Norsk tröll María Bjarnadóttir skrifar 9. desember 2016 07:00 Tveimur dögum áður en ákærur voru gefnar út í nokkrum málum vegna hatursáróðurs á Íslandi mælti norski forsætisráðherrann fyrir nýrri aðgerðaáætlun þarlendra stjórnvalda gegn hatri og hatursáróðri í samfélaginu. Áætlunin er til fimm ára og aðgerðirnar ýmiss konar, meðal annars lagabreytingar. Ábyrgð fjölmiðla og ritstjóra á haturstali verður endurskoðuð og metið verður hvort byggja eigi á sérfræðiáliti refsiréttarprófessors um að konur njóti einnig verndar hegningarlaga frá hatursumræðu. Þetta er ákveðin stefnubreyting hjá frændum okkar. Hingað til hafa norsk stjórnvöld einbeitt sér að því að auka fræðslu og menntun um lýðræðisleg gildi, tjáningarfrelsið og mikilvægi þess að nota internetið með ábyrgum hætti. Þau hafa styrkt frjáls félagasamtök sem hafa þann tilgang einan að mæta hatri með rökum, húmor og andsvörum því að þau töldu að eina leiðin til þess að losna við tröllin af internetinu væri að draga þau fram í dagsljósið. Fjöldi misformlegra sjálfboðaliðahreyfinga hefur unnið á sama hátt; baðað internettröllin í sólskini staðreynda og raka í þeirri trú að löggjöf og refsingar séu ekki leiðin til þess að þau fari aftur inn í fordómahellinn sinn og haldi sig þar. Reynsla Norðmanna er þó sú að tröllin verða ekki að steini í sólinni. Þau virðast njóta hennar, stækka og lokka fram önnur tröll og efla tröllaeðlið í venjulegu fólki. Internettröllin virðast því lúta öðrum lögmálum en þau sem við lesum um í þjóðsögunum. Að minnsta kosti þessi norsku. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun
Tveimur dögum áður en ákærur voru gefnar út í nokkrum málum vegna hatursáróðurs á Íslandi mælti norski forsætisráðherrann fyrir nýrri aðgerðaáætlun þarlendra stjórnvalda gegn hatri og hatursáróðri í samfélaginu. Áætlunin er til fimm ára og aðgerðirnar ýmiss konar, meðal annars lagabreytingar. Ábyrgð fjölmiðla og ritstjóra á haturstali verður endurskoðuð og metið verður hvort byggja eigi á sérfræðiáliti refsiréttarprófessors um að konur njóti einnig verndar hegningarlaga frá hatursumræðu. Þetta er ákveðin stefnubreyting hjá frændum okkar. Hingað til hafa norsk stjórnvöld einbeitt sér að því að auka fræðslu og menntun um lýðræðisleg gildi, tjáningarfrelsið og mikilvægi þess að nota internetið með ábyrgum hætti. Þau hafa styrkt frjáls félagasamtök sem hafa þann tilgang einan að mæta hatri með rökum, húmor og andsvörum því að þau töldu að eina leiðin til þess að losna við tröllin af internetinu væri að draga þau fram í dagsljósið. Fjöldi misformlegra sjálfboðaliðahreyfinga hefur unnið á sama hátt; baðað internettröllin í sólskini staðreynda og raka í þeirri trú að löggjöf og refsingar séu ekki leiðin til þess að þau fari aftur inn í fordómahellinn sinn og haldi sig þar. Reynsla Norðmanna er þó sú að tröllin verða ekki að steini í sólinni. Þau virðast njóta hennar, stækka og lokka fram önnur tröll og efla tröllaeðlið í venjulegu fólki. Internettröllin virðast því lúta öðrum lögmálum en þau sem við lesum um í þjóðsögunum. Að minnsta kosti þessi norsku. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.