Lagerbäck: Enginn Englendingur tók af skarið gegn Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 12:05 Lars Lagerbäck er hér hugsi á blaðamannafundi íslenska liðsins í Frakklandi í sumar. Vísir/Vilhelm Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er í löngu viðtali við breska dagblaðið Independent þar sem hann lýsir upplifun sinni af enska landsliðinu og leik þess gegn Íslandi. Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM í sumar. Leikurinn fór fram í Nice og vann Ísland ótrúlegan 2-1 sigur með mörkum Ragnars Sigurðssonar og Kolbeins Sigþórssonar. Englendingar hafa mikið fjallað um leikinn og hrun enska landsliðsins en eftir hann sagði Roy Hodgson starfi sínu lausu. Það fannst Lagerbäck leitt enda hafa þeir lengi þekkst. Þeir hafa þó ekki talað saman eftir leikinn.Ekki venjulegt enskt landslið Lagerbäck hefur aldrei tapað landsleik fyrir Englandi á ferlinum í alls sex viðureignum. En hann segir að liðið sem Ísland mætti í Nice í lok júní sé ólíkt öðrum enskum landsliðum sem Lagerbäck hefur mætt. „Andlega var þetta ekki venjulegt enskt landslið líkt og ég mætti áður fyrr,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu.Fögnuður Íslands var mikill en Englendingar grétu.vísir/getty„Við óttuðumst þá ekki. Liðið ógnaði ekki með löngum boltum og hlaupum líkt og áður fyrr,“ sagði hann og bendir enn fremur á að leikirnir gegn Englandi áður fyrr hafi einkennst af mikilli baráttu. En í sumar var það öðruvísi. „Englendingar litu út fyrir að vera mjög passívir. Ég tel að stór ástæða þess var að við spiluðum mjög vel og vörðumst líka mjög vel.“ „Eftir því sem leið á leikinn misstu leikmenn Englands einbeitingu og maður sé enga skýra hugmynd um hvað þeir vildu gera. Það jókst eftir að við skoruðum annað markið.“Engin leiðtogahæfni Hann segir að lið Englands samanstandi að stórum hluta af ungum og efnilegum leikmönnum sem skorti þó reynslu og þroska, sem og leiðtogahæfni. „Leikmenn eins og Dele Alli eru afar efnilegir. En þeir hafa ekki tekið út nægilegan þroska til að taka af skarið ef liðið þeirra er ekki að vinna leikinn.“ „Ég þekki ekki þessa leikmenn persónulega og er því að draga ályktanir en þannig leit það út. Það var enginn leikmaður í enska landsliðinu sem tók að sér leiðtogahlutverk eftir að við skoruðum seinna markið.“ Lagerbäck sagði að fyrir utan nokkur hálffæri í lok leiksins hafi Englendingar aldrei náð að ógna marki Íslands að verulegu ráði. Lagerbäck fer um víðan völl í viðtalinu og fjallar meðal annars um vandræði enska landsliðsins og fá tækifæri ungra enskra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er í löngu viðtali við breska dagblaðið Independent þar sem hann lýsir upplifun sinni af enska landsliðinu og leik þess gegn Íslandi. Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM í sumar. Leikurinn fór fram í Nice og vann Ísland ótrúlegan 2-1 sigur með mörkum Ragnars Sigurðssonar og Kolbeins Sigþórssonar. Englendingar hafa mikið fjallað um leikinn og hrun enska landsliðsins en eftir hann sagði Roy Hodgson starfi sínu lausu. Það fannst Lagerbäck leitt enda hafa þeir lengi þekkst. Þeir hafa þó ekki talað saman eftir leikinn.Ekki venjulegt enskt landslið Lagerbäck hefur aldrei tapað landsleik fyrir Englandi á ferlinum í alls sex viðureignum. En hann segir að liðið sem Ísland mætti í Nice í lok júní sé ólíkt öðrum enskum landsliðum sem Lagerbäck hefur mætt. „Andlega var þetta ekki venjulegt enskt landslið líkt og ég mætti áður fyrr,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu.Fögnuður Íslands var mikill en Englendingar grétu.vísir/getty„Við óttuðumst þá ekki. Liðið ógnaði ekki með löngum boltum og hlaupum líkt og áður fyrr,“ sagði hann og bendir enn fremur á að leikirnir gegn Englandi áður fyrr hafi einkennst af mikilli baráttu. En í sumar var það öðruvísi. „Englendingar litu út fyrir að vera mjög passívir. Ég tel að stór ástæða þess var að við spiluðum mjög vel og vörðumst líka mjög vel.“ „Eftir því sem leið á leikinn misstu leikmenn Englands einbeitingu og maður sé enga skýra hugmynd um hvað þeir vildu gera. Það jókst eftir að við skoruðum annað markið.“Engin leiðtogahæfni Hann segir að lið Englands samanstandi að stórum hluta af ungum og efnilegum leikmönnum sem skorti þó reynslu og þroska, sem og leiðtogahæfni. „Leikmenn eins og Dele Alli eru afar efnilegir. En þeir hafa ekki tekið út nægilegan þroska til að taka af skarið ef liðið þeirra er ekki að vinna leikinn.“ „Ég þekki ekki þessa leikmenn persónulega og er því að draga ályktanir en þannig leit það út. Það var enginn leikmaður í enska landsliðinu sem tók að sér leiðtogahlutverk eftir að við skoruðum seinna markið.“ Lagerbäck sagði að fyrir utan nokkur hálffæri í lok leiksins hafi Englendingar aldrei náð að ógna marki Íslands að verulegu ráði. Lagerbäck fer um víðan völl í viðtalinu og fjallar meðal annars um vandræði enska landsliðsins og fá tækifæri ungra enskra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira