Geir gríðarlega stoltur af sínu starfi hjá KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. nóvember 2016 06:00 vísir/anton Það bendir margt til þess að formannsslagur verði á ársþingi KSÍ í febrúar næstkomandi. Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, íhugar nú að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Geir Þorsteinssyni. „Þessi tíðindi komu mér á óvart,“ segir Geir er hann frétti af því að Guðni væri að íhuga framboð. Formaðurinn telur sig þó vera rétta manninn í starfið. „Það eru fram undan mörg stór verkefni hjá Knattspyrnusambandinu þar sem ég tel að reynsla mín og þekking komi til með að nýtast sambandinu vel á komandi árum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða um framboð Guðna ber á góma. Hann hefur þó hingað til ekki viljað taka slaginn og er, eins og áður segir, ekki búinn að taka endanlega ákvörðun. Guðni vildi ekki gefa íþróttadeild viðtal á þessum tímapunkti og staðfesti eingöngu að hann væri að íhuga framboð.Mörg stór verkefni Þó svo Guðni ákveði að bjóða sig fram þá mun það ekki verða til þess að Geir stígi til hliðar og hleypi Guðna að borðinu baráttulaust. „Ég hafði ákveðið að bjóða mig aftur aftur fram enda er ég á kafi í stórum verkefnum eins og málefnum Laugardalsvallar. Ég hef hug á að halda áfram með þau og fá niðurstöðu í þau mál,“ segir formaðurinn. En hafði hann heyrt af því síðustu misseri að Guðni væri að íhuga framboð? „Nei. Það er alltaf einhver orðrómur samt um slíkt á lofti enda gengur Knattspyrnusambandinu frábærlega og það hefur gengið frábærlega síðustu ár. Ég er því ekkert hissa á því að menn líti til þess hýru auga.“Stoltur af mínu starfi Nú er að ljúka einstöku ári í íslenskri knattspyrnusögu þar sem A-landslið karla tók í fyrsta skipti þátt í lokakeppni stórmóts og A-landslið kvenna tryggði sig inn á lokamót EM í þriðja sinn. „Ég er gríðarlega stoltur af okkar, og mínu, starfi og er reiðubúinn til að leiða Knattspyrnusambandið áfram,“ segir Geir en hann fékk viðbrögð við væntanlegu mótframboði Guðna strax á mánudag. „Þetta vakti athygli og umræðu innan okkar hreyfingar. Ég held að það skipti miklu máli að halda áfram því góða starfi sem við höfum unnið. Að sú eining sem hefur ríkt haldi áfram og við getum haldið áfram að ná frábærum árangri.“ Þó svo vel hafi gengið hjá KSÍ þá hefur Geir oft verið gagnrýndur. Til að mynda á þessu ári fyrir að þiggja tveggja mánaða bónuslaunagreiðslur fyrir vinnu sína á EM á meðan aðrir starfsmenn KSÍ fengu einn mánuð greiddan í bónus. Formaðurinn var einnig gagnrýndur fyrir að ná ekki samningum við EA Sports svo Ísland yrði í FIFA-leiknum vinsæla. Á þeim tíma fór af stað umræða um hvort einhver ætlaði að bjóða sig fram gegn Geir á ársþinginu. Nafn Guðna kom fljótt upp í þeirri umræðu innan hreyfingarinnar og nú hillir undir að Guðni taki ákvörðun.Klár í formannsslag Þó svo það hafi komið sitjandi formanni á óvart að hugsanlega væri von á mótframboði þá er hann alls ekkert vonsvikinn yfir því að vera hugsanlega á leiðinni í formannsslag. „Það get ég aldrei verið. Mér finnst eðlilegt að menn horfi til þessa starfs. Þetta er starf sem örugglega margir horfa til og hefðu áhuga á að sinna. Ég er alltaf tilbúinn í kosningabaráttu,“ segir Geir en hann hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2007. Tíu ár þar á undan var hann framkvæmdastjóri sambandsins þannig að hann er að ná 20 árum í starfi fyrir Knattspyrnusamband Íslands. