladbach í dag. Pierre-Emerik Aubameyang skoraði tvö mörk fyrir Dortmund og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með fimmtán mörk í tólf leikjum.Aron Jó ónotaður varamaður Þá hafði Werder Bremen betur gegn Ingolstadt, 2-1, en Aron Jóhannsson var ónotaður varamaður í fyrrnefnda liðinu. Þetta var fyrsti sigur Bremen í deildinni síðan 15. október. Bayern og Leipzig eru bæði með 30 stig á toppnum en Bayern er ofar á markatölu. Leipzig á þó leik til góða sem fyrr segir. Hertha, Hoffenheim, Dortmund og Eintracht Frankfurt koma í næstu sætum á eftir en Werder Bremen er í fjórtánda sætinu með aðeins ellefu stig eftir þrettán leiki. Augsburg, lið Alfreðs Finnbogasonar, er í tólfta sæti með þrettán stig en liðið mætir Frankfurt á morgun.
Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira