Fjórir íslenskir sigrar á Evrópumótinu í MMA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2016 17:32 Magnús er kominn áfram. mynd/facebook-síða mjölnis Íslensku keppendurnir gerðu góða hluti á öðrum degi Evrópumótsins í MMA í Prag. Íslendingarnir unnu fjóra bardaga og töpuðu aðeins einum. Magnús Ingi Ingvarsson, Björn Þorleifur Þorleifsson, Hrólfur Ólafsson og Egill Øydvin Hjördísarson unnu allir sinn bardaga en Bjartur Guðlaugsson tapaði sínum. Bjartur reið á vaðið af íslensku keppendunum en hann þurfti að sætta sig við tap fyrir Daniel Schalander, hátt skrifuðum Svía, á dómaraúrskurði. Magnús kláraði heimamanninn Tomas Fiala með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Hann mætir Rússanum Ziiad Sadaily í átta manna úrslitum í veltivigtinni á morgun. Það tók Björn aðeins 53 sekúndur að sigra Tékkann Premysl Kucerka með kraftmiklum spörkum. Björn mætir Svíanum Rostem Akman á morgun í átta manna úrslitum í millivigtinni. Hrólfur bar sigurorð af Tommi Leinonen frá Finnlandi eftir klofna dómaraákvörðun. Hrólfur mætir Austurríkismanninum Florian Aberger á morgun í millivigtinni. Egill sigraði Bretann Navid Rostaie á dómaraúrskurði. Sú sérstaka staða er komin upp að herbergisfélagarnir Egill og Bjarni Kristjánsson eiga að mætast í átta manna úrslitum í léttþungavigtinni á morgun. „Það kemur í ljós á eftir hvað við ætlum að gera en munum funda um það. Þeir munu þó ekki berjast en við ætlum að sjá til hvernig við gerum þetta,“ sagði Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, í samtali við mmafrettir.is um stöðuna sem upp er komin.Hrólfur fagnar sigri í sínum bardaga.mynd/facebook-síða mjölnis MMA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira
Íslensku keppendurnir gerðu góða hluti á öðrum degi Evrópumótsins í MMA í Prag. Íslendingarnir unnu fjóra bardaga og töpuðu aðeins einum. Magnús Ingi Ingvarsson, Björn Þorleifur Þorleifsson, Hrólfur Ólafsson og Egill Øydvin Hjördísarson unnu allir sinn bardaga en Bjartur Guðlaugsson tapaði sínum. Bjartur reið á vaðið af íslensku keppendunum en hann þurfti að sætta sig við tap fyrir Daniel Schalander, hátt skrifuðum Svía, á dómaraúrskurði. Magnús kláraði heimamanninn Tomas Fiala með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Hann mætir Rússanum Ziiad Sadaily í átta manna úrslitum í veltivigtinni á morgun. Það tók Björn aðeins 53 sekúndur að sigra Tékkann Premysl Kucerka með kraftmiklum spörkum. Björn mætir Svíanum Rostem Akman á morgun í átta manna úrslitum í millivigtinni. Hrólfur bar sigurorð af Tommi Leinonen frá Finnlandi eftir klofna dómaraákvörðun. Hrólfur mætir Austurríkismanninum Florian Aberger á morgun í millivigtinni. Egill sigraði Bretann Navid Rostaie á dómaraúrskurði. Sú sérstaka staða er komin upp að herbergisfélagarnir Egill og Bjarni Kristjánsson eiga að mætast í átta manna úrslitum í léttþungavigtinni á morgun. „Það kemur í ljós á eftir hvað við ætlum að gera en munum funda um það. Þeir munu þó ekki berjast en við ætlum að sjá til hvernig við gerum þetta,“ sagði Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, í samtali við mmafrettir.is um stöðuna sem upp er komin.Hrólfur fagnar sigri í sínum bardaga.mynd/facebook-síða mjölnis
MMA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira