Apple hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2016 21:09 Ljóst er að tæknirisinn ætlar að beita sér á sjálfkeyrandi bílamarkaðnum. Vísir/EPA Stórfyrirtækið Apple hefur viðurkennt í fyrsta skiptið að það hyggst fjárfesta í tækni tengdri sjálfkeyrandi bílum. Þetta kemur fram í bréfi fyrirtækisins til bandarískra samgönguyfirvalda. BBC greinir frá.Í umræddu bréfi kemur fram að Apple telur að gríðarlegan samfélagslegan ávinning megi hafa af sjálfkeyrandi bílum í framtíðinni. Orðrómar um að fyrirtækið hyggðist beita sér í þessum geira hafa lengi verið uppi, en ekki verið staðfestir þar til nú. Talsmaður Apple sagði að í bréfinu til samgönguyfirvalda hefði fyrirtækið lagt áherslu á mikilvægi þess að ríkisvaldið sýndi hófsemi í reglugerðum fyrir sjálfkeyrandi bíla. Þetta væri nauðsynlegt til að tryggja að gömlum sem og nýjum bílaframleiðendum væri ekki mismunað.Leggja til að fyrirtæki sameini krafta sínaApple lagði jafnframt til að fyrirtæki sem væru að framleiða sjálfkeyrandi bíla eða hyggðust gera slíkt myndu sameina krafta sína. Þannig væri hægt að vinna saman að þróunarstarfi bílanna með því að deila upplýsingum um árekstra og önnur lítilvægari óhöpp. Þetta gæti tryggt betri og öruggari aksturskerfi fyrir bílana. Mikilvægt væri að hið opinbera ætti í samstarfi við fyrirtækin um réttláta deilingu og meðferð slíkra upplýsinga. Ekki er ljóst hvort að Apple hyggst framleiða eigin sjálfkeyrandi bíl. Uppi hafa verið kenningar um að fyrirtækið hafi hætt við þau plön til þess að einbeita sér þess í stað að því að framleiða hugbúnað fyrir sjálfkeyrandi bíla sem aðrir framleiðendur geta nýtt sér. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stórfyrirtækið Apple hefur viðurkennt í fyrsta skiptið að það hyggst fjárfesta í tækni tengdri sjálfkeyrandi bílum. Þetta kemur fram í bréfi fyrirtækisins til bandarískra samgönguyfirvalda. BBC greinir frá.Í umræddu bréfi kemur fram að Apple telur að gríðarlegan samfélagslegan ávinning megi hafa af sjálfkeyrandi bílum í framtíðinni. Orðrómar um að fyrirtækið hyggðist beita sér í þessum geira hafa lengi verið uppi, en ekki verið staðfestir þar til nú. Talsmaður Apple sagði að í bréfinu til samgönguyfirvalda hefði fyrirtækið lagt áherslu á mikilvægi þess að ríkisvaldið sýndi hófsemi í reglugerðum fyrir sjálfkeyrandi bíla. Þetta væri nauðsynlegt til að tryggja að gömlum sem og nýjum bílaframleiðendum væri ekki mismunað.Leggja til að fyrirtæki sameini krafta sínaApple lagði jafnframt til að fyrirtæki sem væru að framleiða sjálfkeyrandi bíla eða hyggðust gera slíkt myndu sameina krafta sína. Þannig væri hægt að vinna saman að þróunarstarfi bílanna með því að deila upplýsingum um árekstra og önnur lítilvægari óhöpp. Þetta gæti tryggt betri og öruggari aksturskerfi fyrir bílana. Mikilvægt væri að hið opinbera ætti í samstarfi við fyrirtækin um réttláta deilingu og meðferð slíkra upplýsinga. Ekki er ljóst hvort að Apple hyggst framleiða eigin sjálfkeyrandi bíl. Uppi hafa verið kenningar um að fyrirtækið hafi hætt við þau plön til þess að einbeita sér þess í stað að því að framleiða hugbúnað fyrir sjálfkeyrandi bíla sem aðrir framleiðendur geta nýtt sér.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira