Þrír sem fundu sig ekki hjá Liverpool en blómstra í toppdeildum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2016 11:45 Mario Balotelli, Peter Gulacsi og Suso. Vísir/Samsett mynd Þrír fyrrverandi leikmenn Liverpool eru að gera það gott í þremur toppdeildum í Evrópu en sömu leikmenn fundu sig aldrei á tíma sínum á Anfield. Lærisveinar Jürgen Klopp í Liverpool eru líklegir til að berjast um Englandsmeistaratitilinn á þessu tímabili þrátt fyrir að hafa misst toppsætið til Chelsea um helgina. Gamlir Liverpool-menn eru líka að gera það gott og gætu einnig unnið titilinn í sínum löndum í vor. Það var ekki pláss fyrir ítalska framherjann Mario Balotelli, ungverska markvörðinn Peter Gulacsi og spænska framherjann Suso í Liverpool en þeir hafa allir fundið sér nýtt og betra líf eftir að hafa yfirgefið Anfield.Peter Gulacsi er leikmaður þýska liðsins RB Leipzig er hann kom til félagsins árið 2015. RB Leipzig er afar óvænt á toppnum í þýsku deildinni eftir sigur á Bayer Leverkusen um helgina. Gulacsi er aðalmarkvörður Leipzig-liðsins og er þegar búinn að halda marki sínu fjórum sinnum hreinu í fyrstu ellefu umferðunum. Hann fékk reyndar á sig tvö mörk á móti Leverkusen en það kom ekki að sök.Mario Balotelli er leikmaður Nice sem er á toppnum í frönsku deildinni en hann hefur skorað 6 mörk í 6 leikjum það sem af er á tímabilinu. Balotelli var þó ekki með í 1-0 sigri á Saint-Étienne um helgina. Balotelli losnaði loksins frá Liverpool í haust en félagið leyfði þá honum að fara til Nice á frjálsri sölu. Balotelli hafði verið lánaður til AC Milan tímabilið á undan.Spánverjinn Suso skoraði bæði mörk AC Milan í 2-2 jafntefli í nágrannaslagnum við Internazional í gær en hann hefur átt þátt í fjórum mörkum AC Milan í síðustu tveimur leikjum liðsins. AC Milan er í þriðja sæti ítölsku deildarinnar. Suso var leikmaður Liverpool frá 2012 til 2015. Félagið lánaði hann til spænska félagsins Almería tímabilið 2013-14. Suso skrifaði undir fjögurra ára samning við AC Milan þegar samningur hans við Liverpool rann út í janúar 2015. Enski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Þrír fyrrverandi leikmenn Liverpool eru að gera það gott í þremur toppdeildum í Evrópu en sömu leikmenn fundu sig aldrei á tíma sínum á Anfield. Lærisveinar Jürgen Klopp í Liverpool eru líklegir til að berjast um Englandsmeistaratitilinn á þessu tímabili þrátt fyrir að hafa misst toppsætið til Chelsea um helgina. Gamlir Liverpool-menn eru líka að gera það gott og gætu einnig unnið titilinn í sínum löndum í vor. Það var ekki pláss fyrir ítalska framherjann Mario Balotelli, ungverska markvörðinn Peter Gulacsi og spænska framherjann Suso í Liverpool en þeir hafa allir fundið sér nýtt og betra líf eftir að hafa yfirgefið Anfield.Peter Gulacsi er leikmaður þýska liðsins RB Leipzig er hann kom til félagsins árið 2015. RB Leipzig er afar óvænt á toppnum í þýsku deildinni eftir sigur á Bayer Leverkusen um helgina. Gulacsi er aðalmarkvörður Leipzig-liðsins og er þegar búinn að halda marki sínu fjórum sinnum hreinu í fyrstu ellefu umferðunum. Hann fékk reyndar á sig tvö mörk á móti Leverkusen en það kom ekki að sök.Mario Balotelli er leikmaður Nice sem er á toppnum í frönsku deildinni en hann hefur skorað 6 mörk í 6 leikjum það sem af er á tímabilinu. Balotelli var þó ekki með í 1-0 sigri á Saint-Étienne um helgina. Balotelli losnaði loksins frá Liverpool í haust en félagið leyfði þá honum að fara til Nice á frjálsri sölu. Balotelli hafði verið lánaður til AC Milan tímabilið á undan.Spánverjinn Suso skoraði bæði mörk AC Milan í 2-2 jafntefli í nágrannaslagnum við Internazional í gær en hann hefur átt þátt í fjórum mörkum AC Milan í síðustu tveimur leikjum liðsins. AC Milan er í þriðja sæti ítölsku deildarinnar. Suso var leikmaður Liverpool frá 2012 til 2015. Félagið lánaði hann til spænska félagsins Almería tímabilið 2013-14. Suso skrifaði undir fjögurra ára samning við AC Milan þegar samningur hans við Liverpool rann út í janúar 2015.
Enski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira