Óvissa um næstu ríkisstjórn hefur áhrif á markaði Sæunn Gísladóttir skrifar 8. desember 2016 10:48 Alþingishúsið við Austurvöll. Vísir/GVA „Það hefur enn áhrif að ekki er almennilega vitað hvaða efnahagsstefnu landið mun taka,“ segir Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, um efnahagsþróunina í nýliðnum mánuði. Aukin trú sé hins vegar á að vextir standi í stað eða lækki og hagtölur gefa til kynna sterka stöðu landsins. Þetta kemur fram í frétt á vef GAMMA. Í samantekt yfir þróun vísitalna GAMMA í nóvember kemur fram að markaðsvísitala GAMMA hafi hækkað um 0,4 prósent í mánuðinum, ríkistryggð skuldabréfavísitala um 0,5 prósent, vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hafi lækkað um 0,1 prósent og hlutabréfavísitalan hækkað um 0,5 prósent. Á hlutabréfamarkaði hækkuðu bréf Sjóvá langmest, eða um 9,5 prósent á meðan mesta lækkun varð á bréfum Granda og Marel, um 2,6 prósent og 2,2 prósent. „Á hlutabréfamarkaði hefur framvindan haldist svipuð milli mánaða, þar sem fram kemur munur á þróuninni hjá innlendum hlutafélögum og svo hinum sem frekar verða fyrir áhrifum af þróun erlendis og styrkingu krónunnar,“ segir Valdimar. Þessi mismunur skili sér líka í því að sjóðir sem séu „þungir af íslenskum félögum“ hafi skilað ávöxtun umfram vísitöluna, sem sé dregin aðeins niður af félögum á borð við Icelandair og Marel sem hafi lækkað síðustu misseri. Valdimar Ármann.Mynd/Svenni Speight Krónan hefur áhrif á gengiHækkun bréfa Sjóvár í mánuðinum segir Valdimar að skýrist af góðu uppgjöri sem félagið hafi skilað í lok október, en lækkun á gengi bréfa Marel og Granda skýrist svo að hluta af styrkingu krónunnar. „Marel er einfaldlega erlent fyrirtæki þannig að þó svo að fyrirtækinu gangi vel og ávöxtun hjá því sé ágæt í evrum talið og verðmat fyrirtækisins jafnvel að hækka í evrum, þá nær fyrirtækið ekki, vegna styrkingar krónunnar, að hækka í krónum talið,“ segir Valdimar. Og búist markaðurinn við áframhaldandi styrkingu krónunnar þá geti það haft letjandi áhrif á viðskipti með bréf Marel hér á landi. „Þetta hefur í raun ekkert með reksturinn á sjálfu fyrirtækinu að gera.“ Þá verði Grandi líka fyrir beinum áhrifum af styrkingu krónunnar sem skýri lækkunina þar að hluta. „Grandi er með erlendar tekjur, selur fisk í erlendri mynt, þannig að þær tekjur, þegar þeim er skipt yfir í krónur eru að lækka.“ Við bætist svo að Grandi sé í þeim hópi fyrirtækja sem verði fyrir hvað mestum áhrifum af óvissu um skipun næstu ríkisstjórnar. „Ef veiðileyfagjald verður hækkað, sett á auðlindagjald, eða kvótakerfinu umbylt þá er þetta náttúrlega félag sem verður fyrir beinum áhrifum af slíku.“ Vextir mögulega að lækka„Skuldabréfamarkaðurinn hefur verið tiltölulega jákvæður áfram og menn staðfastir á því að vextir fari ekki hækkandi næstu mánuði og frekar von á því að þeir fari lækkandi.“ Í þessum efnum segir Valdimar meðal annars horft til síðustu vaxtaákvörðunar Seðlabankans, þar sem vöxtum var haldið óbreyttum, en fram kom í fundargerð peningastefnunefndar að tveir nefndarmenn hafi viljað lækka vexti um 0,25 prósentustig. „Það sýnir að vextir á Íslandi eru að fara að standa í stað og mögulega lækka. Það hefur stutt við skuldabréfamarkaðinn áfram og sama á við um hlutabréfamarkaðinn.“ Heilt yfir hafi hins vegar enn töluverð áhrif á þróunina á markaði áframhaldandi sveiflur í kring um fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum. „Uppi er mikil óvissa um hvaða efnahagsstefnu landið mun taka,“ segir Valdimar. Þessi óvissa leiði til þess að fjárfestar haldi að einhverju leyti að sér höndum á meðan hún sé uppi og gæti mögulega farið að hafa áhrif á ákvarðanir hjá fyrirtækjum, þó þess sjáist ekki merki enn. Fréttir af flugi Mest lesið Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