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Það bendir margt til þess að formannsslagur verði á ársþingi KSÍ í febrúar næstkomandi. Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, íhugar nú að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Geir Þorsteinssyni. „Þessi tíðindi komu mér á óvart,“ segir Geir er hann frétti af því að Guðni væri að íhuga framboð. Formaðurinn telur sig þó vera rétta manninn í starfið. „Það eru fram undan mörg stór verkefni hjá Knattspyrnusambandinu þar sem ég tel að reynsla mín og þekking komi til með að nýtast sambandinu vel á komandi árum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða um framboð Guðna ber á góma. Hann hefur þó hingað til ekki viljað taka slaginn og er, eins og áður segir, ekki búinn að taka endanlega ákvörðun. Guðni vildi ekki gefa íþróttadeild viðtal á þessum tímapunkti og staðfesti eingöngu að hann væri að íhuga framboð.Mörg stór verkefni Þó svo Guðni ákveði að bjóða sig fram þá mun það ekki verða til þess að Geir stígi til hliðar og hleypi Guðna að borðinu baráttulaust. „Ég hafði ákveðið að bjóða mig aftur aftur fram enda er ég á kafi í stórum verkefnum eins og málefnum Laugardalsvallar. Ég hef hug á að halda áfram með þau og fá niðurstöðu í þau mál,“ segir formaðurinn. En hafði hann heyrt af því síðustu misseri að Guðni væri að íhuga framboð? „Nei. Það er alltaf einhver orðrómur samt um slíkt á lofti enda gengur Knattspyrnusambandinu frábærlega og það hefur gengið frábærlega síðustu ár. Ég er því ekkert hissa á því að menn líti til þess hýru auga.“Stoltur af mínu starfi Nú er að ljúka einstöku ári í íslenskri knattspyrnusögu þar sem A-landslið karla tók í fyrsta skipti þátt í lokakeppni stórmóts og A-landslið kvenna tryggði sig inn á lokamót EM í þriðja sinn. „Ég er gríðarlega stoltur af okkar, og mínu, starfi og er reiðubúinn til að leiða Knattspyrnusambandið áfram,“ segir Geir en hann fékk viðbrögð við væntanlegu mótframboði Guðna strax á mánudag. „Þetta vakti athygli og umræðu innan okkar hreyfingar. Ég held að það skipti miklu máli að halda áfram því góða starfi sem við höfum unnið. Að sú eining sem hefur ríkt haldi áfram og við getum haldið áfram að ná frábærum árangri.“ Þó svo vel hafi gengið hjá KSÍ þá hefur Geir oft verið gagnrýndur. Til að mynda á þessu ári fyrir að þiggja tveggja mánaða bónuslaunagreiðslur fyrir vinnu sína á EM á meðan aðrir starfsmenn KSÍ fengu einn mánuð greiddan í bónus. Formaðurinn var einnig gagnrýndur fyrir að ná ekki samningum við EA Sports svo Ísland yrði í FIFA-leiknum vinsæla. Á þeim tíma fór af stað umræða um hvort einhver ætlaði að bjóða sig fram gegn Geir á ársþinginu. Nafn Guðna kom fljótt upp í þeirri umræðu innan hreyfingarinnar og nú hillir undir að Guðni taki ákvörðun.Klár í formannsslag Þó svo það hafi komið sitjandi formanni á óvart að hugsanlega væri von á mótframboði þá er hann alls ekkert vonsvikinn yfir því að vera hugsanlega á leiðinni í formannsslag. „Það get ég aldrei verið. Mér finnst eðlilegt að menn horfi til þessa starfs. Þetta er starf sem örugglega margir horfa til og hefðu áhuga á að sinna. Ég er alltaf tilbúinn í kosningabaráttu,“ segir Geir en hann hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2007. Tíu ár þar á undan var hann framkvæmdastjóri sambandsins þannig að hann er að ná 20 árum í starfi fyrir Knattspyrnusamband Íslands.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira