Ávarpaði stúlkuna sem hann vonar að verði forseti Bandaríkjanna einn daginn Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 15:23 Seth Meyers í þætti gærkvöldsins. Spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers reyndi að halda uppi glaðlegu fasi þegar hann fór yfir úrslit nýafstaðinna forsetakosninga í Bandaríkjunum, en það reyndist honum um megn. Í níu mínútna löngu innslagi fór hann meðal annars yfir það hvernig hann hefur spáð rangt fyrir um gengi Donalds Trumps nýkjörins forseta Bandaríkjanna, í hvert einasta skipti síðastliðna átján mánuði, eða alveg frá því Trump tilkynnti í Trump-Turninum að hann ætlaði í forsetaframboð. Þegar sú tilkynning var ljós hélt Meyers að hún væri uppátæki sem væri ætlað til að vekja athygli á Trump sjálfum og öllu þeim rekstri sem honum fylgir, og hann færi aldrei í framboð. Það reyndist rangt hjá Meyers. Hann lýsti því síðar yfir að Trump myndi aldrei hafa sigur í forvali Repúblikana og taldi engar líkur á að hann yrði næsti forseti Bandaríkjanna. „Góðu fréttirnar eru þær að miðað við spádómsgáfur mínar þá verður hann væntanlega frábær forseti,“ sagði Meyers. Hann sagðist vonast til þess að Trump yrði ekki sá maður sem birtist Bandaríkjamönnum í kosningabaráttunni. Maður sem vill byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og maður sem hótar því að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna.Meyers fór um víðan völl og náði að fara yfir ansi mikið efni tengdum þessum kosningum á innan við tíu mínútum. Tónninn breyttist þó þegar hann byrjaði að tala um hvaða þýðingu tap Clintons hefur fyrir ungar stúlkur, og foreldra þeirra, sem vonuðust eftir sigri Clintons. „Hún verður ekki forseti,“ sagði Meyers klökkur. „En það þýðir ekki að dóttir einhvers verði það ekki einn daginn. Við vitum ekki hver þú ert, en ég ímynda mér að þetta augnablik í sögunni muni hafa mikil mótandi áhrif á þig. Augnablik sem færi þig til að leggja harðar af þér til að ná lengra. Ég vonast til að vera á lífi þegar þú verður svarin í embætti.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sendu þúsundir eintaka af Newsweek í verslanir með Hillary sem forseta á forsíðu "Líkt og allir aðrir, höfðum við rangt fyrir okkur.“ 10. nóvember 2016 13:43 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 Trump fær nýjan “The Beast” Kostar 160 milljónir króna og vegur 7-9 tonn. 10. nóvember 2016 14:12 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers reyndi að halda uppi glaðlegu fasi þegar hann fór yfir úrslit nýafstaðinna forsetakosninga í Bandaríkjunum, en það reyndist honum um megn. Í níu mínútna löngu innslagi fór hann meðal annars yfir það hvernig hann hefur spáð rangt fyrir um gengi Donalds Trumps nýkjörins forseta Bandaríkjanna, í hvert einasta skipti síðastliðna átján mánuði, eða alveg frá því Trump tilkynnti í Trump-Turninum að hann ætlaði í forsetaframboð. Þegar sú tilkynning var ljós hélt Meyers að hún væri uppátæki sem væri ætlað til að vekja athygli á Trump sjálfum og öllu þeim rekstri sem honum fylgir, og hann færi aldrei í framboð. Það reyndist rangt hjá Meyers. Hann lýsti því síðar yfir að Trump myndi aldrei hafa sigur í forvali Repúblikana og taldi engar líkur á að hann yrði næsti forseti Bandaríkjanna. „Góðu fréttirnar eru þær að miðað við spádómsgáfur mínar þá verður hann væntanlega frábær forseti,“ sagði Meyers. Hann sagðist vonast til þess að Trump yrði ekki sá maður sem birtist Bandaríkjamönnum í kosningabaráttunni. Maður sem vill byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og maður sem hótar því að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna.Meyers fór um víðan völl og náði að fara yfir ansi mikið efni tengdum þessum kosningum á innan við tíu mínútum. Tónninn breyttist þó þegar hann byrjaði að tala um hvaða þýðingu tap Clintons hefur fyrir ungar stúlkur, og foreldra þeirra, sem vonuðust eftir sigri Clintons. „Hún verður ekki forseti,“ sagði Meyers klökkur. „En það þýðir ekki að dóttir einhvers verði það ekki einn daginn. Við vitum ekki hver þú ert, en ég ímynda mér að þetta augnablik í sögunni muni hafa mikil mótandi áhrif á þig. Augnablik sem færi þig til að leggja harðar af þér til að ná lengra. Ég vonast til að vera á lífi þegar þú verður svarin í embætti.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sendu þúsundir eintaka af Newsweek í verslanir með Hillary sem forseta á forsíðu "Líkt og allir aðrir, höfðum við rangt fyrir okkur.“ 10. nóvember 2016 13:43 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 Trump fær nýjan “The Beast” Kostar 160 milljónir króna og vegur 7-9 tonn. 10. nóvember 2016 14:12 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Sendu þúsundir eintaka af Newsweek í verslanir með Hillary sem forseta á forsíðu "Líkt og allir aðrir, höfðum við rangt fyrir okkur.“ 10. nóvember 2016 13:43
Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00