„Það hefur enn áhrif að ekki er almennilega vitað hvaða efnahagsstefnu landið mun taka,“ segir Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, um efnahagsþróunina í nýliðnum mánuði. Aukin trú sé hins vegar á að vextir standi í stað eða lækki og hagtölur gefa til kynna sterka stöðu landsins. Þetta kemur fram í frétt á vef GAMMA. Í samantekt yfir þróun vísitalna GAMMA í nóvember kemur fram að markaðsvísitala GAMMA hafi hækkað um 0,4 prósent í mánuðinum, ríkistryggð skuldabréfavísitala um 0,5 prósent, vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hafi lækkað um 0,1 prósent og hlutabréfavísitalan hækkað um 0,5 prósent. Á hlutabréfamarkaði hækkuðu bréf Sjóvá langmest, eða um 9,5 prósent á meðan mesta lækkun varð á bréfum Granda og Marel, um 2,6 prósent og 2,2 prósent. „Á hlutabréfamarkaði hefur framvindan haldist svipuð milli mánaða, þar sem fram kemur munur á þróuninni hjá innlendum hlutafélögum og svo hinum sem frekar verða fyrir áhrifum af þróun erlendis og styrkingu krónunnar,“ segir Valdimar. Þessi mismunur skili sér líka í því að sjóðir sem séu „þungir af íslenskum félögum“ hafi skilað ávöxtun umfram vísitöluna, sem sé dregin aðeins niður af félögum á borð við Icelandair og Marel sem hafi lækkað síðustu misseri. Valdimar Ármann.Mynd/Svenni Speight Krónan hefur áhrif á gengiHækkun bréfa Sjóvár í mánuðinum segir Valdimar að skýrist af góðu uppgjöri sem félagið hafi skilað í lok október, en lækkun á gengi bréfa Marel og Granda skýrist svo að hluta af styrkingu krónunnar. „Marel er einfaldlega erlent fyrirtæki þannig að þó svo að fyrirtækinu gangi vel og ávöxtun hjá því sé ágæt í evrum talið og verðmat fyrirtækisins jafnvel að hækka í evrum, þá nær fyrirtækið ekki, vegna styrkingar krónunnar, að hækka í krónum talið,“ segir Valdimar. Og búist markaðurinn við áframhaldandi styrkingu krónunnar þá geti það haft letjandi áhrif á viðskipti með bréf Marel hér á landi. „Þetta hefur í raun ekkert með reksturinn á sjálfu fyrirtækinu að gera.“ Þá verði Grandi líka fyrir beinum áhrifum af styrkingu krónunnar sem skýri lækkunina þar að hluta. „Grandi er með erlendar tekjur, selur fisk í erlendri mynt, þannig að þær tekjur, þegar þeim er skipt yfir í krónur eru að lækka.“ Við bætist svo að Grandi sé í þeim hópi fyrirtækja sem verði fyrir hvað mestum áhrifum af óvissu um skipun næstu ríkisstjórnar. „Ef veiðileyfagjald verður hækkað, sett á auðlindagjald, eða kvótakerfinu umbylt þá er þetta náttúrlega félag sem verður fyrir beinum áhrifum af slíku.“ Vextir mögulega að lækka„Skuldabréfamarkaðurinn hefur verið tiltölulega jákvæður áfram og menn staðfastir á því að vextir fari ekki hækkandi næstu mánuði og frekar von á því að þeir fari lækkandi.“ Í þessum efnum segir Valdimar meðal annars horft til síðustu vaxtaákvörðunar Seðlabankans, þar sem vöxtum var haldið óbreyttum, en fram kom í fundargerð peningastefnunefndar að tveir nefndarmenn hafi viljað lækka vexti um 0,25 prósentustig. „Það sýnir að vextir á Íslandi eru að fara að standa í stað og mögulega lækka. Það hefur stutt við skuldabréfamarkaðinn áfram og sama á við um hlutabréfamarkaðinn.“ Heilt yfir hafi hins vegar enn töluverð áhrif á þróunina á markaði áframhaldandi sveiflur í kring um fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum. „Uppi er mikil óvissa um hvaða efnahagsstefnu landið mun taka,“ segir Valdimar. Þessi óvissa leiði til þess að fjárfestar haldi að einhverju leyti að sér höndum á meðan hún sé uppi og gæti mögulega farið að hafa áhrif á ákvarðanir hjá fyrirtækjum, þó þess sjáist ekki merki enn.
Fréttir af flugi Mest lesið Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira